Engin stefnubreyting gagnvart ESB Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 6. mars 2015 11:45 Formaður Samfylkingarinnar segist í engu hafa skipt um skoðun varðandi það að hagsmunum Íslands sé best borgið innan Evrópusambandsins Vísir/GVA Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist í engu hafa skipt um skoðun varðandi það að hagsmunum Íslands sé best borgið innan Evrópusambandsins. Hann muni berjast fyrir því að aðildarviðræður verði kláraðar, komist hann í ríkisstjórn. Sjónvarpsstöðin Hringbraut birti í morgun frétt þar sem fullyrt var að Árni Páll hefði nú miklar efasemdir um að Ísland ætti að gerast aðili að ESB og teldi að hagsmunum landsins væri mögulega best borgið með EES-samstarfið eitt að vopni. Árni Páll segir þetta rangtúlkun á orðum sínum, en viðtalið verður sýnt í kvöld. „Ég sagði einfaldlega að ég nærði með mér efasemdir um aðild að ESB reglulega og hefði lengi gert, árum saman. Ég minnti á að ég hefði skrifað greinarflokk í Fréttablaðið um það árið 2012 og þar leitað svara við spurningunni um hvort aðild að ESB væri rétti kosturinn fyrir Ísland. Þetta er spurning sem verður að meta út frá íslenskum hagsmunum og því eðlilegt að endurmeta reglulega hagsmunamatið sem að baki liggur. Niðurstaða mín var skýr þá og hún er sú sama nú, að það séu allar líkur á að þetta sé besti kosturinn fyrir Ísland.“ Líkur, segirðu. Ertu ekki fullviss um það? „Það er stefna Samfylkingarinnar að við viljum fá að sjá samning og taka afstöðu til hans. Það eru allar líkur á því að sá samningur verði Íslandi hagstæður.“ Árni Páll segir Samfylkinguna að sjálfsögðu vilja klára aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hann hafi verið spurður út í aðra möguleika, hvort EES kæmi til greina sem varanleg lausn einvörðungu. „Ég tel það ekki mögulegt nema með einhverri lausn í gjaldmiðilsmálum og sagði það í viðtalinu. Gjaldmiðillinn er stóri þátturinn sem hefur áhrif, það stóra sem okkur vantar.“ Munt þú berjast fyrir aðild að ESB ef þú kemst í ríkisstjórn? „Já. Ég tel það enn sem fyrr rétt og mikilvægt að halda áfram með aðildarumræðurnar og það sé nákvæmlega það sem máli skiptir.“ Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist í engu hafa skipt um skoðun varðandi það að hagsmunum Íslands sé best borgið innan Evrópusambandsins. Hann muni berjast fyrir því að aðildarviðræður verði kláraðar, komist hann í ríkisstjórn. Sjónvarpsstöðin Hringbraut birti í morgun frétt þar sem fullyrt var að Árni Páll hefði nú miklar efasemdir um að Ísland ætti að gerast aðili að ESB og teldi að hagsmunum landsins væri mögulega best borgið með EES-samstarfið eitt að vopni. Árni Páll segir þetta rangtúlkun á orðum sínum, en viðtalið verður sýnt í kvöld. „Ég sagði einfaldlega að ég nærði með mér efasemdir um aðild að ESB reglulega og hefði lengi gert, árum saman. Ég minnti á að ég hefði skrifað greinarflokk í Fréttablaðið um það árið 2012 og þar leitað svara við spurningunni um hvort aðild að ESB væri rétti kosturinn fyrir Ísland. Þetta er spurning sem verður að meta út frá íslenskum hagsmunum og því eðlilegt að endurmeta reglulega hagsmunamatið sem að baki liggur. Niðurstaða mín var skýr þá og hún er sú sama nú, að það séu allar líkur á að þetta sé besti kosturinn fyrir Ísland.“ Líkur, segirðu. Ertu ekki fullviss um það? „Það er stefna Samfylkingarinnar að við viljum fá að sjá samning og taka afstöðu til hans. Það eru allar líkur á því að sá samningur verði Íslandi hagstæður.“ Árni Páll segir Samfylkinguna að sjálfsögðu vilja klára aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hann hafi verið spurður út í aðra möguleika, hvort EES kæmi til greina sem varanleg lausn einvörðungu. „Ég tel það ekki mögulegt nema með einhverri lausn í gjaldmiðilsmálum og sagði það í viðtalinu. Gjaldmiðillinn er stóri þátturinn sem hefur áhrif, það stóra sem okkur vantar.“ Munt þú berjast fyrir aðild að ESB ef þú kemst í ríkisstjórn? „Já. Ég tel það enn sem fyrr rétt og mikilvægt að halda áfram með aðildarumræðurnar og það sé nákvæmlega það sem máli skiptir.“
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira