Ný nálgun í afreksíþróttum – Nýsköpun Erlingur Jóhannsson skrifar 7. maí 2024 14:30 Nýlega skilaði starfshópur á vegum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, umfangsmikilli skýrslu um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Í skýrslunni er lagt til að nauðsynlegt sé að gera umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi, stuðningi og faglegri umgjörð afreksíþrótta á Íslandi. Starfshópurinn telur þetta forsendu þess að Íslendingar geti átt raunhæfa möguleika á að vera í fremstu röð í íþróttum. Þegar settar eru fram tillögur um eflingu afreksstarfs á Íslandi er mjög mikilvægt að forsendur og fagleg umgjörð þeirra hafi breiða skírskotun. Rauður þráður í þeirri hugmyndafræði sem sett er fram í skýrslunni er að komið verði á fót sterkari og faglegri umgjörð íþróttastarfs þannig að sem flest börn og ungmenni geti stundað íþróttir eins lengi og hægt er. Til að ná þessum metnaðarfullu markmiðum er mikilvægt að gæði og fagleg umgjörð íþróttastarfsins sé sem allra best. Einnig er lykilatriði í þessu samhengi að sem flestir aðilar í þjóðfélaginu vinni markvist saman að framgangi íþrótta í landinu. Í skýrslu starfshópsins eru settar fram tillögur að aðgerðum sem lúta að íþróttafólkinu og þjálfurum. Meðal annars er lagt til að komið verði á fót launasjóði afreksíþróttafólks og að komið verði til móts við kostnaðarþátttöku íþróttafólks í landsliðsverkefnum. Skoða þarf starfsemi íþróttafélaga og sérsambanda í tengslum við skipulag afreksstarfs. Efla þarf faglega umgjörð afreksíþrótta á mismunandi skólastigum og þá sérstaklega styrkja afrekssvið framhaldsskólanna. Í þessu samhengi er einnig nauðsynlegt að skoða hverjar skyldur, hlutverk og framlag ríkis og sveitarfélaga eigi að vera til framtíðar. Ein af tillögunum sem sett er fram í skýrslu starfshóps er að Afreksmiðstöð Íslands (AMÍ) verði stofnuð. Þessi tillaga er m.a. sett fram í ljósi þess að kröfur til afreksíþróttafólks hafa aukist umtalsvert á undanförnum árum og að þörf sé á sífellt meiri stuðningi, sérfræðiþekkingu og faglegri nálgun til að ná framúrskarandi árangri í íþróttum. Sambærilegar afreksmiðstöðvar eru í öllum nágrannalöndum okkar, en hlutverk og mikilvægi þeirra í framgangi afreksíþrótta er óumdeildur í þessum löndum eins og t.d. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Því er meginmarkmið AMÍ að efla faglega umgjörð afreksstarfs á sem flestum sviðum auk þess að styðja við almennt íþróttastarf. Lagt er til í skýrslu starfshópsins að AMÍ verði sjálfstæð eining innan íþróttahreyfingarinnar en starfsemi og viðfangefni AMÍ verði unnin í nánu samstarfi við íþróttafélög, sérsambönd og héraðsambönd. AMÍ munu saman standa af fagteymi sérfræðinga og ráðgjafa frá ólíkum fagsviðum íþrótta, má þar nefna fagsvið eins og líkamsþjálfun íþróttanæring, íþróttasálfræði, íþróttaþjálfarinn og meðhöndlun svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar frá þessum fagsviðum munu því mynda sterk og þverfagleg teymi á sviði afreksíþrótta og þar skapast grundvöllur að eflingu hæfileikamótunar og faglegrar umgjörðar afreksíþróttafólks á öllum stigum. Viðfangsefni fagaðila og sérfræðinga AMÍ verður að aðstoða og vinna náið með sem flestu íþróttafólki, auk þessa að vera mikilvægur bakhjarl okkar afreksíþróttafólks. Lagt er til að þróun og uppbygging þessara fræðasviða verði unnin í nánu samstarfi við háskólana, aðra fagaðila og sérfræðinga á sviði íþrótta- og heilsufræða. Mikilvægt hlutverk AMÍ verður einnig að styðja við þá framhaldsskóla sem bjóða upp á afreksíþróttasvið sem námsleið. Í því samhengi er mikilvægt að styrkja og samræma afreksvið framhaldsskólanna og einnig að efla samvinnu þeirra við íþróttafélög og viðkomandi sveitarfélag. AMÍ mun einnig hlúa að efnilegu íþróttafólki sem stundar nám í framhaldsskólum sem ekki eru með afreksíþróttasvið. Með tilkomu AMÍ og öflugu samstarfi íþróttahreyfingarinnar við háskóla, vísindasamfélagið og aðra sérfræðinga skapast gullið tækifæri til að auka þekkingu og nýsköpun á öllum sviðum íþrótta á Íslandi. Grundvöllur framþróunar og betri árangurs í íþróttum er nátengdur aukinni þekkingu og vitneskju vísindasamfélagsins. Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslu starfshóps eru byggðar á breiðri, þverfaglegri og faglegri nálgun sem eykur líkurnar á að það náist jákvæður heilsufarsávinningur fyrir íslenskt samfélag, auk þess að leiða til betri árangurs Íslendinga í íþróttum. Undirritaður telur að þessar tillögur muni hafa umtalsvert forvarnargildi, þær muni efla almenna heilsu og velferð fólks á Íslandi til lengri tíma litið og á sama tíma draga úr útgjöldum heilbrigðiskerfisins. Höfundur er prófessor í íþrótta og heilsufræði við HÍ. Erlingur var fulltrúi Íþróttanefndar Ríkisins í starfshópi á vegum mennta- og barnamálaráðherra um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Erlingur vinnu að hluta til hjá mennta- og barnamálaráðuneyti að eflingu afreksíþrótta. Erlingur á Íslandsmetið í 800 metri hlaupi sett á Bislett í Óslo 1987. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna ÍSÍ Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Nýlega skilaði starfshópur á vegum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, umfangsmikilli skýrslu um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Í skýrslunni er lagt til að nauðsynlegt sé að gera umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi, stuðningi og faglegri umgjörð afreksíþrótta á Íslandi. Starfshópurinn telur þetta forsendu þess að Íslendingar geti átt raunhæfa möguleika á að vera í fremstu röð í íþróttum. Þegar settar eru fram tillögur um eflingu afreksstarfs á Íslandi er mjög mikilvægt að forsendur og fagleg umgjörð þeirra hafi breiða skírskotun. Rauður þráður í þeirri hugmyndafræði sem sett er fram í skýrslunni er að komið verði á fót sterkari og faglegri umgjörð íþróttastarfs þannig að sem flest börn og ungmenni geti stundað íþróttir eins lengi og hægt er. Til að ná þessum metnaðarfullu markmiðum er mikilvægt að gæði og fagleg umgjörð íþróttastarfsins sé sem allra best. Einnig er lykilatriði í þessu samhengi að sem flestir aðilar í þjóðfélaginu vinni markvist saman að framgangi íþrótta í landinu. Í skýrslu starfshópsins eru settar fram tillögur að aðgerðum sem lúta að íþróttafólkinu og þjálfurum. Meðal annars er lagt til að komið verði á fót launasjóði afreksíþróttafólks og að komið verði til móts við kostnaðarþátttöku íþróttafólks í landsliðsverkefnum. Skoða þarf starfsemi íþróttafélaga og sérsambanda í tengslum við skipulag afreksstarfs. Efla þarf faglega umgjörð afreksíþrótta á mismunandi skólastigum og þá sérstaklega styrkja afrekssvið framhaldsskólanna. Í þessu samhengi er einnig nauðsynlegt að skoða hverjar skyldur, hlutverk og framlag ríkis og sveitarfélaga eigi að vera til framtíðar. Ein af tillögunum sem sett er fram í skýrslu starfshóps er að Afreksmiðstöð Íslands (AMÍ) verði stofnuð. Þessi tillaga er m.a. sett fram í ljósi þess að kröfur til afreksíþróttafólks hafa aukist umtalsvert á undanförnum árum og að þörf sé á sífellt meiri stuðningi, sérfræðiþekkingu og faglegri nálgun til að ná framúrskarandi árangri í íþróttum. Sambærilegar afreksmiðstöðvar eru í öllum nágrannalöndum okkar, en hlutverk og mikilvægi þeirra í framgangi afreksíþrótta er óumdeildur í þessum löndum eins og t.d. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Því er meginmarkmið AMÍ að efla faglega umgjörð afreksstarfs á sem flestum sviðum auk þess að styðja við almennt íþróttastarf. Lagt er til í skýrslu starfshópsins að AMÍ verði sjálfstæð eining innan íþróttahreyfingarinnar en starfsemi og viðfangefni AMÍ verði unnin í nánu samstarfi við íþróttafélög, sérsambönd og héraðsambönd. AMÍ munu saman standa af fagteymi sérfræðinga og ráðgjafa frá ólíkum fagsviðum íþrótta, má þar nefna fagsvið eins og líkamsþjálfun íþróttanæring, íþróttasálfræði, íþróttaþjálfarinn og meðhöndlun svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar frá þessum fagsviðum munu því mynda sterk og þverfagleg teymi á sviði afreksíþrótta og þar skapast grundvöllur að eflingu hæfileikamótunar og faglegrar umgjörðar afreksíþróttafólks á öllum stigum. Viðfangsefni fagaðila og sérfræðinga AMÍ verður að aðstoða og vinna náið með sem flestu íþróttafólki, auk þessa að vera mikilvægur bakhjarl okkar afreksíþróttafólks. Lagt er til að þróun og uppbygging þessara fræðasviða verði unnin í nánu samstarfi við háskólana, aðra fagaðila og sérfræðinga á sviði íþrótta- og heilsufræða. Mikilvægt hlutverk AMÍ verður einnig að styðja við þá framhaldsskóla sem bjóða upp á afreksíþróttasvið sem námsleið. Í því samhengi er mikilvægt að styrkja og samræma afreksvið framhaldsskólanna og einnig að efla samvinnu þeirra við íþróttafélög og viðkomandi sveitarfélag. AMÍ mun einnig hlúa að efnilegu íþróttafólki sem stundar nám í framhaldsskólum sem ekki eru með afreksíþróttasvið. Með tilkomu AMÍ og öflugu samstarfi íþróttahreyfingarinnar við háskóla, vísindasamfélagið og aðra sérfræðinga skapast gullið tækifæri til að auka þekkingu og nýsköpun á öllum sviðum íþrótta á Íslandi. Grundvöllur framþróunar og betri árangurs í íþróttum er nátengdur aukinni þekkingu og vitneskju vísindasamfélagsins. Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslu starfshóps eru byggðar á breiðri, þverfaglegri og faglegri nálgun sem eykur líkurnar á að það náist jákvæður heilsufarsávinningur fyrir íslenskt samfélag, auk þess að leiða til betri árangurs Íslendinga í íþróttum. Undirritaður telur að þessar tillögur muni hafa umtalsvert forvarnargildi, þær muni efla almenna heilsu og velferð fólks á Íslandi til lengri tíma litið og á sama tíma draga úr útgjöldum heilbrigðiskerfisins. Höfundur er prófessor í íþrótta og heilsufræði við HÍ. Erlingur var fulltrúi Íþróttanefndar Ríkisins í starfshópi á vegum mennta- og barnamálaráðherra um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Erlingur vinnu að hluta til hjá mennta- og barnamálaráðuneyti að eflingu afreksíþrótta. Erlingur á Íslandsmetið í 800 metri hlaupi sett á Bislett í Óslo 1987.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun