Bylting á íbúðalánamarkaði Þórlindur Kjartansson skrifar 29. nóvember 2004 00:01 Það fer ekki framhjá neinum að veruleg vatnaskil hafa orðið í fjármögnun ibúðarhúsnæðis fyrir einstaklinga. Flestum ber saman um að breytingarnar megi rekja beint til þeirra breytinga sem urðu á starfsemi Íbúðalánasjóðs þann 1. júlí sl. þegar hætt var útgáfu sérstakra íbúðabréfa en stofnunin hóf þess í stað hefðbundna lánastarfsemi en fjármagnar sjálfur útlán sín með skuldabréfaútgáfu á frjálsum markaði. Í kjölfar þessara breytinga skapaðist færi fyrir bankana til að koma inn á þennan markað. KB banki reið á vaðið fyrstur þegar hann bauð 4,4 prósent vexti og allt að 80 prósent lánshlutfall á höfuðborgarsvæðinu. Hinir bankarnir voru ekki lengi að svara og fljótlega fóru allir bankarnir að bjóða sömu kjör víðast hvar um landið. Íbúðalánasjóður hefur svo lækkað vexti sína - nú síðast í 4,15 prósent. Þessu svöruðu bankarnir umsvifalaust og bjóða nú allir 4.15 prósent vexti. Íslandsbanki var fyrstur til að bjóða 100 prósent veðsetningarhlutfall - en nú bjóða þetta allir bankarnir. Auk þess hefur afbrigðum íbúðalána fjölgað verulega og nú stendur venjulegum einstaklingum til boða mýgrútur ólíkra valkosta. Þetta hefur óneitanlega í för með sér að það er vandasamara að taka ákvörðun um fjármögnun íbúðarhúsnæðis en áður. Á það ber hins vegar að líta að fyrir skemmstu höfðu einstaklingar í raun aðeins einn valkost þegar kom að því að taka stærstu og mikilvægustu lán sem hver einstaklingur tekur. Flestir eru þvi sammála því að breytingin á markaðinum sé til mikils góðs. Viðvörunarraddir hafa frá upphafi bent á að þessir auknu möguleikar kunni að verða til þess að fólk taki út stærra lán en það þarf og verji mismuninum í neyslu hvers kyns óþrafa sem hafi vond áhrif á hagkerfið - sé þenslu og verðbólguhvetjandi - og grafi undan fjárhagslegum burðum fólks. Fáar vísbendingar eru til þess að þessar bölsýnisspár séu að rætast - enda eru svartsýnismennirnir vafalaust hinir sömu og töldu víst að með því að leyfa sölu bjórs á landinu væri verið að steypa þjóðinni í algjöran voða og að hér yrði varla hægt að finna nokkurn alsgáðan mann eftir klukkan þrjú á daginn þar sem allir dyttu í ölið á hádegi. Að ýmsu er að huga þegar tekin er ákvörðun um hvernig lánafyrirkomulag hentar best. Bankarnir bjóða ýmist upp á fasta vexti eða breytilega, þeir bjóða upp á lán í erlendum myntum, lánstíminn er mislangur og misjafnlega sveigjanlegur og svo mætti lengi telja. Þótt allir bankarnir bjóði sömu vaxtaprósentuna er því ekki þar með sagt að verið sé að bjóða sömu vöruna alls staðar. Það er gleðilegt að svo margir möguleikar standi fólki til boða. Fyrst núna sést hversu óeðlilegt ástandið var þegar ríkisstofnun hafði algjöra einokun á því að lána fólki fé til íbúðakaupa. Samkeppnin sem nú hefur verið hrundið af stað sýnir þetta þótt líklegt sé að staða Íbúðalánasjóðs verði enn um sinn mjög sterk á markaðinum þá er samkeppni bankanna komin til að vera og mun vafalaust verða einstaklingum í landinu til meiri hagsbóta en flesta grunar nú. Það er ekki langt þangað til menn geta bætt setningunni: "Og allir þurftu að fá lán hjá Íbúðalánasjóði" við upptalninguna: "Einu sinni þurfti að sækja sérstaklega um að kaupa gjaldeyri á Íslandi, það var bannað að kaupa bjór og ekkert sjónvarp á fimmtudögum." Þórlindur Kjartansson thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum að veruleg vatnaskil hafa orðið í fjármögnun ibúðarhúsnæðis fyrir einstaklinga. Flestum ber saman um að breytingarnar megi rekja beint til þeirra breytinga sem urðu á starfsemi Íbúðalánasjóðs þann 1. júlí sl. þegar hætt var útgáfu sérstakra íbúðabréfa en stofnunin hóf þess í stað hefðbundna lánastarfsemi en fjármagnar sjálfur útlán sín með skuldabréfaútgáfu á frjálsum markaði. Í kjölfar þessara breytinga skapaðist færi fyrir bankana til að koma inn á þennan markað. KB banki reið á vaðið fyrstur þegar hann bauð 4,4 prósent vexti og allt að 80 prósent lánshlutfall á höfuðborgarsvæðinu. Hinir bankarnir voru ekki lengi að svara og fljótlega fóru allir bankarnir að bjóða sömu kjör víðast hvar um landið. Íbúðalánasjóður hefur svo lækkað vexti sína - nú síðast í 4,15 prósent. Þessu svöruðu bankarnir umsvifalaust og bjóða nú allir 4.15 prósent vexti. Íslandsbanki var fyrstur til að bjóða 100 prósent veðsetningarhlutfall - en nú bjóða þetta allir bankarnir. Auk þess hefur afbrigðum íbúðalána fjölgað verulega og nú stendur venjulegum einstaklingum til boða mýgrútur ólíkra valkosta. Þetta hefur óneitanlega í för með sér að það er vandasamara að taka ákvörðun um fjármögnun íbúðarhúsnæðis en áður. Á það ber hins vegar að líta að fyrir skemmstu höfðu einstaklingar í raun aðeins einn valkost þegar kom að því að taka stærstu og mikilvægustu lán sem hver einstaklingur tekur. Flestir eru þvi sammála því að breytingin á markaðinum sé til mikils góðs. Viðvörunarraddir hafa frá upphafi bent á að þessir auknu möguleikar kunni að verða til þess að fólk taki út stærra lán en það þarf og verji mismuninum í neyslu hvers kyns óþrafa sem hafi vond áhrif á hagkerfið - sé þenslu og verðbólguhvetjandi - og grafi undan fjárhagslegum burðum fólks. Fáar vísbendingar eru til þess að þessar bölsýnisspár séu að rætast - enda eru svartsýnismennirnir vafalaust hinir sömu og töldu víst að með því að leyfa sölu bjórs á landinu væri verið að steypa þjóðinni í algjöran voða og að hér yrði varla hægt að finna nokkurn alsgáðan mann eftir klukkan þrjú á daginn þar sem allir dyttu í ölið á hádegi. Að ýmsu er að huga þegar tekin er ákvörðun um hvernig lánafyrirkomulag hentar best. Bankarnir bjóða ýmist upp á fasta vexti eða breytilega, þeir bjóða upp á lán í erlendum myntum, lánstíminn er mislangur og misjafnlega sveigjanlegur og svo mætti lengi telja. Þótt allir bankarnir bjóði sömu vaxtaprósentuna er því ekki þar með sagt að verið sé að bjóða sömu vöruna alls staðar. Það er gleðilegt að svo margir möguleikar standi fólki til boða. Fyrst núna sést hversu óeðlilegt ástandið var þegar ríkisstofnun hafði algjöra einokun á því að lána fólki fé til íbúðakaupa. Samkeppnin sem nú hefur verið hrundið af stað sýnir þetta þótt líklegt sé að staða Íbúðalánasjóðs verði enn um sinn mjög sterk á markaðinum þá er samkeppni bankanna komin til að vera og mun vafalaust verða einstaklingum í landinu til meiri hagsbóta en flesta grunar nú. Það er ekki langt þangað til menn geta bætt setningunni: "Og allir þurftu að fá lán hjá Íbúðalánasjóði" við upptalninguna: "Einu sinni þurfti að sækja sérstaklega um að kaupa gjaldeyri á Íslandi, það var bannað að kaupa bjór og ekkert sjónvarp á fimmtudögum." Þórlindur Kjartansson thkjart@frettabladid.is
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun