Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2025 07:01 Tímamótafundur um Reykjavíkurflugvöll var haldinn þann 6. febrúar s.l. á vegum Flugmálafélags Íslands. Í seinni tíð hafa ekki komið jafn skýr skilaboð ráðamanna, bæði borgarstjóra Reykjavíkur og ráðherra flugmála í landinu um að nú skúli snúa vörn í sókn og hverfa frá ríkjandi stefnu Reykjavíkurborgar síðustu ár og jafnvel áratugi í þá veru að þrengja að allri starfsemi á flugvellinum. Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykvíkinga eins og bæði ráðherra og borgarstjóri tóku undir á fundinum. Völlurinn gegnir stóru hlutverki í heilbrigðiskerfi allra landsmanna í að tryggja aðgengi að eina hátæknisjúkrahúsi landsins í miðborg Reykjavíkur. Völlurinn er miðstöð innanlandsflugs, hann er mikilvægur varaflugvöllur og hlekkur í almannavarnakerfi landsins. Það er algjört hneyksli hvernig höfuðborg landsins hefur hundsað og beinlínis ekki svarað erindum sem varða nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og tækjabúnaði á vellinum svo árum skiptir. Flugrekstur er gríðarlega stór atvinnugrein á Íslandi og við erum flugþjóð. Það er ekki sjálfgefið og til að svo verði áfram þarf viðhorfsbreytingu til þessarar mikilvægu atvinnugreinar. Við eigum að sameinast um að hlúa enn betur að fluginu og ekki síst grasrót þess sem meðal annars þrífst á Reykjavíkurflugvelli. Stórhuga forystumenn á fyrri hluta síðustu aldar unnu þrekvirki í að efla flugið og starfsemi þess landsmönnum öllum til heilla. Nú þarf pólitíkin og flugsamfélagið allt að nýta þann meðbyr sem fundurinn 6. febrúar markaði. Það þarf að laga og uppfæra tækjabúnað og umhverfi vallarins þannig að flugvöllurinn geti áfram gegnt hlutverki sínu með sóma. Grisja þarf og endurskipuleggja skóginn í Öskjhlíðinni til framtíðar, setja upp ný aðflugshallaljós sem bæta öryggi, koma upp fjarturni á vallarsvæðinu með viðeigandi tækjabúnaði fyrir flugumferðarstjórn og byggja nýja flugstöð sem þjónað getur farþegaumferð um völlinn með sóma, svo nokkuð sé nefnt. Fluggarðar og framtíðin Stefna eða stefnuleysi borgarinnar að flestu sem viðkemur flugvellinum á liðnum árum hefur um margt ýtt undir neikvætt viðhorf til starfseminnar sem þar er. Fluggarðar eru dæmi um slíkt en þar er stórt svæði með fjölda flugskýla, flugskóla, viðhaldsverkstæði og margt fleira. Þetta svæði hefur mátt muna fífil sinn fegurri og ástæðan er fyrst og fremst óvissa og yfirvofandi stefna um að allt þetta svæði skuli víkja fyrir einhverju öðru mikilvægara. Við þekkjum hvaða litum borgaryfirvöld hafa viljað mála þær skipulagslegu glansmyndir sem á borð eru bornar á tillidögum. Brosandi fólk á reiðhjólum á sólríkum degi með glæsilegar byggingar í bakgrunni í stað gamalla flugskýla. Breytum þessu og höfum flugið og allt sem því tengist með á nýju myndinni. Reynum að vinna þetta í sátt við þá starfsemi sem fyrir er og skiptir miklu máli. Framtíðarsýnin með þekkingarþorp í Vatnsmýrinni á að geta innifalið flugið sem er ein af okkar stærstu atvinnugreinum. Reykjavíkurborg, stjórnvöld og við öll ættum að sjá hag okkar í því að byggja upp öfluga atvinnu- og fræðastarfsemi tengda fluginu á þessum stað, í samstarfi við menntastofnanir. Það er sameiginlegt hagsmunamál fyrir alla. Snúum vörn í sókn á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er flugstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Tímamótafundur um Reykjavíkurflugvöll var haldinn þann 6. febrúar s.l. á vegum Flugmálafélags Íslands. Í seinni tíð hafa ekki komið jafn skýr skilaboð ráðamanna, bæði borgarstjóra Reykjavíkur og ráðherra flugmála í landinu um að nú skúli snúa vörn í sókn og hverfa frá ríkjandi stefnu Reykjavíkurborgar síðustu ár og jafnvel áratugi í þá veru að þrengja að allri starfsemi á flugvellinum. Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykvíkinga eins og bæði ráðherra og borgarstjóri tóku undir á fundinum. Völlurinn gegnir stóru hlutverki í heilbrigðiskerfi allra landsmanna í að tryggja aðgengi að eina hátæknisjúkrahúsi landsins í miðborg Reykjavíkur. Völlurinn er miðstöð innanlandsflugs, hann er mikilvægur varaflugvöllur og hlekkur í almannavarnakerfi landsins. Það er algjört hneyksli hvernig höfuðborg landsins hefur hundsað og beinlínis ekki svarað erindum sem varða nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og tækjabúnaði á vellinum svo árum skiptir. Flugrekstur er gríðarlega stór atvinnugrein á Íslandi og við erum flugþjóð. Það er ekki sjálfgefið og til að svo verði áfram þarf viðhorfsbreytingu til þessarar mikilvægu atvinnugreinar. Við eigum að sameinast um að hlúa enn betur að fluginu og ekki síst grasrót þess sem meðal annars þrífst á Reykjavíkurflugvelli. Stórhuga forystumenn á fyrri hluta síðustu aldar unnu þrekvirki í að efla flugið og starfsemi þess landsmönnum öllum til heilla. Nú þarf pólitíkin og flugsamfélagið allt að nýta þann meðbyr sem fundurinn 6. febrúar markaði. Það þarf að laga og uppfæra tækjabúnað og umhverfi vallarins þannig að flugvöllurinn geti áfram gegnt hlutverki sínu með sóma. Grisja þarf og endurskipuleggja skóginn í Öskjhlíðinni til framtíðar, setja upp ný aðflugshallaljós sem bæta öryggi, koma upp fjarturni á vallarsvæðinu með viðeigandi tækjabúnaði fyrir flugumferðarstjórn og byggja nýja flugstöð sem þjónað getur farþegaumferð um völlinn með sóma, svo nokkuð sé nefnt. Fluggarðar og framtíðin Stefna eða stefnuleysi borgarinnar að flestu sem viðkemur flugvellinum á liðnum árum hefur um margt ýtt undir neikvætt viðhorf til starfseminnar sem þar er. Fluggarðar eru dæmi um slíkt en þar er stórt svæði með fjölda flugskýla, flugskóla, viðhaldsverkstæði og margt fleira. Þetta svæði hefur mátt muna fífil sinn fegurri og ástæðan er fyrst og fremst óvissa og yfirvofandi stefna um að allt þetta svæði skuli víkja fyrir einhverju öðru mikilvægara. Við þekkjum hvaða litum borgaryfirvöld hafa viljað mála þær skipulagslegu glansmyndir sem á borð eru bornar á tillidögum. Brosandi fólk á reiðhjólum á sólríkum degi með glæsilegar byggingar í bakgrunni í stað gamalla flugskýla. Breytum þessu og höfum flugið og allt sem því tengist með á nýju myndinni. Reynum að vinna þetta í sátt við þá starfsemi sem fyrir er og skiptir miklu máli. Framtíðarsýnin með þekkingarþorp í Vatnsmýrinni á að geta innifalið flugið sem er ein af okkar stærstu atvinnugreinum. Reykjavíkurborg, stjórnvöld og við öll ættum að sjá hag okkar í því að byggja upp öfluga atvinnu- og fræðastarfsemi tengda fluginu á þessum stað, í samstarfi við menntastofnanir. Það er sameiginlegt hagsmunamál fyrir alla. Snúum vörn í sókn á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er flugstjóri
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar