Stígum varlega til jarðar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 23. október 2014 07:00 Á stuttu tímabili hefur álag á mörg útivistarsvæði margfaldast. Kemur þar til aukinn áhugi okkar á útivist og umferð margra meðal næstum einnar milljónar ferðamanna. Afleiðingar of mikils álags blasa því miður víða við. Reykjadalur inn af Hveragerði er á náttúruminjaskrá. Þar er snoturt fjalllendi, gróður vöxtulegur og áhugavert hverasvæði, náttúruleg baðlaug, hestastígur og þaulsetin gönguleið inn á eldvirkt svæði. Dalurinn og nágrenni er gott dæmi um land sem fer illa vegna álags og minnir á að nú er víða hafið kapphlaup við eyðileggingu sem er til komin af of seinni uppbyggingu stíga og annarrar aðstöðu ferðafólks; í snarhasti virðist lagt í framkvæmdir sem hefði átt að hefja mun fyrr. Samkvæmt lauslegri úttekt Andrésar Arnalds hjá Landgræðslunni eftir skoðunarferð um dalinn (12. okt. sl.) og langri myndasyrpu sem hann hefur léð mér er ástand þessa ferðasvæðis vont. Gróðurskemmdir, torfærur, ónýtar gönguslóðir og margt fleira blasir þar við. Við þessu hefur verið brugðist, m.a. með því að hefja gerð mjög breiðs stígs (vegar?) upp dalinn og einnig ofan frá niður í hann. Slóðinn er sýnilega unninn án nægrar fyrirhyggju og líklega hefur fagleg ráðgjöf verið takmörkuð. Vissulega er jákvætt að þarna er hafist handa en margt má af framkvæmdinni læra. Ég hef ekki í hyggju að gagnrýna vinnuna frekar eða fjalla sérstaklega um það sem þarna má ekki gera eða ætti að gera. Vil frekar benda á að víða um land eru að hefjast svipuð verkferli, annaðhvort undirbúningsvinna eða framkvæmdir, sem kalla á aukið fjármagn, vandaðan undirbúning, trausta fagþekkingu, nærgætni við umhverfið og fleira sem blasir við í jafn fjölbreyttu landslagi og hér er. Nú þegar verður að bregðast við og tryggja með fjáröflun og -veitingum, samráði og breyttum verkefnum stofnana og samtaka, einnig samvinnu þeirra, þannig að skipulag og mannvirkjagerð á göngu- og útivistarsvæðum utan þéttbýlis geti talist ásættanleg. Ef t.d. stígagerð í Þórsmörk er í góðu lagi, hvernig má búa um hnúta svo það sama megi segja um Reykjadal, Laugaveg göngufólks eða Leirhnjúk sem er í einkaeigu? Flýtir í þessum tilvikum er ekki í boði. Í dag standa Landgræðslan, Umhverfisstofnun og Ferðamálastofa að ráðstefnu í Gunnarsholti um umhverfisáhrif vaxandi ferðamennsku. Hún er tímabær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á stuttu tímabili hefur álag á mörg útivistarsvæði margfaldast. Kemur þar til aukinn áhugi okkar á útivist og umferð margra meðal næstum einnar milljónar ferðamanna. Afleiðingar of mikils álags blasa því miður víða við. Reykjadalur inn af Hveragerði er á náttúruminjaskrá. Þar er snoturt fjalllendi, gróður vöxtulegur og áhugavert hverasvæði, náttúruleg baðlaug, hestastígur og þaulsetin gönguleið inn á eldvirkt svæði. Dalurinn og nágrenni er gott dæmi um land sem fer illa vegna álags og minnir á að nú er víða hafið kapphlaup við eyðileggingu sem er til komin af of seinni uppbyggingu stíga og annarrar aðstöðu ferðafólks; í snarhasti virðist lagt í framkvæmdir sem hefði átt að hefja mun fyrr. Samkvæmt lauslegri úttekt Andrésar Arnalds hjá Landgræðslunni eftir skoðunarferð um dalinn (12. okt. sl.) og langri myndasyrpu sem hann hefur léð mér er ástand þessa ferðasvæðis vont. Gróðurskemmdir, torfærur, ónýtar gönguslóðir og margt fleira blasir þar við. Við þessu hefur verið brugðist, m.a. með því að hefja gerð mjög breiðs stígs (vegar?) upp dalinn og einnig ofan frá niður í hann. Slóðinn er sýnilega unninn án nægrar fyrirhyggju og líklega hefur fagleg ráðgjöf verið takmörkuð. Vissulega er jákvætt að þarna er hafist handa en margt má af framkvæmdinni læra. Ég hef ekki í hyggju að gagnrýna vinnuna frekar eða fjalla sérstaklega um það sem þarna má ekki gera eða ætti að gera. Vil frekar benda á að víða um land eru að hefjast svipuð verkferli, annaðhvort undirbúningsvinna eða framkvæmdir, sem kalla á aukið fjármagn, vandaðan undirbúning, trausta fagþekkingu, nærgætni við umhverfið og fleira sem blasir við í jafn fjölbreyttu landslagi og hér er. Nú þegar verður að bregðast við og tryggja með fjáröflun og -veitingum, samráði og breyttum verkefnum stofnana og samtaka, einnig samvinnu þeirra, þannig að skipulag og mannvirkjagerð á göngu- og útivistarsvæðum utan þéttbýlis geti talist ásættanleg. Ef t.d. stígagerð í Þórsmörk er í góðu lagi, hvernig má búa um hnúta svo það sama megi segja um Reykjadal, Laugaveg göngufólks eða Leirhnjúk sem er í einkaeigu? Flýtir í þessum tilvikum er ekki í boði. Í dag standa Landgræðslan, Umhverfisstofnun og Ferðamálastofa að ráðstefnu í Gunnarsholti um umhverfisáhrif vaxandi ferðamennsku. Hún er tímabær.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun