Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar 5. september 2025 10:31 Við búum á bestu tímum. Við búum betur í dag en kóngar og keisarar bjuggu við í gegnum aldirnar. Forfeður og formæður okkar hefðu ekki getað ímyndað sér þær aðstæður sem við búum við. Upphituð hús, rafmagn sem knýr alls kyns munað og jarðarber allt árið um kring. Ekki eru liðnar margar kynslóðir síðan hungur, barnadauði og dauði af barnsförum voru hluti af daglegum veruleika okkar. Vissulega eru lífsgæði betri í sumum löndum en öðrum. Þar erum við, sem búum á Íslandi, sérstaklega lánsöm. Við búum í samfélagi tækifæra og lífsgæða. Þrátt fyrir það þá birtast okkur reiði, hræðsla og hatur, sem eru í hróplegri mótsögn við þann veruleika sem við búum við. Við sjáum þróun í löndum í kringum okkur þar sem fólk leitar í ,,sterka” leiðtoga sem boða einföld svör og afturhvarf til fyrri tíma sem aldrei voru til. Hegðun sem á sér hliðstæðu á tímum kreppu, ófriðar og hungursneyða. Samfélag byggir ekki á einföldum lausnum og „sterkir“ leiðtogar hafa sögulega reynst illa. Hvers vegna birtist hóphegðun okkur á tímum fordæmalausra lífsgæða? Er það vegna samfélagsbreytinga eða vegna þess að einhver er með aðra kynvitund eða kynhneigð? Varla. Um einn af hverjum fimm á vinnumarkaði er af erlendum uppruna og mikilvægur hluti hagkerfisins og samfélagsins. Kynhneigð og kynvitund einstaklinga hafa engin áhrif á daglegt líf annara. Það er rökrétt, en tilfinningar segja svo aðra sögu. Ef við búum á bestu tímum, hvers vegna upplifa margir sig á síðustu og verstu tímum? Á samfélagsmiðlum birtist stöðug umræða um hvernig allt sé að fara til fjandans, hitt og þetta sé rót vandans og fólk leitast eftir því að verða reitt og finna skotspón reiði sinnar. Í því samhengi er enginn alveg saklaus. Fólk sem telur sig málsvara umburðalyndis og jákvæðni ræðst með heift á mann sem er því ósammála. Gagnrýnir mann fyrir umræðu, með sambærilegri umræðu en þykist á sama tíma vera betra. Í vikunni sýndi RÚV þátt um hatur og það sló mig að til sé hópur fólks sem sendir öðru fólki ógeðfelld skilaboð um að réttast væri að ráðast á það, nauðga og drepa. Aftur leika samfélagsmiðlar stórt hlutverk. Reitt fólk hefur tækifæri til að nálgast annað fólk bak við lyklaborð í skjóli heimilisins og fá útrás fyrir reiði sína með orðalagi sem er engum sæmandi og hefur þann eina tilgang að særa og hræða. Þar liggur hundurinn grafinn. Samfélagsmiðlar eru orðnir veigamikill hluti af lífi okkar og kynda undir skautun. Þeir sem eru ekki sammála verða óvinir. Samfélagsmiðlar hafa hag af þessu fyrirkomulagi. Miklu máli skiptir að halda fólki í greipum miðilsins. Vel má hagnast á því að ýta undir reiði og móðgunartilfinningu og skapa vettvang fyrir tilfinningarlega útrás. Hugsum um þetta í augnablik áður en við missum okkur í reiði eða látum undan þörf fyrir að móðgast. Við leyfum stórfyrirtækjum að stýra hegðun okkar og græða á henni. Reynum að forðast það að falla í þessa gildru. Við búum á bestu tímum mannkynssögunar en það er ekki sá sem gagnast samfélagsmiðlar halda á lofti. Verum meðvituð um það. Vörumst allt það sem elur á reiði og fordómum. Samfélag er flókið og umburðarlyndi er farsælast til að skapa gott samfélag. Njótum þess að búa á bestu tímum og eyðum ekki orku og athygli í reiði, hatur og skautun. Höfundur er fjölskyldufaðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum á bestu tímum. Við búum betur í dag en kóngar og keisarar bjuggu við í gegnum aldirnar. Forfeður og formæður okkar hefðu ekki getað ímyndað sér þær aðstæður sem við búum við. Upphituð hús, rafmagn sem knýr alls kyns munað og jarðarber allt árið um kring. Ekki eru liðnar margar kynslóðir síðan hungur, barnadauði og dauði af barnsförum voru hluti af daglegum veruleika okkar. Vissulega eru lífsgæði betri í sumum löndum en öðrum. Þar erum við, sem búum á Íslandi, sérstaklega lánsöm. Við búum í samfélagi tækifæra og lífsgæða. Þrátt fyrir það þá birtast okkur reiði, hræðsla og hatur, sem eru í hróplegri mótsögn við þann veruleika sem við búum við. Við sjáum þróun í löndum í kringum okkur þar sem fólk leitar í ,,sterka” leiðtoga sem boða einföld svör og afturhvarf til fyrri tíma sem aldrei voru til. Hegðun sem á sér hliðstæðu á tímum kreppu, ófriðar og hungursneyða. Samfélag byggir ekki á einföldum lausnum og „sterkir“ leiðtogar hafa sögulega reynst illa. Hvers vegna birtist hóphegðun okkur á tímum fordæmalausra lífsgæða? Er það vegna samfélagsbreytinga eða vegna þess að einhver er með aðra kynvitund eða kynhneigð? Varla. Um einn af hverjum fimm á vinnumarkaði er af erlendum uppruna og mikilvægur hluti hagkerfisins og samfélagsins. Kynhneigð og kynvitund einstaklinga hafa engin áhrif á daglegt líf annara. Það er rökrétt, en tilfinningar segja svo aðra sögu. Ef við búum á bestu tímum, hvers vegna upplifa margir sig á síðustu og verstu tímum? Á samfélagsmiðlum birtist stöðug umræða um hvernig allt sé að fara til fjandans, hitt og þetta sé rót vandans og fólk leitast eftir því að verða reitt og finna skotspón reiði sinnar. Í því samhengi er enginn alveg saklaus. Fólk sem telur sig málsvara umburðalyndis og jákvæðni ræðst með heift á mann sem er því ósammála. Gagnrýnir mann fyrir umræðu, með sambærilegri umræðu en þykist á sama tíma vera betra. Í vikunni sýndi RÚV þátt um hatur og það sló mig að til sé hópur fólks sem sendir öðru fólki ógeðfelld skilaboð um að réttast væri að ráðast á það, nauðga og drepa. Aftur leika samfélagsmiðlar stórt hlutverk. Reitt fólk hefur tækifæri til að nálgast annað fólk bak við lyklaborð í skjóli heimilisins og fá útrás fyrir reiði sína með orðalagi sem er engum sæmandi og hefur þann eina tilgang að særa og hræða. Þar liggur hundurinn grafinn. Samfélagsmiðlar eru orðnir veigamikill hluti af lífi okkar og kynda undir skautun. Þeir sem eru ekki sammála verða óvinir. Samfélagsmiðlar hafa hag af þessu fyrirkomulagi. Miklu máli skiptir að halda fólki í greipum miðilsins. Vel má hagnast á því að ýta undir reiði og móðgunartilfinningu og skapa vettvang fyrir tilfinningarlega útrás. Hugsum um þetta í augnablik áður en við missum okkur í reiði eða látum undan þörf fyrir að móðgast. Við leyfum stórfyrirtækjum að stýra hegðun okkar og græða á henni. Reynum að forðast það að falla í þessa gildru. Við búum á bestu tímum mannkynssögunar en það er ekki sá sem gagnast samfélagsmiðlar halda á lofti. Verum meðvituð um það. Vörumst allt það sem elur á reiði og fordómum. Samfélag er flókið og umburðarlyndi er farsælast til að skapa gott samfélag. Njótum þess að búa á bestu tímum og eyðum ekki orku og athygli í reiði, hatur og skautun. Höfundur er fjölskyldufaðir.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar