Flókin pólitísk staða Þorsteinn Pálsson skrifar 23. ágúst 2014 07:00 Það var einstæður atburður þegar ríkissaksóknari ákærði aðstoðarmann innanríkisráðherra fyrir leka á persónuupplýsingum. Sekt hans hefur þó ekki verið sönnuð með því. Og ekki er sjálfgefið að ákæruvaldinu takist að sýna með óyggjandi hætti fram á sekt fyrir dómi. Lögfræðilega hlið málsins er því ekki einföld. En pólitíska hliðin er þó enn flóknari. Viðbrögð innanríkisráðherra, forystumanna ríkisstjórnarinnar og leiðtoga stjórnarandstöðunnar sýna það glöggt. Eins og sakir standa má reikna með að ríkisstjórnin verði í varnarstöðu vegna þessa máls í talsverðan tíma. Innanríkisráðherra ákvað að víkja að hálfum hluta vegna þessa atburðar. Það tengist ekki reglum stjórnsýslulaga um vanhæfi til þess að fara með einstakt mál. Sá möguleiki er að baki. Þetta er fyrst og fremst mat ráðherrans sjálfs á pólitískri stöðu. Afsögn ráðherra við slíkar aðstæður þarf ekki að merkja viðurkenningu á því að hafa brugðist með einhverjum hætti. Erlendis má finna mörg dæmi um að ráðherrar víki til þess eins að létta pólitísku oki af samstarfsmönnum. Í þessum tilgangi er afsögn að hálfum hluta aftur á móti nýmæli og raunar áhugavert fordæmi. Eftir fundi í þingflokkum ríkisstjórnarinnar í vikunni er ljóst að þeim finnst að með þessu frumkvæði ráðherrans hafi verið létt það mikið á þunga málsins að þeir geti axlað hann sameiginlega. Að svo vöxnu máli sýnist ráðherrann því ætla að standa þessar hremmingar af sér.Misráðið að fjölga ráðherrum Ákvörðun innanríkisráðherra um að víkja að hálfu hefur síðan vakið hugmynd um að kljúfa ráðuneytið varanlega og stofna aftur dómsmálaráðuneyti. Fyrir margar sakir væru það óskynsamleg viðbrögð. Í fyrsta lagi er það vont fordæmi að láta tímabundna erfiðleika ráðherra ráða skipulagi stjórnarráðsins. Hvað á að gera næst þegar ráðherra lendir í hremmingum? Í öðru lagi eru dómsmálin of lítil eining til að kalla á óskipta pólitíska forystu þótt þau séu þungamiðja í stjórnkerfinu. Fyrir því er löng reynsla. Í þriðja lagi er nóg komið af hringli með skipan stjórnarráðsins. Og í fjórða lagi eru það afspyrnu vond skilaboð á þrengingartímum að fjölga ráðherrum. Á að leysa stjórnunarvanda í ríkisstofnunum með því að fjölga forstjórum? Píratar hyggjast bera fram vantraust á innanríkisráðherra. En stærri flokkarnir í stjórnarandstöðu hafa lítið látið uppi um áform sín. Ef að líkum lætur má þó reikna með að þeir vilji nýta sér alla möguleika þingskapa um fyrirspurnir, sérstakar umræður og skoðun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til þess að draga fram helstu hliðar málsins bæði lögfræðilegar og pólitískar. Vantraust er mesta þungavopn Alþingis. Verði vantraust Pírata borið undir atkvæði strax í byrjun þings og fellt þrengir það möguleika hinna stjórnarandstöðuflokkanna til að fara af stað með léttari vopn. Fari svo sem horfir hjálpar það ríkisstjórninni að stjórnarandstaðan byrjar á fallbyssuskotinu.Hver er sá seki? Ákæran hefur ekki breytt því bjargfasta áliti innanríkisráðherra að aðstoðarmaður hans sé saklaus af rökstuddum grun lögreglu og mati ákæruvaldsins um sekt. Ætla verður að ráðherrann hafi eitthvað fyrir sér í því. En hin hliðin á þessari staðfestu er sú að ráðherrann hlýtur að vera fullviss um að einhver annar starfsmaður ráðuneytisins hafi brotið af sér. Sú skylda hvílir þar af leiðandi á honum og alveg sérstaklega væntanlegum meðráðherra að vinna áfram að því að upplýsa málið á þeirri forsendu. Í því sambandi er ef til vill ástæða til að hafa í huga að í dómi Hæstaréttar, sem viðurkenndi rétt vefritsins mbl.is til að neita að svara til um heimildarmann, er sérstaklega tekið fram að ekki sé tekin afstaða til þess hvort réttlætanlegt hafi verið af vefritinu að birta persónuupplýsingarnar. Það gæti verið liður í viðleitni ráðuneytisins til að koma fram ábyrgð gagnvart réttum aðilum að láta á þá spurningu reyna fyrir dómstólum. Til að aflétta skyldu fjölmiðla til heimildarmannaleyndar þarf tvö skilyrði. Annað var uppfyllt að áliti Hæstaréttar. Hitt lýtur að mati á því hvort ríkir almannahagsmunir kalli á frávik frá meginreglunni. Ekki þótti sýnt fram á það. Af orðalagi dómsins verður þó ekki ráðið hvort beinlínis hafi reynt á þá málsástæðu að það kunni að vera ríkari almannahagsmunir að verja samband ráðherra og Alþingis en samband fjölmiðils og undirmanns ráðherra. Er hugsanlegt að traust ráðherra með lýðræðislegt umboð sé mikilvægara en trúnaður fjölmiðils og embættismanns? Færa má rök með og á móti. En ekki væri unnt að gagnrýna ef látið yrði á þessa spurningu reyna. Víst er að það væri gott fyrir ráðherra sem er sannfærður um að það myndi hreinsa aðstoðarmanninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það var einstæður atburður þegar ríkissaksóknari ákærði aðstoðarmann innanríkisráðherra fyrir leka á persónuupplýsingum. Sekt hans hefur þó ekki verið sönnuð með því. Og ekki er sjálfgefið að ákæruvaldinu takist að sýna með óyggjandi hætti fram á sekt fyrir dómi. Lögfræðilega hlið málsins er því ekki einföld. En pólitíska hliðin er þó enn flóknari. Viðbrögð innanríkisráðherra, forystumanna ríkisstjórnarinnar og leiðtoga stjórnarandstöðunnar sýna það glöggt. Eins og sakir standa má reikna með að ríkisstjórnin verði í varnarstöðu vegna þessa máls í talsverðan tíma. Innanríkisráðherra ákvað að víkja að hálfum hluta vegna þessa atburðar. Það tengist ekki reglum stjórnsýslulaga um vanhæfi til þess að fara með einstakt mál. Sá möguleiki er að baki. Þetta er fyrst og fremst mat ráðherrans sjálfs á pólitískri stöðu. Afsögn ráðherra við slíkar aðstæður þarf ekki að merkja viðurkenningu á því að hafa brugðist með einhverjum hætti. Erlendis má finna mörg dæmi um að ráðherrar víki til þess eins að létta pólitísku oki af samstarfsmönnum. Í þessum tilgangi er afsögn að hálfum hluta aftur á móti nýmæli og raunar áhugavert fordæmi. Eftir fundi í þingflokkum ríkisstjórnarinnar í vikunni er ljóst að þeim finnst að með þessu frumkvæði ráðherrans hafi verið létt það mikið á þunga málsins að þeir geti axlað hann sameiginlega. Að svo vöxnu máli sýnist ráðherrann því ætla að standa þessar hremmingar af sér.Misráðið að fjölga ráðherrum Ákvörðun innanríkisráðherra um að víkja að hálfu hefur síðan vakið hugmynd um að kljúfa ráðuneytið varanlega og stofna aftur dómsmálaráðuneyti. Fyrir margar sakir væru það óskynsamleg viðbrögð. Í fyrsta lagi er það vont fordæmi að láta tímabundna erfiðleika ráðherra ráða skipulagi stjórnarráðsins. Hvað á að gera næst þegar ráðherra lendir í hremmingum? Í öðru lagi eru dómsmálin of lítil eining til að kalla á óskipta pólitíska forystu þótt þau séu þungamiðja í stjórnkerfinu. Fyrir því er löng reynsla. Í þriðja lagi er nóg komið af hringli með skipan stjórnarráðsins. Og í fjórða lagi eru það afspyrnu vond skilaboð á þrengingartímum að fjölga ráðherrum. Á að leysa stjórnunarvanda í ríkisstofnunum með því að fjölga forstjórum? Píratar hyggjast bera fram vantraust á innanríkisráðherra. En stærri flokkarnir í stjórnarandstöðu hafa lítið látið uppi um áform sín. Ef að líkum lætur má þó reikna með að þeir vilji nýta sér alla möguleika þingskapa um fyrirspurnir, sérstakar umræður og skoðun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til þess að draga fram helstu hliðar málsins bæði lögfræðilegar og pólitískar. Vantraust er mesta þungavopn Alþingis. Verði vantraust Pírata borið undir atkvæði strax í byrjun þings og fellt þrengir það möguleika hinna stjórnarandstöðuflokkanna til að fara af stað með léttari vopn. Fari svo sem horfir hjálpar það ríkisstjórninni að stjórnarandstaðan byrjar á fallbyssuskotinu.Hver er sá seki? Ákæran hefur ekki breytt því bjargfasta áliti innanríkisráðherra að aðstoðarmaður hans sé saklaus af rökstuddum grun lögreglu og mati ákæruvaldsins um sekt. Ætla verður að ráðherrann hafi eitthvað fyrir sér í því. En hin hliðin á þessari staðfestu er sú að ráðherrann hlýtur að vera fullviss um að einhver annar starfsmaður ráðuneytisins hafi brotið af sér. Sú skylda hvílir þar af leiðandi á honum og alveg sérstaklega væntanlegum meðráðherra að vinna áfram að því að upplýsa málið á þeirri forsendu. Í því sambandi er ef til vill ástæða til að hafa í huga að í dómi Hæstaréttar, sem viðurkenndi rétt vefritsins mbl.is til að neita að svara til um heimildarmann, er sérstaklega tekið fram að ekki sé tekin afstaða til þess hvort réttlætanlegt hafi verið af vefritinu að birta persónuupplýsingarnar. Það gæti verið liður í viðleitni ráðuneytisins til að koma fram ábyrgð gagnvart réttum aðilum að láta á þá spurningu reyna fyrir dómstólum. Til að aflétta skyldu fjölmiðla til heimildarmannaleyndar þarf tvö skilyrði. Annað var uppfyllt að áliti Hæstaréttar. Hitt lýtur að mati á því hvort ríkir almannahagsmunir kalli á frávik frá meginreglunni. Ekki þótti sýnt fram á það. Af orðalagi dómsins verður þó ekki ráðið hvort beinlínis hafi reynt á þá málsástæðu að það kunni að vera ríkari almannahagsmunir að verja samband ráðherra og Alþingis en samband fjölmiðils og undirmanns ráðherra. Er hugsanlegt að traust ráðherra með lýðræðislegt umboð sé mikilvægara en trúnaður fjölmiðils og embættismanns? Færa má rök með og á móti. En ekki væri unnt að gagnrýna ef látið yrði á þessa spurningu reyna. Víst er að það væri gott fyrir ráðherra sem er sannfærður um að það myndi hreinsa aðstoðarmanninn.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun