Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 5. september 2025 12:32 Á Austurlandi búa aðeins um 2,9% þjóðarinnar en niðurstöður greiningar Analytica á efnahagsumsvifum Austurlands frá árinu 2023 sýna glögglega að landshlutinn stendur undir um 23% vöruútflutningstekna Íslands. Þrátt fyrir þetta framlag hefur fjárfesting í innviðum setið á hakanum og ógnar þannig frekari verðmætasköpun. Vegir og brýr eru veikburða, fyrirtæki neyðast til að brenna olíu þrátt fyrir mikla orkuframleiðslu svæðisins og fjármunir sem skráðir eru inn á svokallað „Austursvæði“ Samgönguáætlunar renna að stærstum hluta í framkvæmdir í suðurkjördæmi. Einnig má bæta við að af 3 milljarða króna aukaframlagi í vegagerð sem afgreitt var af Alþingi síðastliðið sumar komu einungis 90 milljónir inn á Austurland. Ný Atvinnustefna í mótun Áform um nýja atvinnustefnu Íslands var kynnt á Hilton í gær. Áhersla er á að byggja undir alhliða verðmætasköpun atvinnulífssins sem mun auka jákvæðan hagvöxt Íslands. Innviðaskuldin sem Austurland glímir við ógnar hins vegar áframhaldandi verðmætasköpun svæðisins, um fjórðungi vöruútflutningstekna Íslands. Ljóst er að brýnt er að fjárfesta í Austurlandi til að tryggja núverandi vöruútflutningstekjur svæðisins og efla þær enn frekar. Hlutur Austurlands í orkuöryggi Íslands Þjóðaröryggi á heimsvísu er nú beintengt orkuöryggi. Hlutur Austurlands í að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar er stór, um 30% raforkuframleiðsla landsins sem er mikilvæg til að knýja stóran hluta verðmætasköpunar svæðisins og þá eru ótalin gríðarleg tækifæri til frekari orkuframleiðslu. Austurland er einnig laust við jarðhræringar sem gerir landshlutann sérstaklega mikilvægan í þessu samhengi. Forgangsmál Austurlands eru skýr í Svæðisskipulagi Austurlands 2022–2044 Hringtenging Austurlands með jarðgöngum til að mynda eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Fyrsti áfanginn, Fjarðarheiðargöng eru tilbúin til útboðs. Uppbygging Suðurfjarðarvegar og ný brú yfir Sléttuá til að tryggja örugga þungaflutninga. Heilsársvegur yfir Öxi sem styttir leið um 70 km. Uppbygging Egilsstaðaflugvallar sem varaflugvallar til að tryggja flugöryggi hér á landi samkvæmt Flugstefnu Íslands, sem samþykkt var á Alþingi 2020. Fjárfesting í Austurlandi með öflugri fjárfestingu í samgönguinnviðum og að Alþingi tryggi einnig sanngjarna hlutdeild tekna af orkuvinnslu getur Alþingi með auðveldum hætti tryggt að Austurland verði áfram ein af verðmætavélum landsins og samhliða tryggt orkuöryggi þjóðarinnar. Höfundur er formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Harpa Svavarsdóttir Norðausturkjördæmi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Á Austurlandi búa aðeins um 2,9% þjóðarinnar en niðurstöður greiningar Analytica á efnahagsumsvifum Austurlands frá árinu 2023 sýna glögglega að landshlutinn stendur undir um 23% vöruútflutningstekna Íslands. Þrátt fyrir þetta framlag hefur fjárfesting í innviðum setið á hakanum og ógnar þannig frekari verðmætasköpun. Vegir og brýr eru veikburða, fyrirtæki neyðast til að brenna olíu þrátt fyrir mikla orkuframleiðslu svæðisins og fjármunir sem skráðir eru inn á svokallað „Austursvæði“ Samgönguáætlunar renna að stærstum hluta í framkvæmdir í suðurkjördæmi. Einnig má bæta við að af 3 milljarða króna aukaframlagi í vegagerð sem afgreitt var af Alþingi síðastliðið sumar komu einungis 90 milljónir inn á Austurland. Ný Atvinnustefna í mótun Áform um nýja atvinnustefnu Íslands var kynnt á Hilton í gær. Áhersla er á að byggja undir alhliða verðmætasköpun atvinnulífssins sem mun auka jákvæðan hagvöxt Íslands. Innviðaskuldin sem Austurland glímir við ógnar hins vegar áframhaldandi verðmætasköpun svæðisins, um fjórðungi vöruútflutningstekna Íslands. Ljóst er að brýnt er að fjárfesta í Austurlandi til að tryggja núverandi vöruútflutningstekjur svæðisins og efla þær enn frekar. Hlutur Austurlands í orkuöryggi Íslands Þjóðaröryggi á heimsvísu er nú beintengt orkuöryggi. Hlutur Austurlands í að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar er stór, um 30% raforkuframleiðsla landsins sem er mikilvæg til að knýja stóran hluta verðmætasköpunar svæðisins og þá eru ótalin gríðarleg tækifæri til frekari orkuframleiðslu. Austurland er einnig laust við jarðhræringar sem gerir landshlutann sérstaklega mikilvægan í þessu samhengi. Forgangsmál Austurlands eru skýr í Svæðisskipulagi Austurlands 2022–2044 Hringtenging Austurlands með jarðgöngum til að mynda eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Fyrsti áfanginn, Fjarðarheiðargöng eru tilbúin til útboðs. Uppbygging Suðurfjarðarvegar og ný brú yfir Sléttuá til að tryggja örugga þungaflutninga. Heilsársvegur yfir Öxi sem styttir leið um 70 km. Uppbygging Egilsstaðaflugvallar sem varaflugvallar til að tryggja flugöryggi hér á landi samkvæmt Flugstefnu Íslands, sem samþykkt var á Alþingi 2020. Fjárfesting í Austurlandi með öflugri fjárfestingu í samgönguinnviðum og að Alþingi tryggi einnig sanngjarna hlutdeild tekna af orkuvinnslu getur Alþingi með auðveldum hætti tryggt að Austurland verði áfram ein af verðmætavélum landsins og samhliða tryggt orkuöryggi þjóðarinnar. Höfundur er formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun