Skoðun

Frumkvöðlalaun - fyrir framtíðina

Geir Sigurður Jónsson skrifar

Enn eina september-byrjun liggur frumkvöðla-samfélagið undir feldi og skrifar Rannís umsókn. Umsóknarfrestur er að renna út, dagarnir eru farnir og næturnar farnar að styttast. Í þessu umsóknarferli, þar sem 2-5% umsókna hljóta á endanum styrk, skýtur alltaf sama spurningin upp kollinum, af hverju er þröskuldurinn svona hár?

Skoðun

Samfylkingin og ASÍ eiga samleið

Kjartan Valgarðsson skrifar

Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin berjast í þessari kosningabaráttu fyrir því að bæta kjör fólks og hafa komið því rækilega á dagskrá. Samfylkingin hefur sett kjör fjölskyldunnar og barnafólks í forgang og Alþýðusamband Íslands hefur verið áberandi með skilaboð sín um að það sé nóg til.

Skoðun

Fíkn er sjúk­dómur sem rýfur tengsl

Sigurður Páll Jónsson skrifar

Það hefur verið mikil lífsreynsla fyrir mig sem áhugamann um áfengis- og vímuefnamál að takast á við þennan málaflokk á vettvangi stjórnmálanna. Óhætt er að segja að lítið sem ekkert hafi gengið í baráttunni við að stytta biðlista í meðferð, vegna þeirra skoðunar núverandi heilbrigðisráðherra að ríkið eitt skuli sjá um þessi mál en ekki einhverjir aðrir.

Skoðun

Skattar og hið siðaða sam­fé­lag

Drífa Snædal skrifar

Áhrifamestu ákvarðanirnar sem stjórnvöld taka þegar kreppa skellur á eru ekki endilega fyrstu viðbrögð heldur þær ákvarðanir sem teknar eru ári eða tveimur eftir kreppu. Það er þá sem átökin hefjast um hvernig skuli greiða fyrir aukin útgjöld til heilbrigðismála eða velferðarmála og hvernig beri að takast á við tekjufall ríkissjóðs.

Skoðun

Það sem Ole sagði!

Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar

Fréttablaðinu í morgun birtist grein eftir Ole Anton Bieltvedt með fyrirsögninni Væri lántaka með 0,68% ársvöxtum eitthvað fyrir þig?

Skoðun

Frétta­stofa RÚV og rétt­lát máls­með­ferð

Helgi Áss Grétarsson skrifar

Réttlát málsmeðferð er lykilatriði í réttarríkishugmyndinni. Kjarninn í slíkri málsmeðferð er að tveir málsaðilar sem deila um staðreyndir og túlkun laga fái jöfn tækifæri til að koma á framfæri gögnum og rökum fyrir hlutlausum úrlausnaraðila.

Skoðun

Eru sjó­menn annars flokks?

Guðmundur Helgi Þórarinsson,Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa

Stéttarfélög sjómanna slitu í síðustu viku samningaviðræðum við útgerðarmenn um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn fóru fram með þær hógværu kröfur að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fá og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði.

Skoðun

Þjóðgarður í landi tækifæranna

Vilhjálmur Árnason skrifar

Hálendið er okkur öllum kært af svo mörgum ástæðum. Íslenskri þjóð hefur borið gæfa til að nýta og njóta hálendisins sem á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við í dag.

Skoðun

Eru sjálfsvíg sjúkdómseinkenni?

Hrefna Svanborgar Karlsdóttir og Svava Arnardóttir skrifa

Geðheilbrigðismál og sjálfsvíg hafa verið töluvert í umræðunni undanfarið ár, sérstaklega vegna heimsfaraldurs covid-19.

Skoðun

Græn um­hverfis­væn fram­tíð í Hafnar­firði

Ó. Ingi Tómasson skrifar

Græn sýn okkar í Hafnarfirði endurspeglast m.a. í aðalskipulagi Hafnarfjarðar, Umhverfis- og auðlindastefnu og heilsustefnu. Græn sýn er grunntónn í heilstæðri stefnumótun Hafnarfjarðarbæjar sem leitast við að vera í fararbroddi í sjálfbærni og umhverfismálum með því m.a. að stuðla að minni losun gróðurhúslofttegunda.

Skoðun

Fullt nám, hálft lán

Gísli Rafn Ólafsson og Lenya Rún Taha Karim skrifa

Þrátt fyrir að 30 ár séu á milli þess að við tvö tókum námslán þá hefur lítið breyst. Það er enn ætlast til þess að stúdentar lepji dauðann úr skel og búi frítt í foreldrahúsum.

Skoðun

Tölum um sjálfs­víg

Sigurborg Sveinsdóttir og Svava Arnardóttir skrifa

10. september er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga og þá eru gjarnan skipulagðir alls kyns viðburðir til að opna umræðuna um sjálfsskaða og sjálfsvíg, auk þess sem fjöldi fallegra minningarstunda á sér stað.

Skoðun

Öflugri heil­brigðis­þjónusta á Suður­landi

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Heilbrigðisumdæmi Suðurlands hefur lengi verið eitt vinsælasta ferðamannasvæði landsins, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum auk þess sem sumarbústaðafjöldi á svæðinu er með því sem mest gerist á landinu og fólksfjölgun hefur verið mikil. Í heilbrigðisumdæminu bjuggu árið 2020 29.9217 manns á víðfeðmu svæði.

Skoðun

FÍB svarar máls­vara trygginga­fé­laganna

Runólfur Ólafsson skrifar

FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni.

Skoðun

Ég elska íbúðina mína

Rúnar Gíslason skrifar

Ég elska íbúðina mína. Mig hafði langað í mína eigin íbúð lengi, ég safnaði mér fyrir útborgun í henni og neitað mér um ýmislegt til þess að ná takmarkinu. Ég er mikil félagsvera, á miklu fleiri vini en ég á skilið, frábæra fjölskyldu, tek þátt í félagsstarfi og vinn á skemmtilegum vinnustað.

Skoðun

Stöðug aukning bak­verkja, hvað er til ráða

Guðlaugur Eyjólfsson skrifar

Bakverkir eru ein helsta orsök örorku í heiminum og hefur algengi þeirra vaxið hratt undanfarna áratugi. Ísland er þar ekki undanskilið og er kostnaður samfélagsins vegna þessa gríðarlegur. Þessi þróun hefur stóraukið eftirspurn og þörf fyrir aðstoð við einstaklinga sem glíma við bakverki og stoðkerfisvandamál almennt.

Skoðun

Við erum orðin þreytt en munum ekki þagna

Stefanía Hrund Guðmundsdóttir skrifar

Við erum orðin þreytt! Þegar ég segi við er ég að tala um þolendur, þau sem standa þolendum næst, alla frábæru aktivistana sem berjast gegn kynferðisofbeldi, þau sem vilja í alvöru sjá breytingu á kerfinu og bara öll þau sem finnst þetta málefni skipta máli!

Skoðun

Hvert viljum við stefna?

Stefán Páll Páluson skrifar

Það er hörmuleg nálgun á samfélagsleg vandamál að tala bara um hluta af því og benda á hluta samfélagsins sem sökudólg.

Skoðun

Lífskjör og velsæld!

Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Mikilvægara er nú en nokkru sinni að hlusta á áherslur verkalýðshreyfingarinnar. Vinstri græn hafa lagt mikla áherslu að eiga gott samráð við aðila vinnumarkaðarins allt þetta kjörtímabil og Lífskjarasamningarnir voru gerðir með öflugri aðkomu stjórnvalda sem skilað hefur mörgum þjóðþrifamálum í höfn.

Skoðun

Mis­munun í kjör­klefanum

Bryndís Snæbjörnsdóttir skrifar

„Mig langar að kjósa en ég get það ekki því ég má ekki velja mér aðstoðarmann til að aðstoða mig í kjörklefanum. Ég hef aldrei getað kosið en samt hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum og vil kjósa”.

Skoðun

Hvers vegna ekki Fram­sóknar­flokk?

Þór Saari skrifar

Framsóknarflokkurinn á líklega einhverja glæsilegustu sögu íslenskra stjórnmálaflokka, sögu sem á rætur í samvinnu, vináttu og kærleika fólks í milli. Sögu sem sýnir að samtakamáttur getur skilað miklu og lyft Grettistaki við að bæta bæði kjör manna og samfélag þeirra. 

Skoðun

Réttu spurningarnar um skatta

Björn Leví Gunnarsson skrifar

Oft eru stjórnmálaflokkar að rífast um skatta, hærri eða lægri - og ásakanir ganga fram og til baka um hvort sé betra. Bæði sjónarmiðin eru afvegaleiðing frá því sem skiptir máli - hvað fáum við fyrir skattana okkar?

Skoðun

Villandi um­ræða um laun á milli markaða

Þórarinn Eyfjörð skrifar

Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um opinberra starfsmenn á undanförnum vikum. Hefur því meðal annars verið haldið fram, að opinber rekstur sé að þenjast út með tilheyrandi fjölgun opinberra starfsmanna, og að launaþróun þeirra leiði launamyndun á atvinnumarkaði. Báðar þessar fullyrðingar eiga sér enga stoð.

Skoðun

Fram­tíð ferða­þjónustu á Ís­landi

Björn Bjarki Þorsteinsson ,Gísli Níls Einarsson ,Kristrún Helga Ingólfsdóttir og Pétur Snæbjörnsson skrifa

Greinarhöfundar unnu sem lokaverkefni í MBA námi við Háskóla Íslands verkefni sem gekk út á að meta stöðuna í ferðaiðnaði á Íslandi og hvort nota mætti aðferðir nýsköpunar til að styrkja stöðu sjálfbærni og bæta markaðsímynd Íslands.

Skoðun

Vellirnir okkar

Orri Björnsson skrifar

Núna eru að verða tuttugu ár síðan uppbygging Vallahverfisins hófst, sum svæðin eru því löngu orðin fullbyggð, og íbúar búnir að klára hús sín og garða fyrir löngu síðan.

Skoðun

Upp­boð á veiði­heimildum

Ólafur Örn Jónsson skrifar

Ef fara á út í uppboð á veiðiheimildum hvort sem það er í kvótaformi eða í dagaformi má alls ekki missa sig og ana út í margra ára nýtingasamninga eins og útgerðamenn vilja koma á.

Skoðun

Hvernig verða orku­skiptin í sjávar­út­vegi?

Gréta María Grétarsdóttir skrifar

Nú í kjölfar nýjustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna blasir við öllum sem einhver áhrif geta haft á loftslag jarðar, að bregðast verður við hratt og af öryggi. Hlutverk stjórnvalda er auðvitað mikilvægast, þeirra er að túlka vilja kjósenda og móta stefnuna. Málefnið er hins vegar svo áríðandi að það krefst þess að allir sem eitthvað geta haft um það að segja bregðist við og leggist saman á árarnar.

Skoðun

Þrettán orð sem breyttu öllu

Halldóra Mogensen skrifar

„Andstæðan við fíkn er ekki að vera allsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Þessi þrettán orð Johann Hari breyttu því hvernig ég hugsaði um vímuefnavanda fólks.

Skoðun

Ný tæki­færi í þjónustu eldra fólks

Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar

Samsetning mannfjöldans á Íslandi er að þróast á þann veg að hlutfall eldra fólks hækkar frá því sem áður var. Brýnt er þess vegna að við horfum til mögulegra nýrra tækifæra og breytinga í málefnum eldra fólks.

Skoðun