Viðspyrna fyrir heilbrigðiskerfið Agnar H. Andrésson skrifar 11. desember 2014 00:00 Læknar standa nú í kjarabaráttu til að leiðrétta kjör sín en jafnframt til að bjarga hnignandi heilbrigðiskerfi. Kaupmáttur lækna hefur rýrnað verulega og er launaþróun þeirra langt undir öðrum opinberum starfsmönnum síðustu árin. Meðfylgjandi mynd sýnir vísitölur heildarlauna lækna og opinberra starfsmanna ásamt vísitölu neysluverðs. Þar sést að kaupmáttarskerðing síðustu sjö ára nemur um 20%, sem er ein af ástæðum þess að læknar eru í verkfalli nú að krefjast betri launa. Í niðurskurði heilbrigðiskerfisins undanfarin ár sátu læknar eftir með verulega skertan kaupmátt og aukið álag á sama tíma og kjör erlendis hafa vænkast. Læknastéttin er í eðli sínu afar hreyfanlegt vinnuafl og eftirsótt erlendis enda flestir læknar menntaðir á bestu stöðum sem völ er á. Það er undarleg staðreynd að vinnuaflið sem hvað mest eftirspurn er eftir skuli hækka hvað minnst í launum. Afleiðingin er sú að læknar hverfa frá störfum hérlendis og þeir sem erlendis eru flytja ekki heim. Þessi þróun hefur verið í þó nokkurn tíma og við þessu varað í fjölmörg ár og í því sambandi talað um bjargbrúnir og hengiflug en nú er staðan öllu verri. Þrátt fyrir það eru skýrar og hagkvæmar lausnir á vandamálinu.Stutt starfsævi Til þess að öðlast sérfræðiréttindi í lækningum þarf að ljúka löngu námi. Með öllu talið má áætla að læknar séu að jafnaði með að baki sex ára háskólanám, 5-10 ára starfsnám auk þess sem sumir hafa lokið meistara- eða doktorsnámi sem tekur 2-4 ár og er stór hluti námsins ólaunaður. Af þessu má leiða þrennt: fórnarkostnaður lækna við nám sitt er mjög mikill, námslánaskuldir eru háar og starfsævi lækna er styttri en almennt gerist. Það er því rökrétt að greiða há laun fyrir lækna þar sem aðrar stéttir komast fyrr út á vinnumarkaðinn, geta komið sér snemma fyrir í samfélaginu og hafa fleiri ár til að vinna sér inn tekjur heldur en læknar. Þessi staðreynd breytist seint þótt eftirspurn eftir starfskrafti lækna geti sveiflast til, en um þessar mundir er mikil umframeftirspurn eftir læknum.Lausnir á vandamálinu Staðan nú er þannig að margir læknar hérlendis hafa sagt starfi sínu lausu eða eru alvarlega að íhuga það. Samfara þessu eru fáir íslenskir læknar erlendis sem hafa hug á að flytja heim með fjölskyldu sína til að fara að vinna í molnandi kerfi og fá lág laun fyrir. Leiðir þetta til læknaskorts og þjónusta í heilbrigðiskerfinu mun versna. Þróunin er öll í sömu átt. Orsakir þessa vanda felast ekki einvörðungu í lágum tekjum lækna heldur eru þær margþættar og má þar nefna slæma aðstöðu fyrir starfsfólk og sjúklinga, lélegan tækjakost, meðferðarúrræði hérlendis hafa dregist aftur úr og viðvarandi of mikið álag er á starfsfólki. Um þetta er ekki deilt. Ekkert af þessu er hægt að laga með fingrasmelli en það sem kemst næst því er að bæta launin sem allra fyrst og veita þannig viðspyrnu gegn þessari óheillaþróun. Slíkt myndi bæta gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar. Hinir þættirnir sem nefndir voru eru einnig mikilvægir og er brýnt að ráðast í uppbyggingu í innviðum heilbrigðiskerfisins og setja fram trúverðuga áætlun um hvernig það verður gert. Lausnin er ekki ódýr en hún er án vafa hagkvæm. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta ekki um það hvort læknar eigi að fá hærri laun en aðrir eða hvort læknar séu eftirbátar annarra stétta. Þetta snýst um að stöðva og snúa núverandi þróun við þannig að hér verði endurreist fyrsta flokks heilbrigðiskerfi á ný sem allir geti gengið að, núverandi og komandi kynslóðum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Læknar standa nú í kjarabaráttu til að leiðrétta kjör sín en jafnframt til að bjarga hnignandi heilbrigðiskerfi. Kaupmáttur lækna hefur rýrnað verulega og er launaþróun þeirra langt undir öðrum opinberum starfsmönnum síðustu árin. Meðfylgjandi mynd sýnir vísitölur heildarlauna lækna og opinberra starfsmanna ásamt vísitölu neysluverðs. Þar sést að kaupmáttarskerðing síðustu sjö ára nemur um 20%, sem er ein af ástæðum þess að læknar eru í verkfalli nú að krefjast betri launa. Í niðurskurði heilbrigðiskerfisins undanfarin ár sátu læknar eftir með verulega skertan kaupmátt og aukið álag á sama tíma og kjör erlendis hafa vænkast. Læknastéttin er í eðli sínu afar hreyfanlegt vinnuafl og eftirsótt erlendis enda flestir læknar menntaðir á bestu stöðum sem völ er á. Það er undarleg staðreynd að vinnuaflið sem hvað mest eftirspurn er eftir skuli hækka hvað minnst í launum. Afleiðingin er sú að læknar hverfa frá störfum hérlendis og þeir sem erlendis eru flytja ekki heim. Þessi þróun hefur verið í þó nokkurn tíma og við þessu varað í fjölmörg ár og í því sambandi talað um bjargbrúnir og hengiflug en nú er staðan öllu verri. Þrátt fyrir það eru skýrar og hagkvæmar lausnir á vandamálinu.Stutt starfsævi Til þess að öðlast sérfræðiréttindi í lækningum þarf að ljúka löngu námi. Með öllu talið má áætla að læknar séu að jafnaði með að baki sex ára háskólanám, 5-10 ára starfsnám auk þess sem sumir hafa lokið meistara- eða doktorsnámi sem tekur 2-4 ár og er stór hluti námsins ólaunaður. Af þessu má leiða þrennt: fórnarkostnaður lækna við nám sitt er mjög mikill, námslánaskuldir eru háar og starfsævi lækna er styttri en almennt gerist. Það er því rökrétt að greiða há laun fyrir lækna þar sem aðrar stéttir komast fyrr út á vinnumarkaðinn, geta komið sér snemma fyrir í samfélaginu og hafa fleiri ár til að vinna sér inn tekjur heldur en læknar. Þessi staðreynd breytist seint þótt eftirspurn eftir starfskrafti lækna geti sveiflast til, en um þessar mundir er mikil umframeftirspurn eftir læknum.Lausnir á vandamálinu Staðan nú er þannig að margir læknar hérlendis hafa sagt starfi sínu lausu eða eru alvarlega að íhuga það. Samfara þessu eru fáir íslenskir læknar erlendis sem hafa hug á að flytja heim með fjölskyldu sína til að fara að vinna í molnandi kerfi og fá lág laun fyrir. Leiðir þetta til læknaskorts og þjónusta í heilbrigðiskerfinu mun versna. Þróunin er öll í sömu átt. Orsakir þessa vanda felast ekki einvörðungu í lágum tekjum lækna heldur eru þær margþættar og má þar nefna slæma aðstöðu fyrir starfsfólk og sjúklinga, lélegan tækjakost, meðferðarúrræði hérlendis hafa dregist aftur úr og viðvarandi of mikið álag er á starfsfólki. Um þetta er ekki deilt. Ekkert af þessu er hægt að laga með fingrasmelli en það sem kemst næst því er að bæta launin sem allra fyrst og veita þannig viðspyrnu gegn þessari óheillaþróun. Slíkt myndi bæta gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar. Hinir þættirnir sem nefndir voru eru einnig mikilvægir og er brýnt að ráðast í uppbyggingu í innviðum heilbrigðiskerfisins og setja fram trúverðuga áætlun um hvernig það verður gert. Lausnin er ekki ódýr en hún er án vafa hagkvæm. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta ekki um það hvort læknar eigi að fá hærri laun en aðrir eða hvort læknar séu eftirbátar annarra stétta. Þetta snýst um að stöðva og snúa núverandi þróun við þannig að hér verði endurreist fyrsta flokks heilbrigðiskerfi á ný sem allir geti gengið að, núverandi og komandi kynslóðum til hagsbóta.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar