Mikilvægi íþróttafélaga Lárus Sigurðsson skrifar 8. maí 2024 21:01 Íþróttafélögin á Íslandi eru á margan hátt einstakt fyrirbæri. Fyrirbæri sem eru að mínu mati gríðarlega vanmetin í íslensku samfélagi. Þau eru byggð upp af áhugamönnum um íþróttir, sjálfboðaliðum, sem unnu þrotlaust starf til þess að tryggja betri aðsöðu fyrir íþróttaiðkun. Íþróttafélögin á Íslandi eru almennaheilla félög, án eiganda. Aðkoma sveitarfélaga að íþróttafélögunum var í upphafi þeirra, afar takmörkuð. Fyrst var aðalega um að ræða lóðaúthlutanir en smátt og smátt komu sveitarfélögin meira inn í fjármögnun og uppbyggingu á mannvirkum. Rekstarstyrkir vegna íþrótta hafa líka komið frá sveitarfélögum og eru þeir misjafnir eftir landshlutum, borgum og bæjum. Í flestum tilfellum er um að ræða niðurgreiðslur á æfinga- og fasteignagjöldum og í einhverjum tilfellum viðhaldskostnaði á mannvirkjum. Einstaka sveitarfélög hafa gert enn betur og styrkja barna og afreksstarf með beinu fjárframlagi, en það er sjaldgæft. Engar greiðslur koma til íþróttafélaga frá ríkinu. Í dag stunda lang flest börn á Íslandi reglulegar íþróttir hjá íþróttafélagi og er hlutfallið mjög hátt í alþjóðlegum samanburði (t.d. um 80% 12 ára barna). Má nefna það hér að forsvarsmenn íþróttafélaga hér á landi kannast við ófáar erlendar sendinefndir sem hafa komið til Íslands frá öðrum löndum til þess að kynna sér starf íslenskra íþróttafélaga. Það segir sig sjálft að á síðustu áratugum hefur umfang á rekstri íþróttafélaga margfaldast. Mörg af stærstu félögum landsins velta nú yfir einum milljarði króna á ári. Starfsemin er yfirleitt undirmönnuð og erfiðara getur verið er að fá sjálfboðaliða til starfa í réttu hlutfalli við aukna starfsemi. Íþróttafélögin eru gríðarlega mikilvægur þáttur í okkar samfélagi og er aukinn aðsókn í þeirra starfsemi ekkert annað en fagnaðarefni. Íþróttirnar eru sennilega einn besti undirbúningur sem einstaklingur getur fengið fyrir lífið, fyrir utan það mikilvæga forvarnargildi sem í íþróttum felst. Íþróttafélögin eru í dag orðin stór hluti af okkar uppeldiskerfi, og er það vel. En rekstur flestra íþróttafélaga hefur verið mjög erfiður á undanförnum árum. Það má segja að á meðan aðsókn og kröfur á íþróttafélögin hafi aukist, hafi fjárhagsleg staða þeirra almennt veikst. Ég veit fyrir víst að mörg íþróttafélög eru að berjast í bökkum hver mánaðarmót að greiða starfsmönnum sínum laun og halda starfseminni gangandi. Ef ekki væri fyrir þrotlaust starf sjálfboðaliða íþróttafélagana, sem vinna gríðarlega óeigingjarnt staf, þá væri flest íþróttafélög landsins komin í greiðsluþrot. Að mínu mati þarf að fara líta á íþróttafélögin í landinu sem stóra stoð í uppeldisstarfinu, sem þau eru. Það þarf að verja íþróttafélögin og tryggja áfram það góða starf sem þau inna af hendi. Það er komnin tími á að enduhugsa og endurmeta starfsemi íþróttafélaga á Íslandi. Kröfur samfélagsins á íþróttafélögin eru að mörgu leiti óraunhæfar í dag, miða við það fjármagn sem þau hafa úr að moða. Þessu verður að breyta og það þarf að koma á samtali á milli íþróttafélagana og stjórnvalda til þess að tryggja að íþróttafélögin geti haldið áfram að vaxa og dafna og skila áfram því góða starfi sem þau hafa ávallt gert, í tengslum við auknar kröfur, aukinn iðkendafjölda og breyttu umhverfi í samfélaginu. Höfundur er fyrrverandi formaður Knattspyrnufélagsins Vals Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Íþróttafélögin á Íslandi eru á margan hátt einstakt fyrirbæri. Fyrirbæri sem eru að mínu mati gríðarlega vanmetin í íslensku samfélagi. Þau eru byggð upp af áhugamönnum um íþróttir, sjálfboðaliðum, sem unnu þrotlaust starf til þess að tryggja betri aðsöðu fyrir íþróttaiðkun. Íþróttafélögin á Íslandi eru almennaheilla félög, án eiganda. Aðkoma sveitarfélaga að íþróttafélögunum var í upphafi þeirra, afar takmörkuð. Fyrst var aðalega um að ræða lóðaúthlutanir en smátt og smátt komu sveitarfélögin meira inn í fjármögnun og uppbyggingu á mannvirkum. Rekstarstyrkir vegna íþrótta hafa líka komið frá sveitarfélögum og eru þeir misjafnir eftir landshlutum, borgum og bæjum. Í flestum tilfellum er um að ræða niðurgreiðslur á æfinga- og fasteignagjöldum og í einhverjum tilfellum viðhaldskostnaði á mannvirkjum. Einstaka sveitarfélög hafa gert enn betur og styrkja barna og afreksstarf með beinu fjárframlagi, en það er sjaldgæft. Engar greiðslur koma til íþróttafélaga frá ríkinu. Í dag stunda lang flest börn á Íslandi reglulegar íþróttir hjá íþróttafélagi og er hlutfallið mjög hátt í alþjóðlegum samanburði (t.d. um 80% 12 ára barna). Má nefna það hér að forsvarsmenn íþróttafélaga hér á landi kannast við ófáar erlendar sendinefndir sem hafa komið til Íslands frá öðrum löndum til þess að kynna sér starf íslenskra íþróttafélaga. Það segir sig sjálft að á síðustu áratugum hefur umfang á rekstri íþróttafélaga margfaldast. Mörg af stærstu félögum landsins velta nú yfir einum milljarði króna á ári. Starfsemin er yfirleitt undirmönnuð og erfiðara getur verið er að fá sjálfboðaliða til starfa í réttu hlutfalli við aukna starfsemi. Íþróttafélögin eru gríðarlega mikilvægur þáttur í okkar samfélagi og er aukinn aðsókn í þeirra starfsemi ekkert annað en fagnaðarefni. Íþróttirnar eru sennilega einn besti undirbúningur sem einstaklingur getur fengið fyrir lífið, fyrir utan það mikilvæga forvarnargildi sem í íþróttum felst. Íþróttafélögin eru í dag orðin stór hluti af okkar uppeldiskerfi, og er það vel. En rekstur flestra íþróttafélaga hefur verið mjög erfiður á undanförnum árum. Það má segja að á meðan aðsókn og kröfur á íþróttafélögin hafi aukist, hafi fjárhagsleg staða þeirra almennt veikst. Ég veit fyrir víst að mörg íþróttafélög eru að berjast í bökkum hver mánaðarmót að greiða starfsmönnum sínum laun og halda starfseminni gangandi. Ef ekki væri fyrir þrotlaust starf sjálfboðaliða íþróttafélagana, sem vinna gríðarlega óeigingjarnt staf, þá væri flest íþróttafélög landsins komin í greiðsluþrot. Að mínu mati þarf að fara líta á íþróttafélögin í landinu sem stóra stoð í uppeldisstarfinu, sem þau eru. Það þarf að verja íþróttafélögin og tryggja áfram það góða starf sem þau inna af hendi. Það er komnin tími á að enduhugsa og endurmeta starfsemi íþróttafélaga á Íslandi. Kröfur samfélagsins á íþróttafélögin eru að mörgu leiti óraunhæfar í dag, miða við það fjármagn sem þau hafa úr að moða. Þessu verður að breyta og það þarf að koma á samtali á milli íþróttafélagana og stjórnvalda til þess að tryggja að íþróttafélögin geti haldið áfram að vaxa og dafna og skila áfram því góða starfi sem þau hafa ávallt gert, í tengslum við auknar kröfur, aukinn iðkendafjölda og breyttu umhverfi í samfélaginu. Höfundur er fyrrverandi formaður Knattspyrnufélagsins Vals
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun