Skoðun

Áramótahugleiðing

Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Megi góður guð veita þér og þínum gleði og farsæld á komandi ári. Af hættu við að hljóma eins og jólakort, tek ég innilega undir þessa kveðju sem er svo sjálfsagður hluti af menningu okkar og hátíðarhöldum að við stöldrum sjaldnast við.

Skoðun

Áramótaheit og framtíðarmarkmið

Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar

Margir strengja áramótaheit, en þeir eru líka margir sem gera það ekki vegna þess að reynslan hefur kennt þeim að lítið verður um efndir þegar á hólminn er komið.

Skoðun

Ekki skjóta sendiboðann

Valgerður Árnadóttir skrifar

Biskup Íslands vildi meina í nýlegu jólaávarpi sínu að þöggun ríki um Guð og Jesú. Það er ýmislegt hægt að segja um óvinsældir kirkjunnar og ástæður þess að fólk segir sig í hrönnum úr þjóðkirkjunni en biskupinn hefur eitthvað ruglast í hugtökum hvað það varðar. Sú þöggun sem hefur ríkt er þöggun kirkjunnar sjálfrar hvað varðar presta sem uppvísir hafa að verið að kyndbundnu- og kynferðisofbeldi gagnvart sóknarbörnum sínum.

Skoðun

Fögnum nýju ári, kveðjum þreytta frasa

Friðrik Jónsson skrifar

Varla var blekið þornað á nýgerðum kjarasamningum á almennum markaði nú fyrir jólin þegar forystufólk í atvinnulífi, ritstjórar dagblaða og alþingismenn hófu hefðbundna áróðursherferð gegn „hinu opinbera“. Inntaki hennar mætti lýsa svo: Hagkerfinu er ógnað vegna komandi kjarasamninga á opinberum markaði og sérstaklega í ljósi óhóflegs launastigs opinberra starfsmanna. Opinber rekstur er dragbítur á verðmætasköpun og vegur að samkeppnishæfni fyrirtækja á almennum markaði. Fyrirtæki og starfsfólk á almennum vinnumarkaði skapa verðmæti fyrir samfélagið, annað en starfsfólk á opinberum vinnumarkaði.

Skoðun

Megi nýtt ár breyta vonum í veru­leika

Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Það er svo margt sem mig langar að segja við áramót. Svo margt sem ég vildi að nýtt ár færi okkur, örþjóðinni sem hefur öll tækifæri í hendi sér til farsældar. En fyrst og fremst vildi ég að nýtt ár færi okkur betra og réttlátara samfélag.

Skoðun

Fjölmiðlar í gíslingu stjórnmála

Þórhallur Gunnarsson skrifar

Hvers vegna vilja stjórnmálamenn skapa ringulreið frekar en leita lausna. Skapar það meiri völd að sem flestir séu háðir styrkveitingum frá ríkinu?

Skoðun

Frelsið 2022

Hildur Sverrisdóttir skrifar

Ég mun seint þreytast á að að vera talsmaður hverskyns frelsismála hversu lítilvæg þau kunna að hljóma. Á umliðnu þingári var gleðilegt að ekki eingöngu voru fleiri frelsismál sett á dagskrá af ríkisstjórninni en yfirleitt heldur tóku þau undantekningalítið breytingum í frelsisátt eftir að þingið fékk þau í sínar hendur. Á síðasta degi ársins finnst mér við hæfi að stikla á þessum málum til að minna á að þau skipta máli.

Skoðun

Að lifa til að vinna eða vinna til að lifa?

Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Að undanförnu hefur verið fjallað þó nokkuð um lokun Hagstofu Íslands milli jóla og nýárs vegna jólafrís starfsfólks. Haft hefur verið eftir hagstofustjóra að fríið sé árangursmiðað og leið til að umbuna starfsfólki fyrir vel unnin störf fyrir hátíðarnar, sem sé oft mikill álagstími fyrir starfsfólk vegna útgáfu.

Skoðun

Eldur á Landspítala

Steinunn Þórðardóttir skrifar

Ástandið á Landspítalanum hefur verið fordæmalaust undanfarna daga.

Skoðun

Álag á heilbrigðiskerfið

Willum Þór Þórsson skrifar

Á landið herja lægðir og á landann herja ýmsar veirusýkingar. Inflúensan mætti snemma í ár og SARS-CoV-2 heldur ótrauð sínu striki. Veður og veirur þessa árstíma reyna verulega á Landspítala og heilbrigðiskerfið allt er undir miklu álagi.

Skoðun

Ár uppbyggingar og mikilla áskorana

Skúli Helgason skrifar

Árið 2022 hefur verið ár mikillar uppbyggingar í borginni en líka fordæmalausra skakkafalla sem hafa seinkað fyrirætlunum um bætta þjónustu. Hvergi hefur þetta birst með eins skýrum hætti og í leikskólamálunum þar sem fleiri nýir leikskólar opnuðu en nokkru sinni fyrr en að sama skapi fækkaði til muna nýtanlegum plássum í leikskólum vegna viðhaldsframkvæmda og vinnu við að fjarlægja rakaskemmdir og myglu.

Skoðun

Berjumst saman fyrir réttindum fatlaðs fólks!

Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar

Liðið ár hefur verið ánægjulegt og farsælt og viljum við þakka fyrir þann magnaða stuðning sem við höfum fundið á árinu. Þar ber sérstaklega að nefna alla þá einstaklinga sem hafa gerst mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna á árinu. Við erum með magnaðan hóp fólks sem styrkir samtökin í hverjum einasta mánuði og þeim sem hafa styrkt okkur með því að versla hið árlega almanak sem einnig er happadrættismiði.

Skoðun

Vælkomin til framtíðina!

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Gleðilega hátíð kæru landsmenn og „Vælkomin til framtíðina!“ hljómar nú í eyrum frænda okkar Færeyinga. Tilefnið er gleðilegt, tekin hefur verið fyrsta skóflustungan að nýrri Tjóðarhøll Føroya, Føroya Arena. Á meðan framkvæmdir við glæsilega framtíðar Þjóðarhöll Færeyinga eru hafnar að þá erum við Íslendingar pikkfastir í fortíðinni og erum enn að bæta við bindum í áratugalöngu ritröðina "Þjóðarhöll Íslendinga, hvar, hvenær, hvernig og fyrir hvern?".

Skoðun

Ó­breytt staða í borgar­stjórn

Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Nýtt kjörtímabil hófst á árinu og stimplaði Flokkur fólksins sig aftur inn í borgarstjórn. Vonir okkar í Flokki fólksins stóðu til að fá tækifæri til að komast í meirihluta borgarstjórnar til þess að geta tekið þátt í ákvörðunum sem leiða mættu til bættra lífskjara hinna verst settu og þeirra sem standa höllum fæti. Það varð hins vegar ekki hlutskiptið að þessu sinni í það minnsta.

Skoðun

Ára­­móta­hug­­leiðingar orku­hag­­fræðings

Jón Skafti Gestsson skrifar

Við áramót er jafnan ágætt að staldra við og líta um öxl og velta fyrir sér hvað gekk vel og hvað hefði mátt ganga betur. Á sama tíma er gott að horfa fram á við og taka lærdóm úr árinu sem er að líða. Árinu sem nú lýkur var viðburðaríkt þegar horft er til orkumála.

Skoðun

Ör­birgð í auðugu landi

Inga Sæland skrifar

Í jólamánuðinum flæða minningarnar fram sem beljandi foss. Ég dvel við liðna tíma. Ég sé sjálfa mig sem litla telpu heima hjá pabba og mömmu þar sem jólandinn sveif yfir og allt um kring. Þar sem mamma var í aðalhlutverki, vakti fram á nætur, bakaði, eldaði og pússaði allt sem hönd á festi. Þar sem fárviðri geysaði utan við gluggann minn með tilheyrandi snjókomu sem færði allt á bólakaf. Allt var hjúpað töfraljóma og ólýsanlegri tilhlökkun. Alveg sama hvað á gekk hjá fullorðna fólkinu, okkur börnunum var haldið fyrir utan það.

Skoðun

Tungutak

Baldur Hafstað skrifar

Málfræðingar trana sér yfirleitt ekki fram, og reyndar finnst mér að okkar virtustu málvísindamenn mættu láta meira í sér heyra á opinberum vettvangi.

Skoðun

Gleði og sorg á tímum vantrúar

Skúli Ólafsson skrifar

Orð Agnesar Sigurðardóttur biskups um að þöggun einkenni trúarlega umræðu hér á landi hafa vakið athygli. Hún spyr „hvort samhengi [sé] á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki [megi] lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins.“ Þær vangaveltur rifjuðu upp viðtal sem tekið var á aðventunni 2021 við Björn Hjálmarsson geðlækni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans („Segir byltingar hafa rænt unglinga bernskunni“ ruv.is, 13/12/2021).

Skoðun

Skál fyrir þér Bjarni

Natan Kolbeinsson skrifar

Í september 2019 var Bjarni Ben staddur á Nordica að panta sér bjór. Þessi bjór varð til þess að frétt birtist í Fréttablaðinu þar sem Bjarni tjáir sig um það að honum finnst áfengisverð á Íslandi of hátt. Hann segir að ferðaþjónustan þurfi að vera samkeppnishæf þegar kemur að verðlagningu.

Skoðun

Fara stefnur fyrir­tækja sömu leið og ára­móta­heitin?

Hildur Magnúsdóttir og Sigvaldi Egill Lárusson skrifa

Nú líður að þeim tíma þar sem margir setja sér áramótaheit sem endurspegla háleit markmið fyrir komandi ár. Hugsanlega eru í leiðinni rifjuð upp markmið síðasta árs ef þau eru ekki alveg gleymd og þá gjarnan endurnýjuð.

Skoðun

Þægileg innivinna

Sigurður Páll Jónsson skrifar

Nú er árið 2023 handan við hornið og óhjákvæmilegt að staldra við og líta um öxl. Þar sem ég hef starfað á sjó síðastliðið ár, eftir að hafa verið eitt kjörtímabil sem alþingismaður, eru stjórnmálin enn ofarlega í huga. Segja má að núverandi ríkisstjórn sé sú sama og var við völd árin 2017 til 2021, sett saman úr flokkum sem spanna þvert yfir hinn margumtalaða pólitíska öxul frá vinstri yfir miðjuna til hægri.

Skoðun

Fjöl­menning og menningar­læsi

Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Ísland er fjölmenningarsamfélag, þar sem Íslendingar nýir sem ættbornir, birta fjölbreytileika í viðhorfum, venjum og lífsskoðunum.

Skoðun

Að rota jólin

Eva María Jónsdóttir skrifar

Ekkert okkar fer varhluta af jólakveðjum. Þær eru orðaðar á ýmsan hátt, en þó er orðalagið GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR sú kveðja sem við heyrum og sjáum oftast, þetta er kveðjan sem við höfum flest alist upp við og mörg notað óspart og af alhug í gegnum tíðina.

Skoðun

Stjórn­mál til friðar

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Fátt er betra í aðdraganda jólanna en að ganga saman á Þorláksmessukvöld og krefjast friðar í heiminum. Á sama tíma og við sameinumst í kröfunni fyrir friði getum við litið inn á við og hugsað hvernig við getum betur beitt okkur í þágu friðsælli heims á nýju ári. Sérstaklega á þetta við okkur sem störfum í stjórnmálum, því við verðum ekki bara dæmd af orðum og friðargöngum, heldur þeim aðgerðum sem við stöndum fyrir.

Skoðun

Beitir þú ofbeldi?

Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Fyrir mörgum árum ég eyddi kvöldstundum í spjalli með einstakling sem ég trúði að væri sammála mér, spjallið fór oft út í þá sálma hvað fólk sem beitti ofbeldi væri hræðilegt, þessi einstaklingur hafði stór orð um það hvað þau ættu skilið svartholið. Líklega átti það ekki við hann þegar „stóri dómurinn“ féll og Litla Hraun varð vistarveran í nokkur ár eftir hrottalegt og gróft ofbeldi á fjölskyldumeðlim.

Skoðun

Jólin eru há­tíð barnanna

Helga Þóra Helgadóttir skrifar

‘Jólin eru hátíð barnanna’ er hugtak sem ég tengdi lítið við þangað til ég eignaðist mitt fyrsta barn. Þegar hún var ekki orðin tveggja ára skildu leiðir mín og pabba hennar. Tilveran fyrir „skilnaðarbarn” er ekki einföld.

Skoðun