Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar 5. september 2025 14:32 Í héraðinu Pampanga á Filippseyjum er við lýði sérstök og heldur öfgafull páskahefð. Þar má sjá menn bera stóra viðarkrossa eftir fjölförnum götum. Fast á hæla þeirra fylgir fjöldi manna sem slær sig ítrekað með svipum á blóði drifinn hátt. Að göngunni lokinni eru þeir sem bera krossana krossfestir. Með þessari iðju vona þeir að Guð sjái aumur á þeim og fyrirgefi syndir þeirra. Líklega munu fæstir sjónarvottar telja þessa hegðun bera merki um skynsemi eða andlegt heilbrigði. Sjálfshýðingar af þessu tagi eru raunar þekktar allt frá miðöldum, sérstaklega meðal munka og einsetumanna. Líkamlegt eðli þessara athafna gerir skaðsemina augljósa. Í öðru samhengi, við atferli sem mætti kalla sálræna sjálfshýðingu, er skaðsemin kannski ekki jafn augljós. Um öll Vesturlönd má finna einstaklinga sem iðka sálrænar sjálfshýðingar. Þær byggja á rótgróinni og hamlandi sektarkennd sem getur litað allt líf einstaklingsins. Áður en lengra er haldið er vert að taka fram að sektarkennd getur verið eðlileg upplifun ef, og aðeins ef, einstaklingur (eða stofnun sem einstaklingurinn ber ábyrgð á) hefur raunverulega gert eitthvað á hlut einhvers. Í því tilfelli getur sektarkenndin drifið einstaklinginn áfram til að leita sátta og þannig haft jákvæð áhrif. Þessi grein fjallar ekki um þessa tegund sektarkenndar, heldur fjallar hún um fyrirbæri sem mætti kalla „samfélagslega sektarkennd“. Utanaðkomandi sektarkennd Samfélagsleg sektarkennd er viðvarandi sektarkennd vegna fyrirbæra sem einstaklingurinn ber ekki persónulega ábyrgð á. Hún er til komin vegna utanaðkomandi áhrifa, hvort sem það er frá fjölmiðlum, trúfélögum eða aðstandendum. Þeir sem reyna að höfða til sektarkenndar fólks eru fyllilega meðvitaðir um að það er auðveldara að stjórna sakbitnu fólki. Því miður virðast margir vera haldnir sektarkennd yfir hlutum sem þeir bera ekki ábyrgð á, til dæmis meðfæddri samfélagsstöðu, loftslagsbreytingum og sögulegri arfleifð. Það er athyglisvert að þetta fyrirbæri er nær eingöngu að finna á Vesturlöndum, sérstaklega hvað viðkemur sögulegri arfleifð. Hvort sem það er vegna þrælahalds, nýlendustefnu eða kynjamisréttis, reyna margir Vesturlandabúar stöðugt að friðþægja fyrir meintar syndir fortíðarinnar. Rússar, Kínverjar og Arabar, svo fá dæmi séu nefnd, hafa alveg jafn myrka sögu og Vesturlönd, fulla af þrælahaldi, nýlendustefnu og kynjamisrétti. Sektarkennd vegna sögunnar þekkist hins vegar ekki meðal þessara þjóða. Sekt og ábyrgð Á ákveðnum tímapunkti gerði ég mér grein fyrir að ég glímdi við mikla samfélagslega sektarkennd. Eftir að hafa íhugað málið vel gerði ég mér grein fyrir því að sektarkenndin var innrætt, ekki sjálfsprottin, og hafði haft skaðleg áhrif á andlega líðan mína. Staðreyndin er sú að við berum ekki ábyrgð á því hvar og hvenær við fæðumst, eða inn í hvaða þjóðfélagshóp. Það ætti að segja sig sjálft að við getum ekki borið sekt vegna einhvers sem við berum ekki ábyrgð á. Það er því algjörlega ómaklegt að leggjast í andlegar sjálfshýðingar yfir því. Sá sem býr við stöðuga sektarkennd er andlega í sárum, ekkert síður en að sá sem hefur húðstrýkt sig til blóðs er líkamlega í sárum. Trúlega gera margir sér ekki grein fyrir að þeir séu haldnir ómaklegri sektarkennd. Til að komast að því gætir þú, lesandi góður, spurt sjálfan þig áleitinna spurninga, til dæmis: „Tel ég mig persónulega ábyrgan fyrir loftslagsbreytingum?“ „Hef ég sektarkennd yfir því að búa í háþróuðum hluta heimsins?“ „Skammast ég mín fyrir sögu mína og menningu?“ Ef þú svarar einhverri þessara spurninga játandi ertu haldinn ómaklegri sektarkennd. Staðreyndin er sú að þú ættir ekki að upplifa sektarkennd yfir neinum þessara hluta. Það getur tekið tíma og fyrirhöfn en það er hægt að segja skilið við þessa tilfinningu, annað hvort á eigin spýtur eða með hjálp fagaðila. Þér mun líða betur ef það tekst. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í héraðinu Pampanga á Filippseyjum er við lýði sérstök og heldur öfgafull páskahefð. Þar má sjá menn bera stóra viðarkrossa eftir fjölförnum götum. Fast á hæla þeirra fylgir fjöldi manna sem slær sig ítrekað með svipum á blóði drifinn hátt. Að göngunni lokinni eru þeir sem bera krossana krossfestir. Með þessari iðju vona þeir að Guð sjái aumur á þeim og fyrirgefi syndir þeirra. Líklega munu fæstir sjónarvottar telja þessa hegðun bera merki um skynsemi eða andlegt heilbrigði. Sjálfshýðingar af þessu tagi eru raunar þekktar allt frá miðöldum, sérstaklega meðal munka og einsetumanna. Líkamlegt eðli þessara athafna gerir skaðsemina augljósa. Í öðru samhengi, við atferli sem mætti kalla sálræna sjálfshýðingu, er skaðsemin kannski ekki jafn augljós. Um öll Vesturlönd má finna einstaklinga sem iðka sálrænar sjálfshýðingar. Þær byggja á rótgróinni og hamlandi sektarkennd sem getur litað allt líf einstaklingsins. Áður en lengra er haldið er vert að taka fram að sektarkennd getur verið eðlileg upplifun ef, og aðeins ef, einstaklingur (eða stofnun sem einstaklingurinn ber ábyrgð á) hefur raunverulega gert eitthvað á hlut einhvers. Í því tilfelli getur sektarkenndin drifið einstaklinginn áfram til að leita sátta og þannig haft jákvæð áhrif. Þessi grein fjallar ekki um þessa tegund sektarkenndar, heldur fjallar hún um fyrirbæri sem mætti kalla „samfélagslega sektarkennd“. Utanaðkomandi sektarkennd Samfélagsleg sektarkennd er viðvarandi sektarkennd vegna fyrirbæra sem einstaklingurinn ber ekki persónulega ábyrgð á. Hún er til komin vegna utanaðkomandi áhrifa, hvort sem það er frá fjölmiðlum, trúfélögum eða aðstandendum. Þeir sem reyna að höfða til sektarkenndar fólks eru fyllilega meðvitaðir um að það er auðveldara að stjórna sakbitnu fólki. Því miður virðast margir vera haldnir sektarkennd yfir hlutum sem þeir bera ekki ábyrgð á, til dæmis meðfæddri samfélagsstöðu, loftslagsbreytingum og sögulegri arfleifð. Það er athyglisvert að þetta fyrirbæri er nær eingöngu að finna á Vesturlöndum, sérstaklega hvað viðkemur sögulegri arfleifð. Hvort sem það er vegna þrælahalds, nýlendustefnu eða kynjamisréttis, reyna margir Vesturlandabúar stöðugt að friðþægja fyrir meintar syndir fortíðarinnar. Rússar, Kínverjar og Arabar, svo fá dæmi séu nefnd, hafa alveg jafn myrka sögu og Vesturlönd, fulla af þrælahaldi, nýlendustefnu og kynjamisrétti. Sektarkennd vegna sögunnar þekkist hins vegar ekki meðal þessara þjóða. Sekt og ábyrgð Á ákveðnum tímapunkti gerði ég mér grein fyrir að ég glímdi við mikla samfélagslega sektarkennd. Eftir að hafa íhugað málið vel gerði ég mér grein fyrir því að sektarkenndin var innrætt, ekki sjálfsprottin, og hafði haft skaðleg áhrif á andlega líðan mína. Staðreyndin er sú að við berum ekki ábyrgð á því hvar og hvenær við fæðumst, eða inn í hvaða þjóðfélagshóp. Það ætti að segja sig sjálft að við getum ekki borið sekt vegna einhvers sem við berum ekki ábyrgð á. Það er því algjörlega ómaklegt að leggjast í andlegar sjálfshýðingar yfir því. Sá sem býr við stöðuga sektarkennd er andlega í sárum, ekkert síður en að sá sem hefur húðstrýkt sig til blóðs er líkamlega í sárum. Trúlega gera margir sér ekki grein fyrir að þeir séu haldnir ómaklegri sektarkennd. Til að komast að því gætir þú, lesandi góður, spurt sjálfan þig áleitinna spurninga, til dæmis: „Tel ég mig persónulega ábyrgan fyrir loftslagsbreytingum?“ „Hef ég sektarkennd yfir því að búa í háþróuðum hluta heimsins?“ „Skammast ég mín fyrir sögu mína og menningu?“ Ef þú svarar einhverri þessara spurninga játandi ertu haldinn ómaklegri sektarkennd. Staðreyndin er sú að þú ættir ekki að upplifa sektarkennd yfir neinum þessara hluta. Það getur tekið tíma og fyrirhöfn en það er hægt að segja skilið við þessa tilfinningu, annað hvort á eigin spýtur eða með hjálp fagaðila. Þér mun líða betur ef það tekst. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun