Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar 9. febrúar 2025 16:02 Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú á einum mikilvægustu tímamótum í nærri aldarlangri sögu sinni. Eftir að hafa nær óslitið stjórnað og mótað íslenskt samfélag stóran hluta 20. og 21. aldar stendur flokkurinn frammi fyrir áskorunum, sem og stórkostlegum tækifærum. Áskoranirnar felast í hinu sögulega lága fylgi flokksins á landsvísu í síðustu þingkosningum og þeirri staðreynd að flokkurinn er um þessar mundir utan ríkisstjórnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú gefst tækifæri til að snúa þessari stöðu og nýta þann frjóa jarðveg sem er til staðar meðal sjálfstæðisfólks um allt land, í sveitastjórnum og atvinnulífi. Þar á Sjálfstæðisflokkurinn öflugt bakland sem mikilvægt er að virkja. Það er ljóst að stjórnarsamstarfið við Vinstri græn reyndist Sjálfstæðisflokknum dýrkeypt. Flokkurinn vék of mikið frá stefnu sinni, þeirri stefnu sem hefur verið lykill að velgengni hans og íslensks samfélags í hartnær 100 ár. Úrslit síðustu þingkosninga sýndu að þegar flokkar hætta að tala fyrir stefnu sinni í ríkisstjórnarsamstarfi er þeim refsað. Einn gárungi sagði mér frá tilfinningu sinni gagnvart síðustu ríkisstjórn: Honum fannst eins og formenn stjórnarflokkanna þriggja hefðu allir getað verið formenn hinna flokkanna. Með sífelldum málamiðlunum hyrfi pólitísk sérstaða og um leið tilgangur og hlutverk. Það er því mikilvægt að sjálfstæðisfólk kjósi sér formann sem hefur sýnt í orðum og gjörðum að hann starfar eftir sjálfstæðisstefnunni og hvikar hvergi. Þetta eru þau tímamót sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur á. Það er ekki nóg að benda á breytt flokkakerfi og nýja flokka sem orsök minnkandi fylgis. Við verðum að horfast í augu við að framtíðinni verður aðeins breytt ef við lærum af fortíðinni. Sjálfstæðisstefnan snýst um frelsi, fullveldi, einstaklingsframtak og að Ísland verði land tækifæranna. Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn formann sem skilur þær hröðu breytingar sem samfélagið er að ganga í gegnum og sér hvernig fjölskyldur, einstaklingar og fyrirtæki geta skapað tækifæri fyrir sig og samfélagið allt í þeim breytingum. Þess vegna ætla ég að kjósa Áslaugu Örnu sem formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú á einum mikilvægustu tímamótum í nærri aldarlangri sögu sinni. Eftir að hafa nær óslitið stjórnað og mótað íslenskt samfélag stóran hluta 20. og 21. aldar stendur flokkurinn frammi fyrir áskorunum, sem og stórkostlegum tækifærum. Áskoranirnar felast í hinu sögulega lága fylgi flokksins á landsvísu í síðustu þingkosningum og þeirri staðreynd að flokkurinn er um þessar mundir utan ríkisstjórnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú gefst tækifæri til að snúa þessari stöðu og nýta þann frjóa jarðveg sem er til staðar meðal sjálfstæðisfólks um allt land, í sveitastjórnum og atvinnulífi. Þar á Sjálfstæðisflokkurinn öflugt bakland sem mikilvægt er að virkja. Það er ljóst að stjórnarsamstarfið við Vinstri græn reyndist Sjálfstæðisflokknum dýrkeypt. Flokkurinn vék of mikið frá stefnu sinni, þeirri stefnu sem hefur verið lykill að velgengni hans og íslensks samfélags í hartnær 100 ár. Úrslit síðustu þingkosninga sýndu að þegar flokkar hætta að tala fyrir stefnu sinni í ríkisstjórnarsamstarfi er þeim refsað. Einn gárungi sagði mér frá tilfinningu sinni gagnvart síðustu ríkisstjórn: Honum fannst eins og formenn stjórnarflokkanna þriggja hefðu allir getað verið formenn hinna flokkanna. Með sífelldum málamiðlunum hyrfi pólitísk sérstaða og um leið tilgangur og hlutverk. Það er því mikilvægt að sjálfstæðisfólk kjósi sér formann sem hefur sýnt í orðum og gjörðum að hann starfar eftir sjálfstæðisstefnunni og hvikar hvergi. Þetta eru þau tímamót sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur á. Það er ekki nóg að benda á breytt flokkakerfi og nýja flokka sem orsök minnkandi fylgis. Við verðum að horfast í augu við að framtíðinni verður aðeins breytt ef við lærum af fortíðinni. Sjálfstæðisstefnan snýst um frelsi, fullveldi, einstaklingsframtak og að Ísland verði land tækifæranna. Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn formann sem skilur þær hröðu breytingar sem samfélagið er að ganga í gegnum og sér hvernig fjölskyldur, einstaklingar og fyrirtæki geta skapað tækifæri fyrir sig og samfélagið allt í þeim breytingum. Þess vegna ætla ég að kjósa Áslaugu Örnu sem formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun