Orkumál: Vantar í umræðuna? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 25. október 2013 06:00 Margar blikur eru á lofti þegar kemur að jákvæðum og neikvæðum þáttum í umræðu um sæstreng til meginlandsins. Í ágætri grein og yfirliti Fréttablaðsins um málefnið og einnig í leiðara 23. október vantar höfuðatriði: Getu orkuauðlinda til að standa bæði undir útflutningi raforku og nýtingu innanlands (að því gefnu að fjögur stóriðjuver starfi eins og nú). Reyndar yfirsést flestum þetta atriði þegar sæstrenginn ber á góma í fjölmiðlum, með sín 500-1000 MW. Staðreyndir eru einfaldar. Með núverandi tækni í jarðhitavinnslu og með nýtingu vatnsorkuvera, eru framleiddar um 17 terawattstundir með afli um það bil 2600 MW. Sennilega er unnt að bæta við, með sæmilegri skynsemi og eftir átök andstæðra sjónarmiða í orkumálum, 1500 til 2000 MW, eftir því sem skýrslur telja, enda hámarksorkuvinnsla þar sögð 30-35 TWst. Kannski minna? Nú er þess að gæta að 500-600 MW þarf til þess að mæta fólksfjölgun og hefðbundnum iðnaði og tækniþróun fram til ársins 2050. Ef til vill er talan í lægsta lagi. Ef gera á Ísland næstum sjálfbært um eldsneyti á vélar (alkóhól, lífdísill, vetni o.s.frv) þarf einhver hundruð megawött á sama tíma. Komi inn gagnaver, nýjar áætlanir um stórfellda matvælavinnslu með jarðhita, og fleira framsækið og í anda nýsköpunar, má gera ráð fyrir að á vanti mörg hundruð megawött. Hvað er þá orðið til skiptanna handa meginlandsbúum?Orkuþörf Íslendinga Rætt er um núverandi umframafl (200-300 MW) sem engum gagnast og henti í sæstreng. Skýringin er annars vegar lítil nýuppbygging í orkukrefjandi iðnaði vegna kreppunnar (nema fiskimjölsverksmiðjur sem búið er að rafvæða að mestu) og sú staðreynd að orkuver á austanverðu landinu eru afar illa tengd orkuverum á sunnan- og suðvestanverðu landinu. Gildir einu hvort menn tali með eða á móti nýjum virkjunum, málmiðjuverum og stækkun þeirra gömlu. Auðvitað verður að ræða á upplýstan hátt um sæstreng í þessu ljósi. Orkuþörf Íslendinga sjálfra næstu 30-60 árin á að vera með í myndinni. Ekki dugar að vísa til djúpborunarverkefnisins (IDDP). Útkoman þar er með öllu óljós. Um leið er kominn tími til að fara í saumana á öðrum orkuvinnsluleiðum svo sem vindorku og sjávarfallaorku. Vindorkuver sæta gagnrýni, ekki aðeins fyrir stærð og sjónmengun, heldur mun fremur fyrir að vera ekki sérlega vistvæn. Ástæðan er sú að menn hafa tekið til við að greina lífsferil plast- og málmrisanna, þ.e. kostnað og umhverfisáhrif þeirra frá „vöggu til grafar“ og með tilliti til endingartíma. Þau spil verður að leggja á borðið samhliða sjálfsögðum og áhugaverðum prófunum á Íslandi sem nú fara fram. Sennilega er tíföld sú orka fólgin í sjávarstraumum við Ísland sem fyrirfinnst með núverandi tækni á landi. Tilraunir með nýja, íslenska gerð hverfla til að knýja rafala á kafi í sjó eru áhugaverðar og þarfnast meiri stuðnings. Sama má segja um svokallaðar varmadælur sem henta stökum byggingum víða um land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Margar blikur eru á lofti þegar kemur að jákvæðum og neikvæðum þáttum í umræðu um sæstreng til meginlandsins. Í ágætri grein og yfirliti Fréttablaðsins um málefnið og einnig í leiðara 23. október vantar höfuðatriði: Getu orkuauðlinda til að standa bæði undir útflutningi raforku og nýtingu innanlands (að því gefnu að fjögur stóriðjuver starfi eins og nú). Reyndar yfirsést flestum þetta atriði þegar sæstrenginn ber á góma í fjölmiðlum, með sín 500-1000 MW. Staðreyndir eru einfaldar. Með núverandi tækni í jarðhitavinnslu og með nýtingu vatnsorkuvera, eru framleiddar um 17 terawattstundir með afli um það bil 2600 MW. Sennilega er unnt að bæta við, með sæmilegri skynsemi og eftir átök andstæðra sjónarmiða í orkumálum, 1500 til 2000 MW, eftir því sem skýrslur telja, enda hámarksorkuvinnsla þar sögð 30-35 TWst. Kannski minna? Nú er þess að gæta að 500-600 MW þarf til þess að mæta fólksfjölgun og hefðbundnum iðnaði og tækniþróun fram til ársins 2050. Ef til vill er talan í lægsta lagi. Ef gera á Ísland næstum sjálfbært um eldsneyti á vélar (alkóhól, lífdísill, vetni o.s.frv) þarf einhver hundruð megawött á sama tíma. Komi inn gagnaver, nýjar áætlanir um stórfellda matvælavinnslu með jarðhita, og fleira framsækið og í anda nýsköpunar, má gera ráð fyrir að á vanti mörg hundruð megawött. Hvað er þá orðið til skiptanna handa meginlandsbúum?Orkuþörf Íslendinga Rætt er um núverandi umframafl (200-300 MW) sem engum gagnast og henti í sæstreng. Skýringin er annars vegar lítil nýuppbygging í orkukrefjandi iðnaði vegna kreppunnar (nema fiskimjölsverksmiðjur sem búið er að rafvæða að mestu) og sú staðreynd að orkuver á austanverðu landinu eru afar illa tengd orkuverum á sunnan- og suðvestanverðu landinu. Gildir einu hvort menn tali með eða á móti nýjum virkjunum, málmiðjuverum og stækkun þeirra gömlu. Auðvitað verður að ræða á upplýstan hátt um sæstreng í þessu ljósi. Orkuþörf Íslendinga sjálfra næstu 30-60 árin á að vera með í myndinni. Ekki dugar að vísa til djúpborunarverkefnisins (IDDP). Útkoman þar er með öllu óljós. Um leið er kominn tími til að fara í saumana á öðrum orkuvinnsluleiðum svo sem vindorku og sjávarfallaorku. Vindorkuver sæta gagnrýni, ekki aðeins fyrir stærð og sjónmengun, heldur mun fremur fyrir að vera ekki sérlega vistvæn. Ástæðan er sú að menn hafa tekið til við að greina lífsferil plast- og málmrisanna, þ.e. kostnað og umhverfisáhrif þeirra frá „vöggu til grafar“ og með tilliti til endingartíma. Þau spil verður að leggja á borðið samhliða sjálfsögðum og áhugaverðum prófunum á Íslandi sem nú fara fram. Sennilega er tíföld sú orka fólgin í sjávarstraumum við Ísland sem fyrirfinnst með núverandi tækni á landi. Tilraunir með nýja, íslenska gerð hverfla til að knýja rafala á kafi í sjó eru áhugaverðar og þarfnast meiri stuðnings. Sama má segja um svokallaðar varmadælur sem henta stökum byggingum víða um land.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun