Sótt að bloggurum Þórlindur Kjartansson skrifar 30. mars 2005 00:01 Bloggarar í Bandaríkjunum hafa á síðustu vikum staðið í háværum mótmælum vegna tillagna sem takmarkað geta óhefta útgáfu skoðana á netinu. Stofnunin, sem sér um að lögum um kosningar og starfsem stjórnmálaflokka sé framfylgt (Federal Elections Committee) hefur unnið að nýjum tillögum þar sem reynt er að horfast í augu við þann veruleika að fjölmiðlun hefur tekið stakkaskiptum með tilkomu internetsins. Lög um kosningar í Bandaríkjunum eru flókin og reglur um fjárframlög og pólitískar auglýsingar eru umfangsmiklar. Þar þarf að gefa upp nánast hverja krónu sem látin er af hendi til stjórnmálaflokka eða í kosningabaráttur og ákveðin hámörk eru í gildi varðandi hversu miklu má eyða í kosningum og hvenrig verja megi þeim fjármunum sem frambjóðendur þiggja frá hinu opinbera í kosningabaráttunni. Kosningarnar í Bandaríkjunum síðasta haust voru hinar fyrstu þar sem netið og sérstaklega bloggsíður eru talin hafa skipt raunverulegu máli. Þessi staðreynd, auk þess að Demókratar telja að bloggheimurinn hafi í heild verið þeim óvilhallur, varð til þess að FEC skoðaði sérstaklega netið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri annað hægt en að setja einhvers konar reglur. Þegar fyrstu drög þessara reglna litu dagsins ljós varð uppi fótur og fit enda ljóst að embættismennirnir höfðu annað hvort í hyggju að reyna að kæfa málfrelsi á netinu eða bjuggu yfir stórkostlegri vanþekkingu á eðli netsins. Tillögurnar fólu meðal í sér að opinbert eftirlit yrði haft með vefsíðum sem taldar eru styðja við tiltekna frambjóðendur eða birta umfjöllun vilhalla stjórnmálamönnum eða stjórnmálaflokkum. Reglurnar ná aðeins til þeirra sem reka síður þar sem menn fá greitt fyrir skrif sín, birta auglýsingar á vefjum sínum eða reka vefsíður í samvinnu við aðra. Þetta er þó ekki skýrt orðað í upprunalegum tillögum og því má auðveldlega álykta sem svo að allar vefsíður þar sem fleiri en einn skrifa yrðu háðar opinberu eftirliti. Á Íslandi hefði þetta til að mynda í för með sér að allar pólitískar vefsíður sem reknar eru af hópum, svo sem Múrinn (murinn.is), Vef-Þjóðvíljinn (andriki.is), Deiglan (deiglan.com), Tíkin (tikin.is) og Skoðun (skodun.is) yrðu að lúta opinberu eftirliti - og ef einhverja pólitík mætti lesa úr síðu á borð við kallarnir.is - þar sem margir skrifa - þá myndu þær einnig falla undir lögin. Það sýnir ef til vill best hversu fáránlegar reglurnar eru að undanþágurnar eru þær að vefsíður þar sem gestir eru færri en fimm hundruð á mánuði, eða eru læstar þannig að menn þurfi lykilorð til að komast inn, féllu ekki undir reglurnar. Fullyrða má að engin þeirra íslensku vefsíðna sem nefndar voru hér að framan myndu uppfylla þessi skilyrðu jafnvel þótt markaðurinn á Íslandi sé ekki nema einn þúsundasti af þeim bandaríska. Óheft málfrelsi hefur aldrei í sögunni verið raunhæft fyrr en með tilkomu internetsins. Áður fyrr þjónuðu fjölmiðlar hlutverki hliðvarðar til almennings því ekki gat hver sem er komið sjónarmiðum sínum á framfæri í gegnum fjölmiðla. Með netinu er þetta allt breytt því nú getur hver sem er náð sambandi við hvern sem er án nokkurrar fyrirhafnar. Þetta er veruleiki sem fellur illa að heimmsmynd þeirra sem telja lausn alls vanda vera reglugerðir fremur en almenna skynsemi. Flest rök fyrir takmörkunum í fjölmiðlun eiga við allt annan veruleika en þann sem við búum við í dag. Ólíkt öllum öðrum leiðum til tjáskipta kostar nákvæmlega ekki neitt að gefa út efni á netinu. Ólíkt dagblaði þarf hvorki að prenta netið eða dreifa því í pósthólf og netið ferðast heldur ekki um loftið með rafsegulbylgjum eins og sjónvarp gerði fyrir daga starfrænna útsendinga. Þessar gömlu aðferðir kosta peninga auk þess sem útsendingar á rafsegulbylgjum eru takmörkuð auðlind þar ekki rúmast óendanlega margar útsendingar. Þessi gamli veruleiki var röskemd fyrir ýsmum takmörkunum í fjölmiðlun og þeir sem alist hafa uppi við þær aðstæður vilja gjarnan yfirfæra gamlar reglur yfir á hið nýja þótt grundvallarröksemdin sé fallin. Þannig verða til reglur sem byggjast á því að höftum á frelsi er viðhaldið þótt röksemdirnar séu fallnar. Hugmyndir manna um takmarkanir á útsendingum útvarps byggðust á þeirri staðreynd sem þá var uppi að fleiri vildu senda út en pláss var fyrir. Við slíkar aðstæður var eðlilegt að leikreglur væru settar. Þegar hins vegar plássið er óþrjótandi er ekki hægt að réttlæta slíkar reglur því eina röksemdin fyrir slíkri heftingu er að hefta útbreiðslu skoðana - og það eru vonandi flestir sammála um að það sé ekki lögmætt eða eðlilegt markmið í laga- og reglugerðarsetningu.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Bloggarar í Bandaríkjunum hafa á síðustu vikum staðið í háværum mótmælum vegna tillagna sem takmarkað geta óhefta útgáfu skoðana á netinu. Stofnunin, sem sér um að lögum um kosningar og starfsem stjórnmálaflokka sé framfylgt (Federal Elections Committee) hefur unnið að nýjum tillögum þar sem reynt er að horfast í augu við þann veruleika að fjölmiðlun hefur tekið stakkaskiptum með tilkomu internetsins. Lög um kosningar í Bandaríkjunum eru flókin og reglur um fjárframlög og pólitískar auglýsingar eru umfangsmiklar. Þar þarf að gefa upp nánast hverja krónu sem látin er af hendi til stjórnmálaflokka eða í kosningabaráttur og ákveðin hámörk eru í gildi varðandi hversu miklu má eyða í kosningum og hvenrig verja megi þeim fjármunum sem frambjóðendur þiggja frá hinu opinbera í kosningabaráttunni. Kosningarnar í Bandaríkjunum síðasta haust voru hinar fyrstu þar sem netið og sérstaklega bloggsíður eru talin hafa skipt raunverulegu máli. Þessi staðreynd, auk þess að Demókratar telja að bloggheimurinn hafi í heild verið þeim óvilhallur, varð til þess að FEC skoðaði sérstaklega netið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri annað hægt en að setja einhvers konar reglur. Þegar fyrstu drög þessara reglna litu dagsins ljós varð uppi fótur og fit enda ljóst að embættismennirnir höfðu annað hvort í hyggju að reyna að kæfa málfrelsi á netinu eða bjuggu yfir stórkostlegri vanþekkingu á eðli netsins. Tillögurnar fólu meðal í sér að opinbert eftirlit yrði haft með vefsíðum sem taldar eru styðja við tiltekna frambjóðendur eða birta umfjöllun vilhalla stjórnmálamönnum eða stjórnmálaflokkum. Reglurnar ná aðeins til þeirra sem reka síður þar sem menn fá greitt fyrir skrif sín, birta auglýsingar á vefjum sínum eða reka vefsíður í samvinnu við aðra. Þetta er þó ekki skýrt orðað í upprunalegum tillögum og því má auðveldlega álykta sem svo að allar vefsíður þar sem fleiri en einn skrifa yrðu háðar opinberu eftirliti. Á Íslandi hefði þetta til að mynda í för með sér að allar pólitískar vefsíður sem reknar eru af hópum, svo sem Múrinn (murinn.is), Vef-Þjóðvíljinn (andriki.is), Deiglan (deiglan.com), Tíkin (tikin.is) og Skoðun (skodun.is) yrðu að lúta opinberu eftirliti - og ef einhverja pólitík mætti lesa úr síðu á borð við kallarnir.is - þar sem margir skrifa - þá myndu þær einnig falla undir lögin. Það sýnir ef til vill best hversu fáránlegar reglurnar eru að undanþágurnar eru þær að vefsíður þar sem gestir eru færri en fimm hundruð á mánuði, eða eru læstar þannig að menn þurfi lykilorð til að komast inn, féllu ekki undir reglurnar. Fullyrða má að engin þeirra íslensku vefsíðna sem nefndar voru hér að framan myndu uppfylla þessi skilyrðu jafnvel þótt markaðurinn á Íslandi sé ekki nema einn þúsundasti af þeim bandaríska. Óheft málfrelsi hefur aldrei í sögunni verið raunhæft fyrr en með tilkomu internetsins. Áður fyrr þjónuðu fjölmiðlar hlutverki hliðvarðar til almennings því ekki gat hver sem er komið sjónarmiðum sínum á framfæri í gegnum fjölmiðla. Með netinu er þetta allt breytt því nú getur hver sem er náð sambandi við hvern sem er án nokkurrar fyrirhafnar. Þetta er veruleiki sem fellur illa að heimmsmynd þeirra sem telja lausn alls vanda vera reglugerðir fremur en almenna skynsemi. Flest rök fyrir takmörkunum í fjölmiðlun eiga við allt annan veruleika en þann sem við búum við í dag. Ólíkt öllum öðrum leiðum til tjáskipta kostar nákvæmlega ekki neitt að gefa út efni á netinu. Ólíkt dagblaði þarf hvorki að prenta netið eða dreifa því í pósthólf og netið ferðast heldur ekki um loftið með rafsegulbylgjum eins og sjónvarp gerði fyrir daga starfrænna útsendinga. Þessar gömlu aðferðir kosta peninga auk þess sem útsendingar á rafsegulbylgjum eru takmörkuð auðlind þar ekki rúmast óendanlega margar útsendingar. Þessi gamli veruleiki var röskemd fyrir ýsmum takmörkunum í fjölmiðlun og þeir sem alist hafa uppi við þær aðstæður vilja gjarnan yfirfæra gamlar reglur yfir á hið nýja þótt grundvallarröksemdin sé fallin. Þannig verða til reglur sem byggjast á því að höftum á frelsi er viðhaldið þótt röksemdirnar séu fallnar. Hugmyndir manna um takmarkanir á útsendingum útvarps byggðust á þeirri staðreynd sem þá var uppi að fleiri vildu senda út en pláss var fyrir. Við slíkar aðstæður var eðlilegt að leikreglur væru settar. Þegar hins vegar plássið er óþrjótandi er ekki hægt að réttlæta slíkar reglur því eina röksemdin fyrir slíkri heftingu er að hefta útbreiðslu skoðana - og það eru vonandi flestir sammála um að það sé ekki lögmætt eða eðlilegt markmið í laga- og reglugerðarsetningu.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar