Börnin okkar Hlédís Sveinsdóttir skrifar 7. maí 2024 13:01 „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ er ekki gripið úr lausu lofti. Allir foreldrar þurfa að treysta á að náunginn komi vel fram við börn. Við erum með kennara, þjálfara og allskonar fagaðila sem koma að umönnun barna okkar. Svo erum við með fólk á förnum vegi sem grípa inn í og aðstoða, leiðbeina og hjálpa börnum ef þess gerist þörf. Börn eru lítil og saklaus að læra á heiminn. Brjóti einhver gegn þessum óskrifaða sáttmála um að vernda og verja öll börn lítum við það mun alvarlegri augun en þegar brotið er gegn fullorðnum. Lítil birtingarmynd þessa óskrifaða sáttmála samfélaga er mjög sýnileg til dæmis í hótel görðum þar sem blandaður hópur fólks er saman komin. Þessi sammannlega hegðun skín í gegn hjá öllum þjóðum og öllum trúarbrögðum. Hrasi barn á sundlaugarbakka bregðast aðilar í kring umsvifalaust við. Allir tilbúnir að hjálpa. Það þarf ekki einu sinni að vera fall, það er nóg að börn missi bolta út fyrir leiksvæði og eldri hjón með þreyttar mjaðmir leggja lykkju á leið sína til að sparka bolta til baka. Fólk veltir ekki fyrir sér hvaða barni það er að hjálpa, hverra þjóðar eða hverrar trúar. Börn eru börn. Það er sammannlegt með okkur að hjálpa börnum umsvifalaust. Þannig samfélagi og þannig heimi er gott að tilheyra. Það er því óskiljanlegt að í dag, á tímum þjóðarmorðs hvar 16.000 börn hafa verið myrt sé ennþá fólk sem er til í að láta eins og ekkert sé. Gott fólk sem án efa myndi hlaupa til á förnum vegi og aðstoða börn í neyð velur að meðtaka ekki kaldrifjuð morð á 70 börnum á dag. Þó hefur það haft meira en hálft ár til þess. Sama fólk velur að fagna lífinu með gerandanum í söng partý og hvítþvo gerandann í leiðinni. Upphaflega var boðið í umrætt Evrópskt söngpartýi til að sameinast í nafni friðar eftir seinni heimsstyrjöld. Síðar var fleirum boðið og í dag er stærsti kostunaraðilinn frá landi sem ekki er í Evrópu og stjórnvöld þess lands hafa gerst brotlegt við alþjóðalög, ástunda aðskilnaðarstefnu og er í þessum skrifuðu orðum að fremja þjóðarmorð. Og talandi um börn. Börn heimsins í dag munu þroskast og eflaust velta fyrir sér hvernig heimurinn gat horft aðgerðarlaus á eina þjóð sprengja, skjóta, brenna, svelta og kremja sextánþúsund börn til dauða. Hvernig heimurinn umbar ekki aðeins gerandann heldur fagnaði friði með honum í einum stærsta sjónvarpsmenningaviðburði Evrópu. Hvítþvotturinn er fólgin í áhorfi okkar. Ertu viss um að þínu barni langi að taka þátt? Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
„Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ er ekki gripið úr lausu lofti. Allir foreldrar þurfa að treysta á að náunginn komi vel fram við börn. Við erum með kennara, þjálfara og allskonar fagaðila sem koma að umönnun barna okkar. Svo erum við með fólk á förnum vegi sem grípa inn í og aðstoða, leiðbeina og hjálpa börnum ef þess gerist þörf. Börn eru lítil og saklaus að læra á heiminn. Brjóti einhver gegn þessum óskrifaða sáttmála um að vernda og verja öll börn lítum við það mun alvarlegri augun en þegar brotið er gegn fullorðnum. Lítil birtingarmynd þessa óskrifaða sáttmála samfélaga er mjög sýnileg til dæmis í hótel görðum þar sem blandaður hópur fólks er saman komin. Þessi sammannlega hegðun skín í gegn hjá öllum þjóðum og öllum trúarbrögðum. Hrasi barn á sundlaugarbakka bregðast aðilar í kring umsvifalaust við. Allir tilbúnir að hjálpa. Það þarf ekki einu sinni að vera fall, það er nóg að börn missi bolta út fyrir leiksvæði og eldri hjón með þreyttar mjaðmir leggja lykkju á leið sína til að sparka bolta til baka. Fólk veltir ekki fyrir sér hvaða barni það er að hjálpa, hverra þjóðar eða hverrar trúar. Börn eru börn. Það er sammannlegt með okkur að hjálpa börnum umsvifalaust. Þannig samfélagi og þannig heimi er gott að tilheyra. Það er því óskiljanlegt að í dag, á tímum þjóðarmorðs hvar 16.000 börn hafa verið myrt sé ennþá fólk sem er til í að láta eins og ekkert sé. Gott fólk sem án efa myndi hlaupa til á förnum vegi og aðstoða börn í neyð velur að meðtaka ekki kaldrifjuð morð á 70 börnum á dag. Þó hefur það haft meira en hálft ár til þess. Sama fólk velur að fagna lífinu með gerandanum í söng partý og hvítþvo gerandann í leiðinni. Upphaflega var boðið í umrætt Evrópskt söngpartýi til að sameinast í nafni friðar eftir seinni heimsstyrjöld. Síðar var fleirum boðið og í dag er stærsti kostunaraðilinn frá landi sem ekki er í Evrópu og stjórnvöld þess lands hafa gerst brotlegt við alþjóðalög, ástunda aðskilnaðarstefnu og er í þessum skrifuðu orðum að fremja þjóðarmorð. Og talandi um börn. Börn heimsins í dag munu þroskast og eflaust velta fyrir sér hvernig heimurinn gat horft aðgerðarlaus á eina þjóð sprengja, skjóta, brenna, svelta og kremja sextánþúsund börn til dauða. Hvernig heimurinn umbar ekki aðeins gerandann heldur fagnaði friði með honum í einum stærsta sjónvarpsmenningaviðburði Evrópu. Hvítþvotturinn er fólgin í áhorfi okkar. Ertu viss um að þínu barni langi að taka þátt? Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar