Raunir ráðherrans – munaður þingmannsins Vigdís Hauksdóttir skrifar 17. júní 2009 06:00 Sinnaskipti formanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs eru afar umfangsmikil. Samfylkingin hefur sett stefnuna á Brussel, hvar Steingrímur Jóhann Sigfússon stendur í brúnni glaður og reifur, og að því virðist áttavilltur - þvert á það sem hann ræddi um fyrir kosningar. Nú hefur hann tekið kollsteypu í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni. Hann er aumkunarverður, formaðurinn og fjármálaráðherrann sem nú þarf að éta ofan í sig allt sem formaðurinn og þingmaðurinn sagði fyrir nokkrum mánuðum. Lítum á nokkur dæmi: Um miðjan nóvember segir þingmaðurinn í ræðusal Alþingis: „Ég er með álit og greinargerðir a.m.k. fjögurra eða fimm lögfræðinga í höndunum sem draga mjög í efa að ábyrgðir okkar séu umfram þau lög og þann innlánstryggingasjóð sem við höfum stofnað á grundvelli tilskipana frá Evrópusambandinu." Um þetta er það að segja, að ráðherrann Steingrímur J. kannast nú ekki við að lagagrundvöllur hafi verið fyrir því að láta reyna á lögmæti krafna Breta og Hollendinga. Samt hafði hann í höndunum álit og greinargerðir allt að fimm lögfræðinga. Hentir þú þessum gögnum, Steingrímur? Og hvaða nafni á að kalla samninga sem Steingrímur Jóhann hefur nú undirritað? Réttast að hann svari því sjálfur - þetta sagði hann á Alþingi þann 5. desember: „Það eru nauðungargerningar. Það eru væntanlega riftanlegir, ógildanlegir nauðungargerningar sem gerðir eru við aðstæður af þessu tagi og er þekkt fyrirbæri, bæði í landsrétti og þjóðarétti, að samningar sem gerðir eru þar sem annar aðilinn er settur í slíkar aðstæður halda ekki eða þurfa ekki að standa vegna þess að það er ekki þannig sem siðað fólk semur, að annar aðilinn sé með byssu í hnakkanum eða eitthvað viðlíka í formi hótana um efnahagsþvinganir o.s.frv." Manni verður á að hugsa - hvers hnakki var það að lokum - sem hlaupið beindist að, ef ekki hnakki fjármálaráðherrans? Þá lyppaðist hann niður eins og norðlenskur smalahundur, barinn fyrir að hlaupa geltandi í féð. Það er huggun harmi gegn, að svona samningar, sem ráðherrann Steingrímur J. undirritaði, hafa víst enga lagastoð, að mati þingmannsins, Steingríms. Þegar óskað var eftir stuðningi við samning um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu, á Alþingi 5. desember, sagði þingmaðurinn títtnefndi að það væri verið að „…óska eftir pólitískum stuðningi við ömurlega uppgjöf í þessu illvíga máli". Hann vildi þá fyrir „…hönd okkar þingmanna Vinstri grænna lýsa því yfir að við lítum á þetta sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning og áskiljum okkur allan rétt í framhaldinu hvað það varðar". Nú getur fjármálaráðherra áskilið sér allan þann rétt sem hann kærir sig um þar sem hann er loks í stöðu til þess að standa við stóru orðin. Ekki trúi ég því að hann veðsetji íslensku þjóðina fyrir tæplega 700 milljarða, auk vaxta, á 65 ára sjálfstæðisafmæli lýðveldisins þann 17. júní næstkomandi, til erlendra auðlindasækinna kúgara? Talandi um að einhverjir kollsteypi sér í gröfinni! Verður það ráðherra Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sem ríður á vaðið og heggur fyrsta skarðið í fullveldi þjóðarinnar með þessum gjörningi - hverjum gat dottið það í hug fyrir kosningar? Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Sinnaskipti formanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs eru afar umfangsmikil. Samfylkingin hefur sett stefnuna á Brussel, hvar Steingrímur Jóhann Sigfússon stendur í brúnni glaður og reifur, og að því virðist áttavilltur - þvert á það sem hann ræddi um fyrir kosningar. Nú hefur hann tekið kollsteypu í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni. Hann er aumkunarverður, formaðurinn og fjármálaráðherrann sem nú þarf að éta ofan í sig allt sem formaðurinn og þingmaðurinn sagði fyrir nokkrum mánuðum. Lítum á nokkur dæmi: Um miðjan nóvember segir þingmaðurinn í ræðusal Alþingis: „Ég er með álit og greinargerðir a.m.k. fjögurra eða fimm lögfræðinga í höndunum sem draga mjög í efa að ábyrgðir okkar séu umfram þau lög og þann innlánstryggingasjóð sem við höfum stofnað á grundvelli tilskipana frá Evrópusambandinu." Um þetta er það að segja, að ráðherrann Steingrímur J. kannast nú ekki við að lagagrundvöllur hafi verið fyrir því að láta reyna á lögmæti krafna Breta og Hollendinga. Samt hafði hann í höndunum álit og greinargerðir allt að fimm lögfræðinga. Hentir þú þessum gögnum, Steingrímur? Og hvaða nafni á að kalla samninga sem Steingrímur Jóhann hefur nú undirritað? Réttast að hann svari því sjálfur - þetta sagði hann á Alþingi þann 5. desember: „Það eru nauðungargerningar. Það eru væntanlega riftanlegir, ógildanlegir nauðungargerningar sem gerðir eru við aðstæður af þessu tagi og er þekkt fyrirbæri, bæði í landsrétti og þjóðarétti, að samningar sem gerðir eru þar sem annar aðilinn er settur í slíkar aðstæður halda ekki eða þurfa ekki að standa vegna þess að það er ekki þannig sem siðað fólk semur, að annar aðilinn sé með byssu í hnakkanum eða eitthvað viðlíka í formi hótana um efnahagsþvinganir o.s.frv." Manni verður á að hugsa - hvers hnakki var það að lokum - sem hlaupið beindist að, ef ekki hnakki fjármálaráðherrans? Þá lyppaðist hann niður eins og norðlenskur smalahundur, barinn fyrir að hlaupa geltandi í féð. Það er huggun harmi gegn, að svona samningar, sem ráðherrann Steingrímur J. undirritaði, hafa víst enga lagastoð, að mati þingmannsins, Steingríms. Þegar óskað var eftir stuðningi við samning um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu, á Alþingi 5. desember, sagði þingmaðurinn títtnefndi að það væri verið að „…óska eftir pólitískum stuðningi við ömurlega uppgjöf í þessu illvíga máli". Hann vildi þá fyrir „…hönd okkar þingmanna Vinstri grænna lýsa því yfir að við lítum á þetta sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning og áskiljum okkur allan rétt í framhaldinu hvað það varðar". Nú getur fjármálaráðherra áskilið sér allan þann rétt sem hann kærir sig um þar sem hann er loks í stöðu til þess að standa við stóru orðin. Ekki trúi ég því að hann veðsetji íslensku þjóðina fyrir tæplega 700 milljarða, auk vaxta, á 65 ára sjálfstæðisafmæli lýðveldisins þann 17. júní næstkomandi, til erlendra auðlindasækinna kúgara? Talandi um að einhverjir kollsteypi sér í gröfinni! Verður það ráðherra Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sem ríður á vaðið og heggur fyrsta skarðið í fullveldi þjóðarinnar með þessum gjörningi - hverjum gat dottið það í hug fyrir kosningar? Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun