Vextir geta og þurfa að lækka Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 7. maí 2024 12:46 Íslendingum hefur gengið erfiðlega að ná niður þeirri miklu verðbólgu sem gekk yfir hagkerfi heimsins í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka í Úkraínu. Fyrir því eru margar ástæður. Hagvöxtur síðustu ára hefur verið mikill hér á landi og mikil þensla haft áhrif á húsnæðisverð, vinnumarkað og vöruverð í hagkerfinu. Við þessar aðstæður hafa fyrirtæki, mörg í skjóli fákeppni, átt auðvelt með að ýta kostnaðarhækkunum út í verðlag og hagstjórn hins opinbera hefur ekki stutt við hjöðnun verðbólgu. Ólíkt aðstæðum í Evrópu hafði orkukreppa engin bein áhrif á verðbólgu hérlendis en var drifkraftur verðbólgu á meginlandinu. Við þessar aðstæður voru kjarasamningar undirritaðir enda taldi verkalýðshreyfingin brýnt að styðja við hjöðnun verðbólgu og stuðla að lækkun vaxta. Kjarasamningarnir fólust í hóflegum hækkunum sem samræmdust stöðugu verðlagi. Sagan kennir að þótt kjarasamningar séu ekki verðbólguvaldur muni þeir einir og sér ekki slá á verðbólgu og þenslu í hagkerfinu, meira þarf til. Þar liggur ábyrgðin hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum sem hafa í hendi sér að beita sköttum, atvinnustefnu og aðgerðum í húsnæðismálum til að stuðla að stöðugleika í hagkerfinu, efnahagslegum og félagslegum. Undirliggjandi verðbólga fer lækkandi Viðbragð Seðlabanka Íslands hefur einkum verið vaxtahækkun á eftir vaxtahækkun. Aðgerðir bankans eru fjarri því óumdeildar. Það hefur sýnt sig að vaxtatækið er bitlítið og seinvirkt enda stór hluti lána heimila ennþá með fasta vexti. Aðrir sækja í verðtryggð lán þar sem áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði eru takmörkuð. Stýrivextir voru síðast hækkaðir um 0,5 prósentur í ágúst á síðasta ári og hafa haldist óbreyttir í 9,25% síðan. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var hækkunin einkum rökstudd með vísan í óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, spennu í hagkerfinu og hæga hjöðnun undirliggjandi verðbólgu1. Frá þeim tíma hefur margt gerst. Niðurstaða kjarasamninga liggur fyrir og veita þeir fyrirsjáanleika til næstu ára. Nýlegar hagtölur benda til þess að dregið hafi úr spennu í hagkerfinu. Að auki hefur undirliggjandi verðbólga hjaðnað. Án áhrifa húsnæðiskostnaðar mælist verðbólga 3,9% og samkvæmt kjarnavísitölu án áhrifa reiknaðrar húsaleigu mælist hún 3,5%. Sjálfur segir seðlabankinn undirliggjandi verðbólgu vera þann hluta verðbólgunnar sem seðlabankar ættu að hafa áhrif á og er almennt talinn undir áhrifasviði seðlabanka2. Frá þeim tíma hefur fleira gerst. Eldgos hafa orðið í Grindavík, ferðamönnum fer fjölgandi og húsnæðisvandi hefur í kjölfarið aukist. Segja má að neyðarástand ríki á leigumarkaði. Fyrirséð er að þrýstingur muni myndast á fasteigna- og leiguverð á næstu misserum. Með öðrum orðum, húsnæðismarkaður mun aftur verða drifkraftur verðbólgunnar. Sá vandi verður ekki leystur með háu vaxtastigi. Aðgerða þörf á húsnæðismarkaði Á endanum munu vaxtahækkanir slá á þenslu en eftir því sem hátt vaxtastig varir lengur, þeim mun meiri verða neikvæðu áhrifin á hagkerfið og almenning. Lækningin má ekki verða verri en sjúkdómurinn. Grípa þarf til sértækra aðgerða í húsnæðismálum. Það er ekki bara jákvætt fyrir húsnæðismarkaðinn heldur mun það stuðla að hjöðnun verðbólgu og stöðugleika í hagkerfinu. Fyrstu skrefin eru einföld. Ríkið hefur tryggt stofnframlög til uppbyggingar á almennum leiguíbúðum. Þau framlög duga skammt ef ekki eru til staðar byggingarhæfar lóðir. Það er ljóst að lausnarmiðað samtal þarf að eiga sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig unnt er að standa að úthlutun lóða í þessu samhengi. Samhliða þarf Alþingi að afgreiða tímabærar breytingar á húsaleigulögum. Endurskoða þarf hvata sem ýta undir ásælni fjárfesta í húsnæði og þrýsta upp leigu- og eignaverði. Þessar leiðir eru skynsamlegar og líklegar til árangurs. Með þeim má ráðast hnitmiðað og ákveðið gegn helstu áhrifaþáttum þeirrar skaðlegu verðbólgu sem þjóðin glímir við. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. [1] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2023/08/23/Yfirlysing-peningastefnunefndar-23.-agust-2023/ [2] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/kalkofninn/grein/2024/02/26/Undirliggjandi-verdbolga-hvad-er-thad-/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Seðlabankinn Húsnæðismál Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingum hefur gengið erfiðlega að ná niður þeirri miklu verðbólgu sem gekk yfir hagkerfi heimsins í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka í Úkraínu. Fyrir því eru margar ástæður. Hagvöxtur síðustu ára hefur verið mikill hér á landi og mikil þensla haft áhrif á húsnæðisverð, vinnumarkað og vöruverð í hagkerfinu. Við þessar aðstæður hafa fyrirtæki, mörg í skjóli fákeppni, átt auðvelt með að ýta kostnaðarhækkunum út í verðlag og hagstjórn hins opinbera hefur ekki stutt við hjöðnun verðbólgu. Ólíkt aðstæðum í Evrópu hafði orkukreppa engin bein áhrif á verðbólgu hérlendis en var drifkraftur verðbólgu á meginlandinu. Við þessar aðstæður voru kjarasamningar undirritaðir enda taldi verkalýðshreyfingin brýnt að styðja við hjöðnun verðbólgu og stuðla að lækkun vaxta. Kjarasamningarnir fólust í hóflegum hækkunum sem samræmdust stöðugu verðlagi. Sagan kennir að þótt kjarasamningar séu ekki verðbólguvaldur muni þeir einir og sér ekki slá á verðbólgu og þenslu í hagkerfinu, meira þarf til. Þar liggur ábyrgðin hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum sem hafa í hendi sér að beita sköttum, atvinnustefnu og aðgerðum í húsnæðismálum til að stuðla að stöðugleika í hagkerfinu, efnahagslegum og félagslegum. Undirliggjandi verðbólga fer lækkandi Viðbragð Seðlabanka Íslands hefur einkum verið vaxtahækkun á eftir vaxtahækkun. Aðgerðir bankans eru fjarri því óumdeildar. Það hefur sýnt sig að vaxtatækið er bitlítið og seinvirkt enda stór hluti lána heimila ennþá með fasta vexti. Aðrir sækja í verðtryggð lán þar sem áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði eru takmörkuð. Stýrivextir voru síðast hækkaðir um 0,5 prósentur í ágúst á síðasta ári og hafa haldist óbreyttir í 9,25% síðan. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var hækkunin einkum rökstudd með vísan í óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, spennu í hagkerfinu og hæga hjöðnun undirliggjandi verðbólgu1. Frá þeim tíma hefur margt gerst. Niðurstaða kjarasamninga liggur fyrir og veita þeir fyrirsjáanleika til næstu ára. Nýlegar hagtölur benda til þess að dregið hafi úr spennu í hagkerfinu. Að auki hefur undirliggjandi verðbólga hjaðnað. Án áhrifa húsnæðiskostnaðar mælist verðbólga 3,9% og samkvæmt kjarnavísitölu án áhrifa reiknaðrar húsaleigu mælist hún 3,5%. Sjálfur segir seðlabankinn undirliggjandi verðbólgu vera þann hluta verðbólgunnar sem seðlabankar ættu að hafa áhrif á og er almennt talinn undir áhrifasviði seðlabanka2. Frá þeim tíma hefur fleira gerst. Eldgos hafa orðið í Grindavík, ferðamönnum fer fjölgandi og húsnæðisvandi hefur í kjölfarið aukist. Segja má að neyðarástand ríki á leigumarkaði. Fyrirséð er að þrýstingur muni myndast á fasteigna- og leiguverð á næstu misserum. Með öðrum orðum, húsnæðismarkaður mun aftur verða drifkraftur verðbólgunnar. Sá vandi verður ekki leystur með háu vaxtastigi. Aðgerða þörf á húsnæðismarkaði Á endanum munu vaxtahækkanir slá á þenslu en eftir því sem hátt vaxtastig varir lengur, þeim mun meiri verða neikvæðu áhrifin á hagkerfið og almenning. Lækningin má ekki verða verri en sjúkdómurinn. Grípa þarf til sértækra aðgerða í húsnæðismálum. Það er ekki bara jákvætt fyrir húsnæðismarkaðinn heldur mun það stuðla að hjöðnun verðbólgu og stöðugleika í hagkerfinu. Fyrstu skrefin eru einföld. Ríkið hefur tryggt stofnframlög til uppbyggingar á almennum leiguíbúðum. Þau framlög duga skammt ef ekki eru til staðar byggingarhæfar lóðir. Það er ljóst að lausnarmiðað samtal þarf að eiga sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig unnt er að standa að úthlutun lóða í þessu samhengi. Samhliða þarf Alþingi að afgreiða tímabærar breytingar á húsaleigulögum. Endurskoða þarf hvata sem ýta undir ásælni fjárfesta í húsnæði og þrýsta upp leigu- og eignaverði. Þessar leiðir eru skynsamlegar og líklegar til árangurs. Með þeim má ráðast hnitmiðað og ákveðið gegn helstu áhrifaþáttum þeirrar skaðlegu verðbólgu sem þjóðin glímir við. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. [1] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2023/08/23/Yfirlysing-peningastefnunefndar-23.-agust-2023/ [2] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/kalkofninn/grein/2024/02/26/Undirliggjandi-verdbolga-hvad-er-thad-/
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun