Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar 10. febrúar 2025 09:03 Þeir uppalendur sem ég hef hitt sem eru að ala upp barn eftir einhvers konar missi eiga það sameiginlegt að óttast að missirinn hafi hamlandi og niðurbrjótandi áhrif á barnið þeirra. Þau eru að velta því fyrir sér hvort að það verði í lagi með barnið þrátt fyrir erfiðleika og sömuleiðis hvað sé hægt að gera til þess að hjálpa þeim að vaxa og dafna og eignast gott líf. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á sorgarúrvinnslu barna á borð við The Harvard Child Bereavement Study benda til þess að nokkrir lykilþættir geti haft verndandi áhrif á börn í sorg. Þeir þættir sem stuðla að góðri aðlögun barna við sárum missi og gera það að verkum að þeim gengur betur að vinna sig í gegnum verkefni sorgarinnar eru: sterk sjálfsmynd og trú á eigin getu fáar breytingar á daglegu lífi eftir missi og lítið auka álag í tengslum við breytingar notkun barnsins á virkum tilfinningalegum bjargráðum örugg tengsl við foreldra að eiga foreldri sem tekst á við sína sorg á heilbrigðan hátt og nýtir virk tilfinningaleg bjargráð í sinni úrvinnslu Virk tilfinningaleg bjargráð er allt það sem fólk grípur til sem hjálpar þeim að takast á við aðstæður en flýja þær ekki. Vanvirk tilfinningaleg bjargráð fela það í sér að reyna að forðast vanlíðan eftir bestu getu en reynslan sýnir að slíkar aðferðir ganga ekki til lengdar og leysa engan vanda. Dæmi um slík viðbrögð væri að skella sök á manneskjur; annað hvort aðra eða sjálfan sig, að dreifa huganum og forðast þannig vandamál og hvers kyns neysla sem er til þess gerð að deyfa og forðast erfiðar tilfinningar t.a.m. áfengis- og vímuefnaneysla. Annað sem einkennir vanvirk bjargráð er félagsleg einangrun sem þá felur einnig í sér að afþakka aðstoð og stuðning. Kjarni þessara vanvirku aðferða er hugsunin ,,það er ekkert sem ég get gert”. Þegar foreldri hefur ekki trú á eigin getu er sömuleiðis líklegt að barnið hugsi um sig á sama hátt. Ýmsar rannsóknir á einstaklingum í sorg hafa sýnt fram á að þau sem geta endurskilgreint vandamál og fundið ljósa punkta í erfiðum aðstæðum gengur betur að vinna sig í gegnum áföll. Þarna getur t.d. húmor gegnt mikilvægu hlutverki því hann byggir m.a. á því að geta fjarlægt sig aðstæðunum tímabundið og séð þær frá öðru og þá kómískara sjónarhorni. Partur af virkum tilfinningalegum bjargráðum er að geta viðrað tilfinningar sínar við aðra í stað þess að loka þær inni. Best er þegar manneskjur geta bæði tjáð sig um jákvæðar og neikvæðar tilfinningar á hátt sem fælir ekki áheyrendurna í burtu. Getan til að þiggja stuðning er líka hluti af þessum árangursríku bjargráðum. Sú geta dregur ekki úr virkni þess sem syrgir og þiggur aðstoðina heldur þvert á móti eykur hana og auðveldar syrgjandi fólki að framkvæma ýmsa erfiða hluti sem aftur eykur sjálfstraust þeirra. Besta forspáin um það hversu vel barni muni ganga að aðlagast erfiðum missi er virkni og bjargráð uppalenda eða eftirlifandi foreldris. Fjölskyldan sem heild er einnig stór áhrifaþáttur en þeim fjölskyldum sem gengur vel að aðlagast missi eru samheldnar, ástunda virk bjargráð, tala opinskátt um þau sem eru látin eða missinn sem þau urðu fyrir og geta endurskilgreint missinn á þann hátt að koma líka auga á jákvæða þætti í erfiðri lífsreynslu. Þegar fullorðna fólkið er fullorðið geta börnin fengið að vera börn og þroskast á sínum hraða í öruggu skjóli. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Börn og uppeldi Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir uppalendur sem ég hef hitt sem eru að ala upp barn eftir einhvers konar missi eiga það sameiginlegt að óttast að missirinn hafi hamlandi og niðurbrjótandi áhrif á barnið þeirra. Þau eru að velta því fyrir sér hvort að það verði í lagi með barnið þrátt fyrir erfiðleika og sömuleiðis hvað sé hægt að gera til þess að hjálpa þeim að vaxa og dafna og eignast gott líf. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á sorgarúrvinnslu barna á borð við The Harvard Child Bereavement Study benda til þess að nokkrir lykilþættir geti haft verndandi áhrif á börn í sorg. Þeir þættir sem stuðla að góðri aðlögun barna við sárum missi og gera það að verkum að þeim gengur betur að vinna sig í gegnum verkefni sorgarinnar eru: sterk sjálfsmynd og trú á eigin getu fáar breytingar á daglegu lífi eftir missi og lítið auka álag í tengslum við breytingar notkun barnsins á virkum tilfinningalegum bjargráðum örugg tengsl við foreldra að eiga foreldri sem tekst á við sína sorg á heilbrigðan hátt og nýtir virk tilfinningaleg bjargráð í sinni úrvinnslu Virk tilfinningaleg bjargráð er allt það sem fólk grípur til sem hjálpar þeim að takast á við aðstæður en flýja þær ekki. Vanvirk tilfinningaleg bjargráð fela það í sér að reyna að forðast vanlíðan eftir bestu getu en reynslan sýnir að slíkar aðferðir ganga ekki til lengdar og leysa engan vanda. Dæmi um slík viðbrögð væri að skella sök á manneskjur; annað hvort aðra eða sjálfan sig, að dreifa huganum og forðast þannig vandamál og hvers kyns neysla sem er til þess gerð að deyfa og forðast erfiðar tilfinningar t.a.m. áfengis- og vímuefnaneysla. Annað sem einkennir vanvirk bjargráð er félagsleg einangrun sem þá felur einnig í sér að afþakka aðstoð og stuðning. Kjarni þessara vanvirku aðferða er hugsunin ,,það er ekkert sem ég get gert”. Þegar foreldri hefur ekki trú á eigin getu er sömuleiðis líklegt að barnið hugsi um sig á sama hátt. Ýmsar rannsóknir á einstaklingum í sorg hafa sýnt fram á að þau sem geta endurskilgreint vandamál og fundið ljósa punkta í erfiðum aðstæðum gengur betur að vinna sig í gegnum áföll. Þarna getur t.d. húmor gegnt mikilvægu hlutverki því hann byggir m.a. á því að geta fjarlægt sig aðstæðunum tímabundið og séð þær frá öðru og þá kómískara sjónarhorni. Partur af virkum tilfinningalegum bjargráðum er að geta viðrað tilfinningar sínar við aðra í stað þess að loka þær inni. Best er þegar manneskjur geta bæði tjáð sig um jákvæðar og neikvæðar tilfinningar á hátt sem fælir ekki áheyrendurna í burtu. Getan til að þiggja stuðning er líka hluti af þessum árangursríku bjargráðum. Sú geta dregur ekki úr virkni þess sem syrgir og þiggur aðstoðina heldur þvert á móti eykur hana og auðveldar syrgjandi fólki að framkvæma ýmsa erfiða hluti sem aftur eykur sjálfstraust þeirra. Besta forspáin um það hversu vel barni muni ganga að aðlagast erfiðum missi er virkni og bjargráð uppalenda eða eftirlifandi foreldris. Fjölskyldan sem heild er einnig stór áhrifaþáttur en þeim fjölskyldum sem gengur vel að aðlagast missi eru samheldnar, ástunda virk bjargráð, tala opinskátt um þau sem eru látin eða missinn sem þau urðu fyrir og geta endurskilgreint missinn á þann hátt að koma líka auga á jákvæða þætti í erfiðri lífsreynslu. Þegar fullorðna fólkið er fullorðið geta börnin fengið að vera börn og þroskast á sínum hraða í öruggu skjóli. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun