Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar 11. febrúar 2025 19:30 Það hlakkar í mörgum að með slitum á meirihlutanum í Reykjavík hafi framsóknarmönnum orðið á mjög alvarleg yfirsjón. Ég held aftur á móti að útganga Framsóknar sé þaulhugsuð brella í bland við pólitíska heimþrá borgarstjórans. Hafa ber í huga að samkvæmt mælingum hefur Framsóknarflokkurinn tapað öllu sínu fylgi í Reykjavík og fjórum borgarfulltrúum, þeir mælast nú þannig að þeir ná ekki einu sinni einum borgarfulltrúa. Erfiðast er þó, að þeir kunna engin ráð til að ná athygli kjósenda. Framsókn er því fylgislega gjaldþrota í höfuðborginni. Þessi auma staða og að flokkurinn geti ekki náð athygli, er að mínu viti ástæðan fyrir brotthlaupi hans úr meirihlutanum. Við skulum athuga hvaða skýringu Framsókn valdi sér þegar hún sleit meirihlutanum. Einar borgarstjóri segir: Að Framsóknarmenn hafi myndað meirihluta til að vinna að framfararmálum fyrir borgarbúa en sá ásetningur hafi alltaf strandað á andstöðu samstarfsflokka hans, að lokum hafi hann gefist upp og þá hafi ekkert annað verið í stöðunni en að slíta samstarfinu. Allir sem til þekkja vita að þetta er ekki rétt og með hliðsjón af pólitískri fortíð mannsins þá gæti það verið ljúf tilhugsun, að snúa heim og hjúfra sig þar aftur undir sæng Sjálfstæðisflokksins. Að flýja sjálfan sig Með því að flýja sjálfan sig í meirihlutanum trúir hann að hann geti náð fríu spili í pólitíkinni. Það fría spil munu kjósendum sjá strax í haust í alls konar gylliboðum, yfirboðum og patentlausnum á öllum sviðum. Flokkur hans stundaði þannig pólitík fyrir síðustu kosningar. Þá var lofað jarðgöngum vítt og breitt gegnum fjöll og heiðar. Toppurinn á því leikriti var þó þegar formaður flokksins, gaf í glas, og sviðsetti fyrstu skóflustunguna fyrir brúna yfir Ölfusá. Milljarða verkefni, sem þó var ekki lokið við að teikna! Einar virðist trúa, að allt muni vaxa og dafna hjá Framsókn nái hún fríu spili með loforð og gylliboð til kjósenda. Til þess þarf hún þó að losa sig við allt samstaf og ábyrgð. Sú er ástæða þess að flokkur hans stekkur nú undan árum í brimgarðinum og fer að dreifa mykju á malbik í Reykjavík, og þau sem þar starfa. Höfundur er félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Birgir Dýrfjörð Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Það hlakkar í mörgum að með slitum á meirihlutanum í Reykjavík hafi framsóknarmönnum orðið á mjög alvarleg yfirsjón. Ég held aftur á móti að útganga Framsóknar sé þaulhugsuð brella í bland við pólitíska heimþrá borgarstjórans. Hafa ber í huga að samkvæmt mælingum hefur Framsóknarflokkurinn tapað öllu sínu fylgi í Reykjavík og fjórum borgarfulltrúum, þeir mælast nú þannig að þeir ná ekki einu sinni einum borgarfulltrúa. Erfiðast er þó, að þeir kunna engin ráð til að ná athygli kjósenda. Framsókn er því fylgislega gjaldþrota í höfuðborginni. Þessi auma staða og að flokkurinn geti ekki náð athygli, er að mínu viti ástæðan fyrir brotthlaupi hans úr meirihlutanum. Við skulum athuga hvaða skýringu Framsókn valdi sér þegar hún sleit meirihlutanum. Einar borgarstjóri segir: Að Framsóknarmenn hafi myndað meirihluta til að vinna að framfararmálum fyrir borgarbúa en sá ásetningur hafi alltaf strandað á andstöðu samstarfsflokka hans, að lokum hafi hann gefist upp og þá hafi ekkert annað verið í stöðunni en að slíta samstarfinu. Allir sem til þekkja vita að þetta er ekki rétt og með hliðsjón af pólitískri fortíð mannsins þá gæti það verið ljúf tilhugsun, að snúa heim og hjúfra sig þar aftur undir sæng Sjálfstæðisflokksins. Að flýja sjálfan sig Með því að flýja sjálfan sig í meirihlutanum trúir hann að hann geti náð fríu spili í pólitíkinni. Það fría spil munu kjósendum sjá strax í haust í alls konar gylliboðum, yfirboðum og patentlausnum á öllum sviðum. Flokkur hans stundaði þannig pólitík fyrir síðustu kosningar. Þá var lofað jarðgöngum vítt og breitt gegnum fjöll og heiðar. Toppurinn á því leikriti var þó þegar formaður flokksins, gaf í glas, og sviðsetti fyrstu skóflustunguna fyrir brúna yfir Ölfusá. Milljarða verkefni, sem þó var ekki lokið við að teikna! Einar virðist trúa, að allt muni vaxa og dafna hjá Framsókn nái hún fríu spili með loforð og gylliboð til kjósenda. Til þess þarf hún þó að losa sig við allt samstaf og ábyrgð. Sú er ástæða þess að flokkur hans stekkur nú undan árum í brimgarðinum og fer að dreifa mykju á malbik í Reykjavík, og þau sem þar starfa. Höfundur er félagi í Samfylkingunni.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar