Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar 5. september 2025 12:01 Íslenska ríkið er að útiloka íslenska framleiðendur frá eigin markaði á hæpnum forsendum svo ekki sé fastar að orði kveðið og um það fjallaði Kastljós 2. september sl. HúsheildHyrna ehf framleiðir á Norðurlandi gæðaglugga og hurðir í samræmi við evrópskar kröfur og reglur. Fyrirtækið vill CE-merkja vörur sínar – rétt eins og lög krefjast, til að geta tekið þátt í verkefnum þar sem slíkra merkinga er krafist. Á landinu er til einn prófunarklefi til að gæðavotta glugga. Niðurstöður sem þaðan koma eru ekki viðurkenndar af stjórnkerfinu þótt klefinn og mælingar standist allan samanburð og vörur HúsheildarHyrnu staðist allar prófanir og langt umfram þess sem krafist er. Þeir geta því ekki auglýsvörur sínar án þess að brjóta lög. Ríkisstofnanir neita að nota vöruna af því hún hefur ekki CE stimpil. Stimpilinn vantar á vöruna en ekki vegna þess að varan uppfylli ekki kröfur, heldur af því að ríkið býður enga vottun, enga prófun, enga lausn til að hægt sé að uppfylla kröfur sama ríkisvalds. Á meðan geta samkeppnisaðilar erlendis frá flutt flutt inn vörur með CE-merki en enginn getur í raun staðfest gæði þess sem flutt er inn því sú vara er ekki prófuð hér á landi. Misserum saman hefur verið óskað eftir því að stjórnkerfið viðurkenni þessar mælingar eða komi sjálft upp klefa sem kerfið tekur þá mark á. Engu hefur verið svarað og á meðan geta íslenskir framleiðendur ekki keppt við innflutta framleiðslu. Það er í raun með ólíkindum að íslenskur iðnaður mæti slíkum afgangi hjá stjórnkerfinu og stjórnvöldum Þetta er kerfisbundin mismunun gegn íslenskum fyrirtækjum. Og hlýtur það að teljast gríðarlega alvarlegt mál. Ríkið getur ekki falið sig lengur bak við að „verið sé að vinna í málinu“. Þetta mál hefur legið á borðum stjórnvalda í langan tíma. Á þetta hefur verið bent í skýrslum, frá atvinnulífinu, og nú opinberað í ríkissjónvarpinu. Hvað meira þarf til? HúsheildHyrna ehf og framleiðslustjóri fyrirtækisins í gluggum og hurðum, Eiríkur Guðberg Guðmundsson, hefur sýnt mikla þrautseigju í málinu á undanförnum misserum. En nú virðist þolinmæði þrotin. Hversu miklum skaða ætla embættismenn á íslandi að valda íslenskri framleiðslu? Fyrirtækið óskar einskis annars en réttar síns til að starfa án hafta og skemmdarverka af hendi ríkisins. Ekki er verið að biðja um fyrirgreiðslu. Það er verið að biðla til ríkisins um að framleiðendur geti starfað eftir reglum sem ríkið sjálft innleiddi. Það er ekki of mikið að biðja um. Stjórnvöld verða að taka á þessu máli strax. Hvernig getur CE-merking verið skylda, ef engin leið er til að uppfylla hana innanlands? Hversu lengi ætla stjórnvöld að láta íslenskan iðnað blæða vegna eigin aðgerðaleysis? Ef Ísland vill kalla sig iðnríki, þá verður það að standa með eigin framleiðendum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgrímur Sigmundsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið er að útiloka íslenska framleiðendur frá eigin markaði á hæpnum forsendum svo ekki sé fastar að orði kveðið og um það fjallaði Kastljós 2. september sl. HúsheildHyrna ehf framleiðir á Norðurlandi gæðaglugga og hurðir í samræmi við evrópskar kröfur og reglur. Fyrirtækið vill CE-merkja vörur sínar – rétt eins og lög krefjast, til að geta tekið þátt í verkefnum þar sem slíkra merkinga er krafist. Á landinu er til einn prófunarklefi til að gæðavotta glugga. Niðurstöður sem þaðan koma eru ekki viðurkenndar af stjórnkerfinu þótt klefinn og mælingar standist allan samanburð og vörur HúsheildarHyrnu staðist allar prófanir og langt umfram þess sem krafist er. Þeir geta því ekki auglýsvörur sínar án þess að brjóta lög. Ríkisstofnanir neita að nota vöruna af því hún hefur ekki CE stimpil. Stimpilinn vantar á vöruna en ekki vegna þess að varan uppfylli ekki kröfur, heldur af því að ríkið býður enga vottun, enga prófun, enga lausn til að hægt sé að uppfylla kröfur sama ríkisvalds. Á meðan geta samkeppnisaðilar erlendis frá flutt flutt inn vörur með CE-merki en enginn getur í raun staðfest gæði þess sem flutt er inn því sú vara er ekki prófuð hér á landi. Misserum saman hefur verið óskað eftir því að stjórnkerfið viðurkenni þessar mælingar eða komi sjálft upp klefa sem kerfið tekur þá mark á. Engu hefur verið svarað og á meðan geta íslenskir framleiðendur ekki keppt við innflutta framleiðslu. Það er í raun með ólíkindum að íslenskur iðnaður mæti slíkum afgangi hjá stjórnkerfinu og stjórnvöldum Þetta er kerfisbundin mismunun gegn íslenskum fyrirtækjum. Og hlýtur það að teljast gríðarlega alvarlegt mál. Ríkið getur ekki falið sig lengur bak við að „verið sé að vinna í málinu“. Þetta mál hefur legið á borðum stjórnvalda í langan tíma. Á þetta hefur verið bent í skýrslum, frá atvinnulífinu, og nú opinberað í ríkissjónvarpinu. Hvað meira þarf til? HúsheildHyrna ehf og framleiðslustjóri fyrirtækisins í gluggum og hurðum, Eiríkur Guðberg Guðmundsson, hefur sýnt mikla þrautseigju í málinu á undanförnum misserum. En nú virðist þolinmæði þrotin. Hversu miklum skaða ætla embættismenn á íslandi að valda íslenskri framleiðslu? Fyrirtækið óskar einskis annars en réttar síns til að starfa án hafta og skemmdarverka af hendi ríkisins. Ekki er verið að biðja um fyrirgreiðslu. Það er verið að biðla til ríkisins um að framleiðendur geti starfað eftir reglum sem ríkið sjálft innleiddi. Það er ekki of mikið að biðja um. Stjórnvöld verða að taka á þessu máli strax. Hvernig getur CE-merking verið skylda, ef engin leið er til að uppfylla hana innanlands? Hversu lengi ætla stjórnvöld að láta íslenskan iðnað blæða vegna eigin aðgerðaleysis? Ef Ísland vill kalla sig iðnríki, þá verður það að standa með eigin framleiðendum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar