Topp tíu listi nýrrar ríkisstjórnar í umhverfismálum Snorri Baldursson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Ný ríkisstjórn verður væntanlega mynduð á næstu vikum. Um leið og við óskum henni alls hins besta í störfum sínum leyfum við okkur að leggja fram eftirfarandi forgangslista í náttúru- og umhverfisvernd á Íslandi. Til að þessi verkefni geti orðið að veruleika í tíð næstu stjórnar þarf að geirnegla þau í stjórnarsáttmála. Landvernd lýsir sig reiðubúna að koma að nánari útfærslu verkefnanna eftir því sem við á. Listinn er ekki settur fram í áhersluröð:Menntun til sjálfbærni, náttúru- og umhverfisvitundar. Lykillinn að sjálfbæru samfélagi í nútíð og framtíð er öflug menntastefna sem byggir á sjálfbærri þróun. Styrkja þarf þennan grunnþátt, m.a. með kröftugri eftirfylgni við aðalnámskrá. Ávinningur: Betri umgengni við landið og umheiminn og skynsamlegri ákvarðanataka í daglegu lífi og starfi.Umboðsmaður framtíðarinnar. Sett verði upp skrifstofa Umboðsmanns framtíðarinnar þvert á ráðuneyti sem hafi það hlutverk að tryggja að lagasmíð, stefnumótun og áætlanagerð sé í samræmi við markmið um sjálfbæra þróun hérlendis og í alþjóðlegu samhengi. Ávinningur: Styður við vilja allra stjórnmálaflokka um sjálfbæra þróun íslensks samfélags.Snorri Baldursson formaður LandverndarVerndarstefna í stað virkjanastefnu. Horfið verði frá stuðningi við stórvirkjanir, stóriðjuframkvæmdir og -fyrirtæki og tryggja að hin síðastnefndu greiði eðlilega skatta og auðlindagjöld. Þá verði fallið frá olíuvinnslu við Ísland. Orku- og iðnaðarstefna taki þess í stað mið af einstakri náttúru landsins og leggi áherslu á rafvæðingu bíla- og skipaflotans, ásamt þjónustu við smáiðnað og ræktun af ýmsu tagi. Hugmyndafræði og lögum rammaáætlunar verði umbylt þannig að landsvæði í eigu þjóðarinnar séu ekki fyrst og fremst „virkjunarkostir“ heldur „verndarkostir“ þar til unnt er með óyggjandi hætti að sýna fram á þjóðhagslega nauðsyn og hagkvæmni virkjunar. Ávinningur: Vernd einstæðrar náttúru, minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukinn arður af náttúruauðlindum.Sameining verkefna á sviði náttúruverndar. Ríkið á yfir helming landsins og þar með fjölsótt ferðamannasvæði. Átta ríkisstofnanir og ráðuneyti hafa umsjón með landi í ríkiseigu: Þingvallanefnd (Þingvallaþjóðgarður), Vatnajökulsþjóðgarður, Umhverfisstofnun (þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og flest friðlýst svæði), Skógrækt ríkisins (þjóðskógar, t.d. Þórsmörk), Landgræðsla ríkisins (Dimmuborgir o.fl.), Húsameistari ríkisins (þjóðlendur), Jarðaumsýsla ríkisins (ríkisjarðir) og Minjastofnun (verndun þjóðminja). Hlutverk allra þessara stofnana er í meginatriðum hið sama, þ.e. að tryggja vernd og sjálfbæra nýtingu landsins sem þær annast, sjá um uppbyggingu innviða og eftir atvikum að fræða ferðafólk. Ávinningur: Mikil samlegðaráhrif af samhæfðri stefnumörkun og verndarsýn, betri nýting mannauðs og hagræðing í opinberum rekstri.Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Óbyggðir miðhálendisins eru okkar dýrmætasti náttúruarfur og stór hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og ímynd landsins út á við. Hálendið býr yfir óumdeildum náttúruverðmætum. Mikilvægt er að tryggja aðkomu allra sem málið varðar að stjórnun hálendisþjóðgarðsins, sem yrði svæðisskiptur með tilliti til verndar og nýtingar þannig að þörfum mismunandi hópa verði mætt. Ávinningur: Heildarsýn um skipulag, vernd og nýtingu hálendisins, markviss stýring ferðamanna og aukin atvinnutækifæri í dreifðari byggðum landsins.Kolefnishlutlaust Ísland. Leggja fram tímasetta áætlun, með magnbundnum markmiðum, í samvinnu við atvinnulíf, sveitarfélög og félagasamtök sem hefur kolefnishlutlaust Ísland 2035 að markmiði. Ávinningur: Ísland tekst á við loftslagsmálin og getur orðið leiðandi í alþjóðasamfélaginu.Vernd, endurheimt og sjálfbær nýting jarðvegs- og gróðurs. Tryggja sjálfbæra nýtingu afrétta og gera átak í endurheimt landgæða sem virðir íslenskt landslags og lífríki. Endurskoða þarf löngu úrelt skógræktar- og landgræðslulög og gera þar skýran greinarmun á endurheimt birkiskóga, votlendis og annarra upprunalegra vistkerfa annarsvegar og ræktun nytjagróðurs í landbúnaði á borð við barr- og blandskóga hinsvegar. Ávinningur: Endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni landsins og binding kolefnis. Skil á milli nytjaskógræktar og endurheimtar (náttúruverndar) verða skýrari.Vernd lífríkis sjávar. Súrnun sjávar er mikil ógn við lífríki hafsins. Vinna þarf metnaðarfulla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem snýr að því að draga úr losun koltvísýrings. Taka þarf skilyrðislaust á mengun sjávar, ekki síst plastmengun frá landi. Bann við einnota plastpokum er góð byrjun. Ávinningur: Miklir hagsmunir fyrir lífríki hafsins, sjávarútveg og efnahag Íslendinga.Ferðaþjónusta og náttúruvernd. Mörkuð verði ferðaþjónustustefna sem taki fullt tillit til náttúru og umhverfis. Stefnan taki á stýringu ferðamannastraums til landsins, þ.m.t. aukinni mengun vegna flugsamgangna, dreifingu ferðamanna um landið og uppbyggingu innviða í takt við staðhætti og landslag. Takmarka þarf aðgang þar sem við á og tryggja að hér verði áfram til fáfarin svæði, án innviða. Ávinningur: Náttúran, meginaðdráttarafl ferðaþjónustunnar, vernduð og ímyndin styrkt.Líta á friðlýsingar sem stjórntæki. Friðlýst svæði eru fjársvelt og lagaskyldu um friðlýsingar er lítið sinnt, t.d. samkvæmt lögum um rammaáætlun og um Mývatn og Laxá. Þessu þarf að breyta og jafnframt að beita friðlýsingum í auknum mæli sem tæki hins opinbera til að varna landi skemmdum af völdum aukins ferðamannastraums. Ávinningur: Skilvirkasta og einfaldasta leiðin til að ná tökum á landnýtingu, stýra ferðamennsku og veita upplýsingar og fræðslu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn verður væntanlega mynduð á næstu vikum. Um leið og við óskum henni alls hins besta í störfum sínum leyfum við okkur að leggja fram eftirfarandi forgangslista í náttúru- og umhverfisvernd á Íslandi. Til að þessi verkefni geti orðið að veruleika í tíð næstu stjórnar þarf að geirnegla þau í stjórnarsáttmála. Landvernd lýsir sig reiðubúna að koma að nánari útfærslu verkefnanna eftir því sem við á. Listinn er ekki settur fram í áhersluröð:Menntun til sjálfbærni, náttúru- og umhverfisvitundar. Lykillinn að sjálfbæru samfélagi í nútíð og framtíð er öflug menntastefna sem byggir á sjálfbærri þróun. Styrkja þarf þennan grunnþátt, m.a. með kröftugri eftirfylgni við aðalnámskrá. Ávinningur: Betri umgengni við landið og umheiminn og skynsamlegri ákvarðanataka í daglegu lífi og starfi.Umboðsmaður framtíðarinnar. Sett verði upp skrifstofa Umboðsmanns framtíðarinnar þvert á ráðuneyti sem hafi það hlutverk að tryggja að lagasmíð, stefnumótun og áætlanagerð sé í samræmi við markmið um sjálfbæra þróun hérlendis og í alþjóðlegu samhengi. Ávinningur: Styður við vilja allra stjórnmálaflokka um sjálfbæra þróun íslensks samfélags.Snorri Baldursson formaður LandverndarVerndarstefna í stað virkjanastefnu. Horfið verði frá stuðningi við stórvirkjanir, stóriðjuframkvæmdir og -fyrirtæki og tryggja að hin síðastnefndu greiði eðlilega skatta og auðlindagjöld. Þá verði fallið frá olíuvinnslu við Ísland. Orku- og iðnaðarstefna taki þess í stað mið af einstakri náttúru landsins og leggi áherslu á rafvæðingu bíla- og skipaflotans, ásamt þjónustu við smáiðnað og ræktun af ýmsu tagi. Hugmyndafræði og lögum rammaáætlunar verði umbylt þannig að landsvæði í eigu þjóðarinnar séu ekki fyrst og fremst „virkjunarkostir“ heldur „verndarkostir“ þar til unnt er með óyggjandi hætti að sýna fram á þjóðhagslega nauðsyn og hagkvæmni virkjunar. Ávinningur: Vernd einstæðrar náttúru, minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukinn arður af náttúruauðlindum.Sameining verkefna á sviði náttúruverndar. Ríkið á yfir helming landsins og þar með fjölsótt ferðamannasvæði. Átta ríkisstofnanir og ráðuneyti hafa umsjón með landi í ríkiseigu: Þingvallanefnd (Þingvallaþjóðgarður), Vatnajökulsþjóðgarður, Umhverfisstofnun (þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og flest friðlýst svæði), Skógrækt ríkisins (þjóðskógar, t.d. Þórsmörk), Landgræðsla ríkisins (Dimmuborgir o.fl.), Húsameistari ríkisins (þjóðlendur), Jarðaumsýsla ríkisins (ríkisjarðir) og Minjastofnun (verndun þjóðminja). Hlutverk allra þessara stofnana er í meginatriðum hið sama, þ.e. að tryggja vernd og sjálfbæra nýtingu landsins sem þær annast, sjá um uppbyggingu innviða og eftir atvikum að fræða ferðafólk. Ávinningur: Mikil samlegðaráhrif af samhæfðri stefnumörkun og verndarsýn, betri nýting mannauðs og hagræðing í opinberum rekstri.Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Óbyggðir miðhálendisins eru okkar dýrmætasti náttúruarfur og stór hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og ímynd landsins út á við. Hálendið býr yfir óumdeildum náttúruverðmætum. Mikilvægt er að tryggja aðkomu allra sem málið varðar að stjórnun hálendisþjóðgarðsins, sem yrði svæðisskiptur með tilliti til verndar og nýtingar þannig að þörfum mismunandi hópa verði mætt. Ávinningur: Heildarsýn um skipulag, vernd og nýtingu hálendisins, markviss stýring ferðamanna og aukin atvinnutækifæri í dreifðari byggðum landsins.Kolefnishlutlaust Ísland. Leggja fram tímasetta áætlun, með magnbundnum markmiðum, í samvinnu við atvinnulíf, sveitarfélög og félagasamtök sem hefur kolefnishlutlaust Ísland 2035 að markmiði. Ávinningur: Ísland tekst á við loftslagsmálin og getur orðið leiðandi í alþjóðasamfélaginu.Vernd, endurheimt og sjálfbær nýting jarðvegs- og gróðurs. Tryggja sjálfbæra nýtingu afrétta og gera átak í endurheimt landgæða sem virðir íslenskt landslags og lífríki. Endurskoða þarf löngu úrelt skógræktar- og landgræðslulög og gera þar skýran greinarmun á endurheimt birkiskóga, votlendis og annarra upprunalegra vistkerfa annarsvegar og ræktun nytjagróðurs í landbúnaði á borð við barr- og blandskóga hinsvegar. Ávinningur: Endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni landsins og binding kolefnis. Skil á milli nytjaskógræktar og endurheimtar (náttúruverndar) verða skýrari.Vernd lífríkis sjávar. Súrnun sjávar er mikil ógn við lífríki hafsins. Vinna þarf metnaðarfulla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem snýr að því að draga úr losun koltvísýrings. Taka þarf skilyrðislaust á mengun sjávar, ekki síst plastmengun frá landi. Bann við einnota plastpokum er góð byrjun. Ávinningur: Miklir hagsmunir fyrir lífríki hafsins, sjávarútveg og efnahag Íslendinga.Ferðaþjónusta og náttúruvernd. Mörkuð verði ferðaþjónustustefna sem taki fullt tillit til náttúru og umhverfis. Stefnan taki á stýringu ferðamannastraums til landsins, þ.m.t. aukinni mengun vegna flugsamgangna, dreifingu ferðamanna um landið og uppbyggingu innviða í takt við staðhætti og landslag. Takmarka þarf aðgang þar sem við á og tryggja að hér verði áfram til fáfarin svæði, án innviða. Ávinningur: Náttúran, meginaðdráttarafl ferðaþjónustunnar, vernduð og ímyndin styrkt.Líta á friðlýsingar sem stjórntæki. Friðlýst svæði eru fjársvelt og lagaskyldu um friðlýsingar er lítið sinnt, t.d. samkvæmt lögum um rammaáætlun og um Mývatn og Laxá. Þessu þarf að breyta og jafnframt að beita friðlýsingum í auknum mæli sem tæki hins opinbera til að varna landi skemmdum af völdum aukins ferðamannastraums. Ávinningur: Skilvirkasta og einfaldasta leiðin til að ná tökum á landnýtingu, stýra ferðamennsku og veita upplýsingar og fræðslu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun