Af hverju kýs ég ekki Katrínu Jakobs Birgir Dýrfjörð skrifar 7. maí 2024 23:31 Meðal vina minna er dálæti mitt á Katrínu Jakobsdóttur vel þekkt. Ég hef ævinlega gengið undir högg fyrir hana þegar fólk hefur rakkað niður persónu hennar. Þó er langt frá því að ég hafi verið eða sé samþykkur pólitískum ákvörðunum hennar. Sem sagt, mér finnst Katrín Jakobsdóttir frábær persóna, - af hverju kýs ég hana þá ekki? Góða skýringu á því má finna í þekktum spakmælum. „Segðu mér hverjir vinir þínir eru, og ég skal segja þér hver þú ert, og líka „Hver dregur dám af sínum sessunauti.“ Katrín er vissulega sterkur frambjóðandi, en ekki nógu sterk tel ég til að sleppa óskemmd frá þeirri vanhelgu sambúð, sem hún valdi sér við mykju-dreifarana, sem valsa að vild sinni og ausa úr sér á verndarsvæði Moggans. Blaðinu til skammar og ærlegum lesendum þess til ama. Með þeirri sambúð varð hún að mínu viti vanhæf sem forseti Íslendinga. Það er hennar ógæfa. Hennar bíða líklega sömu örlög og skjaldbökunnar sem ferjaði sporðdrekann á bakinu. Dýrmæt þekking Baldurs Sem betur fer fyrir okkur kjósendur þá er fleira gott fólk í boði en Katrín Jakobsdóttir. Sá frambjóðandi sem mér þykir vænlegastur er Baldur Þórhallsson. Í mín eyru er Baldri lýst þannig af þeim sem þekkja vel til hans, að hann sé drenglundaður og umhyggjusamur einstaklingur, afar vel greindur og með sérþekkingu, sem hentar vel forseta. Hann er sérmenntaður um stöðu smáríkja í heiminum. Leiðtogar smáríkja gætu því, ef þannig ber til, leitað í smiðju forseta Íslands eftir þekkingu, og hollráðum um hagsmuni smáríkja. Samkynhneigð Allt eru þetta góðir kostir sem Baldur býr yfir. Þá er ótalinn sá þáttur í hans fari sem snertir fjölda fólks um allan heim. Sá þáttur varðar miklu fyrir fjölskyldur og fólk ,sem er niðurlægt, ofsótt og smánað og limlest, fyrir það eitt að vera samkynhneigt. Allt það fólk, - hvar sem er í veröldinni, - mun finna styrk og fyrirmynd í Baldri þórhallssyni. Það getur þá sagt með stolti; forseti Íslands er líka samkynhneigður. Kosning Baldurs Þórhallssonar mun vekja mikla athygli. Hún segir við heiminn: Svona eru Íslendingar þeir virða friðhelgi og rétt allra til einkalífs, eins og stjórnarskrá þeirra boðar. Kosning hans eikur umburðarlyndi og styrkir stöðu jaðarsettra einstaklinga. Sú staðreynd ein og sér verður mér, og vonandi fleiri kjósendum, kærkomið tækifæri til að leggja ofsóttu fólki lið með þeim hætti, að kjósa Baldur sem forseta Íslands. Þannig geta Íslendingar orðið fyrirmynd um réttsýni og mannvirðingu og kærleika Höfundur er iðnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Birgir Dýrfjörð Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Meðal vina minna er dálæti mitt á Katrínu Jakobsdóttur vel þekkt. Ég hef ævinlega gengið undir högg fyrir hana þegar fólk hefur rakkað niður persónu hennar. Þó er langt frá því að ég hafi verið eða sé samþykkur pólitískum ákvörðunum hennar. Sem sagt, mér finnst Katrín Jakobsdóttir frábær persóna, - af hverju kýs ég hana þá ekki? Góða skýringu á því má finna í þekktum spakmælum. „Segðu mér hverjir vinir þínir eru, og ég skal segja þér hver þú ert, og líka „Hver dregur dám af sínum sessunauti.“ Katrín er vissulega sterkur frambjóðandi, en ekki nógu sterk tel ég til að sleppa óskemmd frá þeirri vanhelgu sambúð, sem hún valdi sér við mykju-dreifarana, sem valsa að vild sinni og ausa úr sér á verndarsvæði Moggans. Blaðinu til skammar og ærlegum lesendum þess til ama. Með þeirri sambúð varð hún að mínu viti vanhæf sem forseti Íslendinga. Það er hennar ógæfa. Hennar bíða líklega sömu örlög og skjaldbökunnar sem ferjaði sporðdrekann á bakinu. Dýrmæt þekking Baldurs Sem betur fer fyrir okkur kjósendur þá er fleira gott fólk í boði en Katrín Jakobsdóttir. Sá frambjóðandi sem mér þykir vænlegastur er Baldur Þórhallsson. Í mín eyru er Baldri lýst þannig af þeim sem þekkja vel til hans, að hann sé drenglundaður og umhyggjusamur einstaklingur, afar vel greindur og með sérþekkingu, sem hentar vel forseta. Hann er sérmenntaður um stöðu smáríkja í heiminum. Leiðtogar smáríkja gætu því, ef þannig ber til, leitað í smiðju forseta Íslands eftir þekkingu, og hollráðum um hagsmuni smáríkja. Samkynhneigð Allt eru þetta góðir kostir sem Baldur býr yfir. Þá er ótalinn sá þáttur í hans fari sem snertir fjölda fólks um allan heim. Sá þáttur varðar miklu fyrir fjölskyldur og fólk ,sem er niðurlægt, ofsótt og smánað og limlest, fyrir það eitt að vera samkynhneigt. Allt það fólk, - hvar sem er í veröldinni, - mun finna styrk og fyrirmynd í Baldri þórhallssyni. Það getur þá sagt með stolti; forseti Íslands er líka samkynhneigður. Kosning Baldurs Þórhallssonar mun vekja mikla athygli. Hún segir við heiminn: Svona eru Íslendingar þeir virða friðhelgi og rétt allra til einkalífs, eins og stjórnarskrá þeirra boðar. Kosning hans eikur umburðarlyndi og styrkir stöðu jaðarsettra einstaklinga. Sú staðreynd ein og sér verður mér, og vonandi fleiri kjósendum, kærkomið tækifæri til að leggja ofsóttu fólki lið með þeim hætti, að kjósa Baldur sem forseta Íslands. Þannig geta Íslendingar orðið fyrirmynd um réttsýni og mannvirðingu og kærleika Höfundur er iðnaðarmaður
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar