Eldfjallagarður er samstarfsverkefni 20. nóvember 2009 06:00 Hugmyndir um eldfjallagarð á Reykjanesskaga hafa verið alllengi á kreiki. Fyrir meira en áratug vann ég greinargerð fyrir Hafnarfjarðarbæ um safn til sögu eldvirkni og um eldfjallagarð tengdan því. Með eldfjallagarði er átt við mörg samstengd svæði eða staði þar sem áhugafólk getur fræðst með einhverjum hætti (skilti, prentefni, hljóðrænar upplýsingar osfrv.) um sögu eldgosa, eldstöðvar, gosmyndanir og jarðskorpuhreyfingar. Milli staða geta menn ýmist ekið, hjólað eða gengið, allt eftir stað, vegalengd og áhuga. Sýningar eða sérstök mannvirki sem varða jarðeld eða jarðhita geta verið hluti garðsins. Á Reykjanesskaga er að finna mest af því sem jarðeldur á Íslandi hefur skapað en þó ekki stóru, þroskuðu megineldstöðvarnar, eldkeilur og fjöll með öskju. Hengill er samt þar í ætt sem ung megineldstöð. Gestir geta skoðað allan garðinn eða aðeins hluta, eftir því hvað tími eða áhugi segir til um og hann nýtist jafnt lærðum sem leikum. Og þessi garður þarf ekki að vera sá eini á landinu. Svæði eins og Eldgjá-Lakagígar-Langisjór, Hekla-Torfajökull, Snæfellsjökull og nágrenni, land frá Hnappadal yfir í Hraunsfjörð og milli Gjástykkis og Mývatns eru líka hentug. Í sínu ítrasta formi tekur eldfjallagarður á Reykjansskaga til hans alls, þ.e. nokkurra svæða sem mynda heild og markast þau að mestu af landsvæðum og stöðum innan fjögurra eldstöðvakerfa sem liggja skáhallt inn eftir skaganum. Af sjálfu leiðir að eldfjallagarður af bestu gerð er samvinnuverkefni allra sveitarfélaga skagans. Og raunar fleiri aðila inn þeirra og utan. Gera þarf framsetninguna vel úr garði, heildstæða og náttúruvæna, og hafa viðhald í lagi sem og allan rekstur. Ég hef skrifað nokkar blaðagreinar um eldfjallagarða og enn fremur unnið lauslegar hugmyndir að Reykjaneseldfjallagarði (eða hluta hans) fyrir ýmsa aðila síðan á öldinni sem leið og því fylgst með framvindunni. Áhuginn sýnist aukast jafnt og þétt og er það vel. Hann hefur til dæmis komið fram hjá náttúruverndarsamtökum, meðal aðila í Reykjanesbæ, hjá forsvarsmönnum Grindavíkur, í Hafnarfirði og nú síðast samfara vinnu við tillögur að opnun Þríhnúkagígs en hann er í landi Kópavogs. Fyrir meira en áratug var unnið að lagningu Reykjavegar en það er um 130 kílómetra löng gönguleið, sjö daga ferð, frá Nesjavöllum, eftir endilöngum Reykjanesskaganum, að Reykjanesvita. Leiðin var stikuð og koma átti upp gistiaðstöðu (litlum skálum og tjaldstæðum) við hana. Verkið var unnið með samvinnu flestra þáverandi sveitarfélaga, frá Kjalarnesi til Garðs. Því miður tókst ekki að ljúka verkefninu með gistiaðstöðu og enginn rekstraraðili fannst. Auðvitað er verkefni sem þetta lítið miðað við gerð góðs eldfjallagarðs en það kennir þó að samvinna er möguleg. Á það er minnt með þessum pistli. Enn fremur er augljóst að samvinnan verður að taka til þess hvernig menn samþætta slíkan garð og aðra auðlindanýtingu á skaganum öllum. Höfundur er jarðeðlisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Hugmyndir um eldfjallagarð á Reykjanesskaga hafa verið alllengi á kreiki. Fyrir meira en áratug vann ég greinargerð fyrir Hafnarfjarðarbæ um safn til sögu eldvirkni og um eldfjallagarð tengdan því. Með eldfjallagarði er átt við mörg samstengd svæði eða staði þar sem áhugafólk getur fræðst með einhverjum hætti (skilti, prentefni, hljóðrænar upplýsingar osfrv.) um sögu eldgosa, eldstöðvar, gosmyndanir og jarðskorpuhreyfingar. Milli staða geta menn ýmist ekið, hjólað eða gengið, allt eftir stað, vegalengd og áhuga. Sýningar eða sérstök mannvirki sem varða jarðeld eða jarðhita geta verið hluti garðsins. Á Reykjanesskaga er að finna mest af því sem jarðeldur á Íslandi hefur skapað en þó ekki stóru, þroskuðu megineldstöðvarnar, eldkeilur og fjöll með öskju. Hengill er samt þar í ætt sem ung megineldstöð. Gestir geta skoðað allan garðinn eða aðeins hluta, eftir því hvað tími eða áhugi segir til um og hann nýtist jafnt lærðum sem leikum. Og þessi garður þarf ekki að vera sá eini á landinu. Svæði eins og Eldgjá-Lakagígar-Langisjór, Hekla-Torfajökull, Snæfellsjökull og nágrenni, land frá Hnappadal yfir í Hraunsfjörð og milli Gjástykkis og Mývatns eru líka hentug. Í sínu ítrasta formi tekur eldfjallagarður á Reykjansskaga til hans alls, þ.e. nokkurra svæða sem mynda heild og markast þau að mestu af landsvæðum og stöðum innan fjögurra eldstöðvakerfa sem liggja skáhallt inn eftir skaganum. Af sjálfu leiðir að eldfjallagarður af bestu gerð er samvinnuverkefni allra sveitarfélaga skagans. Og raunar fleiri aðila inn þeirra og utan. Gera þarf framsetninguna vel úr garði, heildstæða og náttúruvæna, og hafa viðhald í lagi sem og allan rekstur. Ég hef skrifað nokkar blaðagreinar um eldfjallagarða og enn fremur unnið lauslegar hugmyndir að Reykjaneseldfjallagarði (eða hluta hans) fyrir ýmsa aðila síðan á öldinni sem leið og því fylgst með framvindunni. Áhuginn sýnist aukast jafnt og þétt og er það vel. Hann hefur til dæmis komið fram hjá náttúruverndarsamtökum, meðal aðila í Reykjanesbæ, hjá forsvarsmönnum Grindavíkur, í Hafnarfirði og nú síðast samfara vinnu við tillögur að opnun Þríhnúkagígs en hann er í landi Kópavogs. Fyrir meira en áratug var unnið að lagningu Reykjavegar en það er um 130 kílómetra löng gönguleið, sjö daga ferð, frá Nesjavöllum, eftir endilöngum Reykjanesskaganum, að Reykjanesvita. Leiðin var stikuð og koma átti upp gistiaðstöðu (litlum skálum og tjaldstæðum) við hana. Verkið var unnið með samvinnu flestra þáverandi sveitarfélaga, frá Kjalarnesi til Garðs. Því miður tókst ekki að ljúka verkefninu með gistiaðstöðu og enginn rekstraraðili fannst. Auðvitað er verkefni sem þetta lítið miðað við gerð góðs eldfjallagarðs en það kennir þó að samvinna er möguleg. Á það er minnt með þessum pistli. Enn fremur er augljóst að samvinnan verður að taka til þess hvernig menn samþætta slíkan garð og aðra auðlindanýtingu á skaganum öllum. Höfundur er jarðeðlisfræðingur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun