Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 07:03 Í síðustu viku birtist grein með fyrirsögninni ,,Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn“ þar sem vísað var í útvarpsviðtal við verkefnastýru ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum sem sagði að á Íslandi væru miklu fleiri fullorðnir tilbúnir að eiga í kynferðislegum samskiptum við börn en við áttum okkur á. Þessi samskipti fara reglulega fram á netinu. Í viðtalinu kom fram mikilvægi þess að fræða foreldra en fullorðnir hefðu ,,sofið á verðinum“ varðandi eftirlit við netnotkun barna. Í dag er alþjóðlegur dagur öruggari netnotkunar (e. Safer Internet Day). Sem foreldrar pössum við að börnin okkar kunni umferðarreglurnar áður en þau þurfa að ganga ein yfir götur og við gætum þess að þau séu vel klædd ef það er kalt úti. Við segjum þeim líka hiklaust að ræða ekki við ókunnuga sem gætu nálgast þau á förnum vegi. Af því við viljum að þau séu örugg og undirbúin fyrir aðstæður sem þau gætu lent í. En hversu miklum tíma eyða börnin okkar á ,,förnum vegi“ miðað við tímann sem þau eyða eftirlitslaus á netinu? iPod-kynslóðin í foreldrahlutverkinu Ef þú ert foreldri grunnskólabarns í dag þá er ekki ólíklegt að þú munir eftir því þegar heimasíminn var ónothæfur á meðan þú fórst á netið, hvernig þér leið þegar þú fékkst fyrsta iPodinn þinn og þú getur líklega sungið laglínuna í ,,Nokia tune“ án þess að hugsa þig um. Við fengum tækifæri til að kynnast tækninni og netinu á meðan það þróaðist og kom smátt og smátt í meiri mæli inn í líf okkar. Við lærðum með því að prófa okkur áfram því þessi heimur var nýr fyrir öllum og þar af leiðandi ekki margir til að kenna okkur. Það sama gildir ekki um börnin okkar. Þau geta vissulega prófað sig áfram og hafa gott af því í einhverjum tilfellum en við þurfum að undirbúa þau, rétt eins og við kennum þeim að hlaupa ekki yfir götuna án þess að líta til beggja hliða. Hvar getum við byrjað? Ef við fáum upp á skjáinn glugga með skilaboðum um að við höfum unnið nýjan síma eða fúlgur fjár þá vitum við betur. Við smellum ekki á augljósar falsfréttir því við vitum betur. En þau? Af hverju ættu börn í kringum 10 ára aldur að vita betur? Eins ef þau eru í leikjum á borð við Roblox þar sem notendur geta sent vinabeiðnir og skilaboð, þá ætti það ekki að vera á þeirra ábyrgð að vita að þarna leynist margar hættur ef enginn hefur sagt þeim það. Umræða um miðlalæsi og netöryggi þarf alls ekki að vera hræðsluáróður. Í nýliðinni viku setti breska sendiráðið í loftið verkefni ásamt forseta Íslands. Verkefnið er tölvuleikur sem kennir börnum miðlalæsi og ábyrga nethegðun. Leikurinn heitir Digiworld, er ókeypis, opinn öllum og safnar engum persónugögnum. Hann var gerður af bresku samtökunum ParentZone sem hjálpa fjölskyldum að nálgast stafræna hluta fjölskyldulífsins á heilbrigðari og öruggari hátt. Undirrituð vann að þýðingu leiksins fyrir hönd breska sendiráðsins. Í samstarfi við Reykjavíkurborg hefur leikurinn verið prófaður sem heimanám fyrir börn í 3. – 4. bekkjum þriggja grunnskóla og lögð áhersla á að foreldrar fari í gegnum leikinn með börnum sínum. Það er fyrst og fremst gert til að koma af stað umræðu inni á heimilinu og auðvelda foreldrum að ræða þessi mál við börn sín. Leikurinn er kominn inn á fræðslugátt MMS (Miðstöð menntunar og skólaþjónustu) og markmiðið er að fleiri skólar noti leikinn sem heimanám í framhaldinu. Þessi pistill er hvatning til foreldra að spjalla við börnin sín um þessi mál. Jafnframt er mikilvægt að við sem foreldrar og forráðamenn séum til staðar og fullvissum börnin okkar um að þau geti alltaf leitað aðstoðar ef eitthvað sem þau sjá eða heyra á netinu veldur þeim óþægindum. Það væri auðvitað best ef engar hættur leyndust á netinu en því miður er það ekki svo. Við þurfum að búa til kynslóð sem er meðvituð og undirbúin. Við viljum ekki sofa lengur á verðinum. Höfundur er samskiptastjóri breska sendiráðsins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Börn og uppeldi Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist grein með fyrirsögninni ,,Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn“ þar sem vísað var í útvarpsviðtal við verkefnastýru ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum sem sagði að á Íslandi væru miklu fleiri fullorðnir tilbúnir að eiga í kynferðislegum samskiptum við börn en við áttum okkur á. Þessi samskipti fara reglulega fram á netinu. Í viðtalinu kom fram mikilvægi þess að fræða foreldra en fullorðnir hefðu ,,sofið á verðinum“ varðandi eftirlit við netnotkun barna. Í dag er alþjóðlegur dagur öruggari netnotkunar (e. Safer Internet Day). Sem foreldrar pössum við að börnin okkar kunni umferðarreglurnar áður en þau þurfa að ganga ein yfir götur og við gætum þess að þau séu vel klædd ef það er kalt úti. Við segjum þeim líka hiklaust að ræða ekki við ókunnuga sem gætu nálgast þau á förnum vegi. Af því við viljum að þau séu örugg og undirbúin fyrir aðstæður sem þau gætu lent í. En hversu miklum tíma eyða börnin okkar á ,,förnum vegi“ miðað við tímann sem þau eyða eftirlitslaus á netinu? iPod-kynslóðin í foreldrahlutverkinu Ef þú ert foreldri grunnskólabarns í dag þá er ekki ólíklegt að þú munir eftir því þegar heimasíminn var ónothæfur á meðan þú fórst á netið, hvernig þér leið þegar þú fékkst fyrsta iPodinn þinn og þú getur líklega sungið laglínuna í ,,Nokia tune“ án þess að hugsa þig um. Við fengum tækifæri til að kynnast tækninni og netinu á meðan það þróaðist og kom smátt og smátt í meiri mæli inn í líf okkar. Við lærðum með því að prófa okkur áfram því þessi heimur var nýr fyrir öllum og þar af leiðandi ekki margir til að kenna okkur. Það sama gildir ekki um börnin okkar. Þau geta vissulega prófað sig áfram og hafa gott af því í einhverjum tilfellum en við þurfum að undirbúa þau, rétt eins og við kennum þeim að hlaupa ekki yfir götuna án þess að líta til beggja hliða. Hvar getum við byrjað? Ef við fáum upp á skjáinn glugga með skilaboðum um að við höfum unnið nýjan síma eða fúlgur fjár þá vitum við betur. Við smellum ekki á augljósar falsfréttir því við vitum betur. En þau? Af hverju ættu börn í kringum 10 ára aldur að vita betur? Eins ef þau eru í leikjum á borð við Roblox þar sem notendur geta sent vinabeiðnir og skilaboð, þá ætti það ekki að vera á þeirra ábyrgð að vita að þarna leynist margar hættur ef enginn hefur sagt þeim það. Umræða um miðlalæsi og netöryggi þarf alls ekki að vera hræðsluáróður. Í nýliðinni viku setti breska sendiráðið í loftið verkefni ásamt forseta Íslands. Verkefnið er tölvuleikur sem kennir börnum miðlalæsi og ábyrga nethegðun. Leikurinn heitir Digiworld, er ókeypis, opinn öllum og safnar engum persónugögnum. Hann var gerður af bresku samtökunum ParentZone sem hjálpa fjölskyldum að nálgast stafræna hluta fjölskyldulífsins á heilbrigðari og öruggari hátt. Undirrituð vann að þýðingu leiksins fyrir hönd breska sendiráðsins. Í samstarfi við Reykjavíkurborg hefur leikurinn verið prófaður sem heimanám fyrir börn í 3. – 4. bekkjum þriggja grunnskóla og lögð áhersla á að foreldrar fari í gegnum leikinn með börnum sínum. Það er fyrst og fremst gert til að koma af stað umræðu inni á heimilinu og auðvelda foreldrum að ræða þessi mál við börn sín. Leikurinn er kominn inn á fræðslugátt MMS (Miðstöð menntunar og skólaþjónustu) og markmiðið er að fleiri skólar noti leikinn sem heimanám í framhaldinu. Þessi pistill er hvatning til foreldra að spjalla við börnin sín um þessi mál. Jafnframt er mikilvægt að við sem foreldrar og forráðamenn séum til staðar og fullvissum börnin okkar um að þau geti alltaf leitað aðstoðar ef eitthvað sem þau sjá eða heyra á netinu veldur þeim óþægindum. Það væri auðvitað best ef engar hættur leyndust á netinu en því miður er það ekki svo. Við þurfum að búa til kynslóð sem er meðvituð og undirbúin. Við viljum ekki sofa lengur á verðinum. Höfundur er samskiptastjóri breska sendiráðsins í Reykjavík.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun