Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar 5. september 2025 10:31 Við búum á bestu tímum. Við búum betur í dag en kóngar og keisarar bjuggu við í gegnum aldirnar. Forfeður og formæður okkar hefðu ekki getað ímyndað sér þær aðstæður sem við búum við. Upphituð hús, rafmagn sem knýr alls kyns munað og jarðarber allt árið um kring. Ekki eru liðnar margar kynslóðir síðan hungur, barnadauði og dauði af barnsförum voru hluti af daglegum veruleika okkar. Vissulega eru lífsgæði betri í sumum löndum en öðrum. Þar erum við, sem búum á Íslandi, sérstaklega lánsöm. Við búum í samfélagi tækifæra og lífsgæða. Þrátt fyrir það þá birtast okkur reiði, hræðsla og hatur, sem eru í hróplegri mótsögn við þann veruleika sem við búum við. Við sjáum þróun í löndum í kringum okkur þar sem fólk leitar í ,,sterka” leiðtoga sem boða einföld svör og afturhvarf til fyrri tíma sem aldrei voru til. Hegðun sem á sér hliðstæðu á tímum kreppu, ófriðar og hungursneyða. Samfélag byggir ekki á einföldum lausnum og „sterkir“ leiðtogar hafa sögulega reynst illa. Hvers vegna birtist hóphegðun okkur á tímum fordæmalausra lífsgæða? Er það vegna samfélagsbreytinga eða vegna þess að einhver er með aðra kynvitund eða kynhneigð? Varla. Um einn af hverjum fimm á vinnumarkaði er af erlendum uppruna og mikilvægur hluti hagkerfisins og samfélagsins. Kynhneigð og kynvitund einstaklinga hafa engin áhrif á daglegt líf annara. Það er rökrétt, en tilfinningar segja svo aðra sögu. Ef við búum á bestu tímum, hvers vegna upplifa margir sig á síðustu og verstu tímum? Á samfélagsmiðlum birtist stöðug umræða um hvernig allt sé að fara til fjandans, hitt og þetta sé rót vandans og fólk leitast eftir því að verða reitt og finna skotspón reiði sinnar. Í því samhengi er enginn alveg saklaus. Fólk sem telur sig málsvara umburðalyndis og jákvæðni ræðst með heift á mann sem er því ósammála. Gagnrýnir mann fyrir umræðu, með sambærilegri umræðu en þykist á sama tíma vera betra. Í vikunni sýndi RÚV þátt um hatur og það sló mig að til sé hópur fólks sem sendir öðru fólki ógeðfelld skilaboð um að réttast væri að ráðast á það, nauðga og drepa. Aftur leika samfélagsmiðlar stórt hlutverk. Reitt fólk hefur tækifæri til að nálgast annað fólk bak við lyklaborð í skjóli heimilisins og fá útrás fyrir reiði sína með orðalagi sem er engum sæmandi og hefur þann eina tilgang að særa og hræða. Þar liggur hundurinn grafinn. Samfélagsmiðlar eru orðnir veigamikill hluti af lífi okkar og kynda undir skautun. Þeir sem eru ekki sammála verða óvinir. Samfélagsmiðlar hafa hag af þessu fyrirkomulagi. Miklu máli skiptir að halda fólki í greipum miðilsins. Vel má hagnast á því að ýta undir reiði og móðgunartilfinningu og skapa vettvang fyrir tilfinningarlega útrás. Hugsum um þetta í augnablik áður en við missum okkur í reiði eða látum undan þörf fyrir að móðgast. Við leyfum stórfyrirtækjum að stýra hegðun okkar og græða á henni. Reynum að forðast það að falla í þessa gildru. Við búum á bestu tímum mannkynssögunar en það er ekki sá sem gagnast samfélagsmiðlar halda á lofti. Verum meðvituð um það. Vörumst allt það sem elur á reiði og fordómum. Samfélag er flókið og umburðarlyndi er farsælast til að skapa gott samfélag. Njótum þess að búa á bestu tímum og eyðum ekki orku og athygli í reiði, hatur og skautun. Höfundur er fjölskyldufaðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum á bestu tímum. Við búum betur í dag en kóngar og keisarar bjuggu við í gegnum aldirnar. Forfeður og formæður okkar hefðu ekki getað ímyndað sér þær aðstæður sem við búum við. Upphituð hús, rafmagn sem knýr alls kyns munað og jarðarber allt árið um kring. Ekki eru liðnar margar kynslóðir síðan hungur, barnadauði og dauði af barnsförum voru hluti af daglegum veruleika okkar. Vissulega eru lífsgæði betri í sumum löndum en öðrum. Þar erum við, sem búum á Íslandi, sérstaklega lánsöm. Við búum í samfélagi tækifæra og lífsgæða. Þrátt fyrir það þá birtast okkur reiði, hræðsla og hatur, sem eru í hróplegri mótsögn við þann veruleika sem við búum við. Við sjáum þróun í löndum í kringum okkur þar sem fólk leitar í ,,sterka” leiðtoga sem boða einföld svör og afturhvarf til fyrri tíma sem aldrei voru til. Hegðun sem á sér hliðstæðu á tímum kreppu, ófriðar og hungursneyða. Samfélag byggir ekki á einföldum lausnum og „sterkir“ leiðtogar hafa sögulega reynst illa. Hvers vegna birtist hóphegðun okkur á tímum fordæmalausra lífsgæða? Er það vegna samfélagsbreytinga eða vegna þess að einhver er með aðra kynvitund eða kynhneigð? Varla. Um einn af hverjum fimm á vinnumarkaði er af erlendum uppruna og mikilvægur hluti hagkerfisins og samfélagsins. Kynhneigð og kynvitund einstaklinga hafa engin áhrif á daglegt líf annara. Það er rökrétt, en tilfinningar segja svo aðra sögu. Ef við búum á bestu tímum, hvers vegna upplifa margir sig á síðustu og verstu tímum? Á samfélagsmiðlum birtist stöðug umræða um hvernig allt sé að fara til fjandans, hitt og þetta sé rót vandans og fólk leitast eftir því að verða reitt og finna skotspón reiði sinnar. Í því samhengi er enginn alveg saklaus. Fólk sem telur sig málsvara umburðalyndis og jákvæðni ræðst með heift á mann sem er því ósammála. Gagnrýnir mann fyrir umræðu, með sambærilegri umræðu en þykist á sama tíma vera betra. Í vikunni sýndi RÚV þátt um hatur og það sló mig að til sé hópur fólks sem sendir öðru fólki ógeðfelld skilaboð um að réttast væri að ráðast á það, nauðga og drepa. Aftur leika samfélagsmiðlar stórt hlutverk. Reitt fólk hefur tækifæri til að nálgast annað fólk bak við lyklaborð í skjóli heimilisins og fá útrás fyrir reiði sína með orðalagi sem er engum sæmandi og hefur þann eina tilgang að særa og hræða. Þar liggur hundurinn grafinn. Samfélagsmiðlar eru orðnir veigamikill hluti af lífi okkar og kynda undir skautun. Þeir sem eru ekki sammála verða óvinir. Samfélagsmiðlar hafa hag af þessu fyrirkomulagi. Miklu máli skiptir að halda fólki í greipum miðilsins. Vel má hagnast á því að ýta undir reiði og móðgunartilfinningu og skapa vettvang fyrir tilfinningarlega útrás. Hugsum um þetta í augnablik áður en við missum okkur í reiði eða látum undan þörf fyrir að móðgast. Við leyfum stórfyrirtækjum að stýra hegðun okkar og græða á henni. Reynum að forðast það að falla í þessa gildru. Við búum á bestu tímum mannkynssögunar en það er ekki sá sem gagnast samfélagsmiðlar halda á lofti. Verum meðvituð um það. Vörumst allt það sem elur á reiði og fordómum. Samfélag er flókið og umburðarlyndi er farsælast til að skapa gott samfélag. Njótum þess að búa á bestu tímum og eyðum ekki orku og athygli í reiði, hatur og skautun. Höfundur er fjölskyldufaðir.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar