Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir og Anna Lára Steindal skrifa 5. september 2025 17:31 Árið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með því skuldbundu stjórnvöld sig til að tryggja að fatlað fólk, þar á meðal börn, njóti allra mannréttinda sinna til jafns við aðra. Þar er menntun meðal lykilréttinda. Samningurinn leggur áherslu á að breyta þurfi samfélaginu og endurhugsa kerfi þess til að mæta þörfum fatlaðs fólks – ekki öfugt. Í umræðunni um skóla án aðgreiningar og inngildandi nám hefur þessi grundvallarhugsun því miður glatast. Skóli án aðgreiningar snýst ekki um það eitt að fötluð börn sæki almennan skóla. Skóli án aðgreiningar krefst þess að skólakerfið sé hannað með fjölbreytileikann í huga: að viðeigandi stuðningur sé til staðar, fagleg þekking sé tryggð, mannauður vel nýttur og að kerfið sé sveigjanlegt til að öll börn fái þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á. Skóli án aðgreiningar er ekki markmið í sjálfu sér – hér er um að ræða aðferð til að stuðla að því að öll börn njóti sambærilegra réttinda og tækifæra. Sífellt oftar má heyra þá skoðun að skóli án aðgreiningar hafi mistekist og betra sé að hverfa frá þessari stefnu. Þetta er misskilningur. Staðan er sú að innleiðingu skóla án aðgreiningar hefur ekki fylgt nógu fjármagn og einnig hefur verið lagður mismunandi skilningur í hugtakið. Þá hefur verið vöntun á skýrari leiðsögn um framkvæmdina og eftirliti og mati á árangri. Mörg dæmi er um að vel sé að málum staðið í mörgum skólum, en betur má ef duga skal. Þegar stjórnvöld og sveitarfélög ákveða að fjárfesta ekki í nauðsynlegum stuðningi, þegar kennarar fá ekki þau verkfæri sem þarf, þegar foreldrar þurfa að berjast í sífellu fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna – þá bregst samfélagið fötluðum börnum. Hér að neðan er tékklisti sem stjórnvöld og sveitarfélög geta haft að leiðarljósi til að skóli án aðgreiningar standi undir nafni: Auka skilning á hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar og inngildandi skólastarfi. Auka fjármagn til málaflokksins. Fjölga stöðugildum kennara, og fagaðila eins og þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga o.fl. Auka þverfaglega samvinnu, eins og kveðið er á um í lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Útrýma biðlistum eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir öll börn. Umboðsmaður barna sendir reglulega frá sér upplýsingar um bið eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir börn, en langir biðlistar hafa verið viðvarandi vandamál í langan tíma. Hér eru nokkur dæmi um fjölda á biðlista (uppfærðar tölur af vef Umboðsmann barna frá 3. mars. 2025) https://www.barn.is/barnasattmalinn/bid-eftir-thjonustu/upplysingar-um-bid-eftir-thjonustu-1 Geðheilsumiðstöð barna – 2093 börn á biðlista Ráðgjafa- og greiningarstöð – 644 börn á biðlista Heyrna og talmeinastöð – 132 börn á biðlista Talmeinafræðingar – 3701 börn á biðlista Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er einföld: Viljum við raunverulega samfélag þar sem öll börn fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum? Ef svarið er já, þá þurfum við að breyta skólakerfinu – jafnvel umbylta því – og setja mannréttindi og fjölbreytileika í forgrunn. Um það snýst skóla án aðgreiningar. Þetta er verkefni sem við þurfum að takast á við sem samfélag okkur öllum til heilla (og farsældar). Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, og Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með því skuldbundu stjórnvöld sig til að tryggja að fatlað fólk, þar á meðal börn, njóti allra mannréttinda sinna til jafns við aðra. Þar er menntun meðal lykilréttinda. Samningurinn leggur áherslu á að breyta þurfi samfélaginu og endurhugsa kerfi þess til að mæta þörfum fatlaðs fólks – ekki öfugt. Í umræðunni um skóla án aðgreiningar og inngildandi nám hefur þessi grundvallarhugsun því miður glatast. Skóli án aðgreiningar snýst ekki um það eitt að fötluð börn sæki almennan skóla. Skóli án aðgreiningar krefst þess að skólakerfið sé hannað með fjölbreytileikann í huga: að viðeigandi stuðningur sé til staðar, fagleg þekking sé tryggð, mannauður vel nýttur og að kerfið sé sveigjanlegt til að öll börn fái þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á. Skóli án aðgreiningar er ekki markmið í sjálfu sér – hér er um að ræða aðferð til að stuðla að því að öll börn njóti sambærilegra réttinda og tækifæra. Sífellt oftar má heyra þá skoðun að skóli án aðgreiningar hafi mistekist og betra sé að hverfa frá þessari stefnu. Þetta er misskilningur. Staðan er sú að innleiðingu skóla án aðgreiningar hefur ekki fylgt nógu fjármagn og einnig hefur verið lagður mismunandi skilningur í hugtakið. Þá hefur verið vöntun á skýrari leiðsögn um framkvæmdina og eftirliti og mati á árangri. Mörg dæmi er um að vel sé að málum staðið í mörgum skólum, en betur má ef duga skal. Þegar stjórnvöld og sveitarfélög ákveða að fjárfesta ekki í nauðsynlegum stuðningi, þegar kennarar fá ekki þau verkfæri sem þarf, þegar foreldrar þurfa að berjast í sífellu fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna – þá bregst samfélagið fötluðum börnum. Hér að neðan er tékklisti sem stjórnvöld og sveitarfélög geta haft að leiðarljósi til að skóli án aðgreiningar standi undir nafni: Auka skilning á hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar og inngildandi skólastarfi. Auka fjármagn til málaflokksins. Fjölga stöðugildum kennara, og fagaðila eins og þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga o.fl. Auka þverfaglega samvinnu, eins og kveðið er á um í lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Útrýma biðlistum eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir öll börn. Umboðsmaður barna sendir reglulega frá sér upplýsingar um bið eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir börn, en langir biðlistar hafa verið viðvarandi vandamál í langan tíma. Hér eru nokkur dæmi um fjölda á biðlista (uppfærðar tölur af vef Umboðsmann barna frá 3. mars. 2025) https://www.barn.is/barnasattmalinn/bid-eftir-thjonustu/upplysingar-um-bid-eftir-thjonustu-1 Geðheilsumiðstöð barna – 2093 börn á biðlista Ráðgjafa- og greiningarstöð – 644 börn á biðlista Heyrna og talmeinastöð – 132 börn á biðlista Talmeinafræðingar – 3701 börn á biðlista Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er einföld: Viljum við raunverulega samfélag þar sem öll börn fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum? Ef svarið er já, þá þurfum við að breyta skólakerfinu – jafnvel umbylta því – og setja mannréttindi og fjölbreytileika í forgrunn. Um það snýst skóla án aðgreiningar. Þetta er verkefni sem við þurfum að takast á við sem samfélag okkur öllum til heilla (og farsældar). Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, og Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun