
Þjóðarsátt um þöggun?
En auðvitað er það órjúfanlegur hluti af því að vera manneskja, að gera mistök. Við gerum öll mistök öðru hverju. Það er sárt að horfast í augu við staðreyndirnar þegar við gerum mistök. Þá er mannlegt að verja sig fyrir sársaukanum með því að fara í afneitun. Síðan er hætta á því að maður haldi áfram að vera í afneitun og lifi bara í blekkingu og lygi.
„Meint“ mistök
Þegar maður lítur um öxl blasa við ýmis „meint“ mistök. Mig langar að nefna tvö dæmi. Fagmenn hafa reiknað út að Kárahnjúkavirkjun muni aldrei skila arði. Það má því segja að skattgreiðendur verði í farsælu samstarfi við þá virkjun allan hennar líftíma. Í kaupbæti fáum við farsælt samstarf við erlenda álbræðslueigendur.
Annað dæmi er Harpan. Það er tónlistarhús sem vissulega vekur athygli. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eiga líka tónlistarhús sem hafa svipað notagildi og taka svipaðan fjölda gesta í sæti. En þeirra hús kostuðu töluvert minna en okkar. Í einhverju tilfelli u.þ.b. þrisvar sinnum minna, ef ég man rétt. Örþjóðin sem býr á kríuskeri í miðju Atlantshafinu byggði sér þrisvar sinnum dýrara tónlistarhús en milljónaþjóð í Skandinavíu. Hversu skynsamlegt er það? Það er næsta víst að íslenskir skattgreiðendur verða í farsælu samstarfi við Hörpuna, lengi lengi lengi.
Mann svimar við að hugsa um alla þessa milljarða sem skattgreiðendur virðast borga í einhvers konar hít. Samt nefndi ég bara þessi tvö dæmi. Við þetta mætti t.d. bæta hinu farsæla samstarfi lántakenda við verðtryggða íslenska krónu, svo ekki sé minnst á hið farsæla samstarf landans við nokkra útrásarvíkinga hér um árið.
Undanfarið hefur verið töluverð umræða í þjóðfélaginu um nokkur umdeild mál, t.d. lekamálið úr innanríkisráðuneytinu og MP-banka málið og Al-Thani-málið. Orð eins og óheiðarleiki, yfirhylming, lygi, fúsk og þöggun heyrast oft nefnd. Sýnist sitt hverjum. Er einhver að reyna að þagga niður eitthvað? Ég ætla ekki nánar út í það að sinni.
Ég byrjaði þennan pistil á því að nefna Mýflugsmálið og ég ætla að enda á því að nefna eitt SÁÁ-mál. Veit almenningur sannleikann um SÁÁ? Getur verið að þau samtök sólundi almannafé í skjóli þöggunar? Þeim sem vilja kynna sér það nánar vil ég benda á litla bók sem ég gaf út núna fyrir jólin og heitir: „Lítið spjallkver um brennivín og fleira“.
Skoðun

Hugleiðingar um listamannalaun V
Þórhallur Guðmundsson skrifar

Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!!
Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar

Olíunotkun er þjóðaröryggismál
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Mokum ofan í skotgrafirnar
Teitur Atlason skrifar

Kennarastarfið óheillandi... því miður
Guðrún Kjartansdóttir skrifar

Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023
Pétur Óskarsson skrifar

Kynskiptur vinnumarkaður
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Við kjósum Magnús Karl
Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar

Harka af sér og halda áfram
Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar

Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda
Ólafur Stephensen skrifar

Gulur, rauður, blár og B+
Jón Pétur Zimsen skrifar

Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði
Karólína Helga Símonardóttir skrifar

Reykjavík er höfuðborg okkar allra
Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar

Fjárfestum í vegakerfinu
Stefán Broddi Guðjónsson skrifar

Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög
Pétur Henry Petersen skrifar

Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með?
Stefán Þorri Helgason skrifar

Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ
Almar Guðmundsson skrifar

Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning
Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar

Tilvistarkreppa leikskólakennara?
Helga Guðmundsdóttir skrifar

Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Ekki láta aðra kjósa fyrir þig
Flosi Eiríksson skrifar

Er tantra einungis um kynlíf?
Rajan Parrikar skrifar

Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn!
Erlingur Erlingsson skrifar

Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hugleiðingar um virðismat kennara
Bergur Hauksson skrifar

Hvar stendur barnið mitt í námi?
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar