Gæti haft áhrif á 10.000 lánasamninga Lýsingar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. mars 2015 20:00 Fjármögnungarfyrirtækið Lýsing tapaði á fimmtudag tveimur dómsmálum vegna gengistryggðra lána í Hæstarétti Íslands. Ágreiningur í málunum laut að því hvort lántakendur gætu borið fyrir sig fullnaðarkvittanir vegna greiddra vaxta frá stofndegi lánssamningsins til maí 2010, vegna þess hluta lánsins sem bundinn var ólögmætri gengistryggingu. Jóhannes S. Ólafsson er lögmaður beggja aðila sem unnu málin fyrir Hæstarétti. Hann segir Lýsingu vera einu lánastofnunina sem dragi lappirnar við endurútreikning gengislána. „Að mínu mati eiga þessir dómar að klára alveg þennan ágreining endanlega og að það séu engar varnir eftir fyrir Lýsingu í þessum málum. Ég tel líka að það eigi að vera óumdeilt að fordæmisgildið nái til yfirgnæfandi meirihluta allra þeirra mála af þessu tagi þar sem Lýsing hefur hafnað útreikningi,“ segir Jóhannes. Hann segir að þetta gætu verið um 10.000 lánasamningar sem dómarnir hefðu áhrif á. En þarf hver og einn þessara skuldara að höfða dómsmál gegn Lýsingu til að ná sínum rétti fram? „Ég sé ekkert annað í kortunum en það að Lýsing muni gera upp við umbjóðendur okkar, sem erum að reka þessi dómsmál. Hjá því verður ekki komist. En hvað Lýsing gerir varðandi hinn almenna viðskiptavin Lýsingar sem er með gengistryggðan samning og hefur ekki gert neitt sérstakt ágreiningsmál í kringum sína kröfu. Það veit ég ekki og kann ekki að segja,“ segir Jóhannes. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir nauðsynlegt að útvíkka skilyrði til gjafsóknar til að auðvelda einstaklingum að sækja mál sem þessi fyrir dómstólum. Þá sé málið til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. „Þetta er mjög óheppilegt og ólíðandi að fjármögnunarfyrirtæki, Lýsing í þessu tilfelli, skuli ætla að láta alla þessa einstaklinga ætla að sækja mál sín. Maður skilur ekki tilganginn hjá fyrirtækinu að þvinga skuldara í þá leið,“ segir Elsa Lára. Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Fjármögnungarfyrirtækið Lýsing tapaði á fimmtudag tveimur dómsmálum vegna gengistryggðra lána í Hæstarétti Íslands. Ágreiningur í málunum laut að því hvort lántakendur gætu borið fyrir sig fullnaðarkvittanir vegna greiddra vaxta frá stofndegi lánssamningsins til maí 2010, vegna þess hluta lánsins sem bundinn var ólögmætri gengistryggingu. Jóhannes S. Ólafsson er lögmaður beggja aðila sem unnu málin fyrir Hæstarétti. Hann segir Lýsingu vera einu lánastofnunina sem dragi lappirnar við endurútreikning gengislána. „Að mínu mati eiga þessir dómar að klára alveg þennan ágreining endanlega og að það séu engar varnir eftir fyrir Lýsingu í þessum málum. Ég tel líka að það eigi að vera óumdeilt að fordæmisgildið nái til yfirgnæfandi meirihluta allra þeirra mála af þessu tagi þar sem Lýsing hefur hafnað útreikningi,“ segir Jóhannes. Hann segir að þetta gætu verið um 10.000 lánasamningar sem dómarnir hefðu áhrif á. En þarf hver og einn þessara skuldara að höfða dómsmál gegn Lýsingu til að ná sínum rétti fram? „Ég sé ekkert annað í kortunum en það að Lýsing muni gera upp við umbjóðendur okkar, sem erum að reka þessi dómsmál. Hjá því verður ekki komist. En hvað Lýsing gerir varðandi hinn almenna viðskiptavin Lýsingar sem er með gengistryggðan samning og hefur ekki gert neitt sérstakt ágreiningsmál í kringum sína kröfu. Það veit ég ekki og kann ekki að segja,“ segir Jóhannes. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir nauðsynlegt að útvíkka skilyrði til gjafsóknar til að auðvelda einstaklingum að sækja mál sem þessi fyrir dómstólum. Þá sé málið til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. „Þetta er mjög óheppilegt og ólíðandi að fjármögnunarfyrirtæki, Lýsing í þessu tilfelli, skuli ætla að láta alla þessa einstaklinga ætla að sækja mál sín. Maður skilur ekki tilganginn hjá fyrirtækinu að þvinga skuldara í þá leið,“ segir Elsa Lára.
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira