Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar 22. október 2025 09:01 Hvernig getum við sameinast, brugðist við og staðið saman í baráttunni fyrir réttindum kvenna og stúlkna og jafnrétti kynjanna? Þetta er meginspurning fjórða ráðherrafundar femínískrar utanríkisstefnu, sem Frakkland stendur fyrir dagana 22.–23. október 2025. Á ráðstefnunni koma saman utanríkisráðherrar frá öllum heimshlutum, fulltrúar alþjóðastofnana, opinberra þróunar- og fjárfestingarbanka, auk fulltrúa borgaralegs samfélags, vísindaheimsins og góðgerðarsjóða. Frá árinu 2019 hefur Frakkland fylgt femínískri utanríkisstefnu, þar sem jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna eru sett í forgang í allri utanríkisstefnu landsins: á sviði friðar og öryggis, þróunar, lýðræðislegrar stjórnarhátta og mannúðaraðstoðar. Þetta eru ekki einungis markmið í orði heldur endurspeglast þau í raunhæfri stefnumótun og traustu samstarfi við alþjóðlega aðila. Frakkland og samstarfsaðilar þess starfa nú þegar að vernd réttinda kvenna og stúlkna Frakkland hefur gert jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna og stúlkna að stefnumarkandi þjóðaröryggismáli, til að byggja upp réttlát, friðsæl og sjálfbær samfélög.Rannsóknir sýna að þátttaka kvenna í friðarviðræðum eykur líkur á varanlegum samningum um 35%. Á sama hátt stuðla stefnumótandi aðgerðir sem taka jafnrétti alvarlega að betri árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, auknum hagvexti og meiri seiglu samfélaga. Þann 7. mars 2025 kynnti Frakkland sína alþjóðlegu femínísku utanríkisstefnu. Þar er áhersla lögð á vernd kynheilbrigðis og kynfrelsis. Frakkland hefur skilgreint ný forgangsverkefni þar sem jafnrétti kynjanna er í forgrunni við viðbrögð landsins við áskorunum samtímans — átökum og kreppum, loftslagsbreytingum, heilbrigðismálum, alþjóðlegum fjármálum, tækni og gervigreind. Frakkland leiðir nýstárleg verkefni Femínísk utanríkisstefna Frakklands hefur leitt til fjölda framúrskarandi verkefna. Þar má nefna FSOF – styrktarsjóð fyrir kvennasamtök, sem var stofnaður árið 2020 og hefur stutt yfir 1.400 samtök í 75 löndum.Annað dæmi er vettvangur fyrir réttindi kvenna á netinu, stofnaður árið 2024 – fyrsti alþjóðlegi vettvangurinn fyrir samstarf og nýsköpun gegn kynbundnu ofbeldi í stafrænu umhverfi. Enn langt í mark Þrátt fyrir þessar framfarir er enn langt í mark. Samkvæmt UN Women mun það taka, á núverandi hraða, nærri 300 ár að ná fullu jafnrétti á heimsvísu.Kynbundið ofbeldi er að aukast : kynferðisofbeldi í tengslum við átök jókst um 50% á milli áranna 2022 og 2023. Enn í dag eru milljónir kvenna sviptar grundvallarrétti sínum til að ráða yfir eigin líkama: 193 milljónir hafa einungis aðgang að þungunarrofi ef líf þeirra er í hættu, og 142 milljónir hafa engan aðgang að slíku, við neinar aðstæður.Í löndum þar sem átök og kreppur hafa rofið samfélagsgerðina – eins og í Afganistan, Íran, Gaza, Úkraínu og Súdan – eru það fyrst og fremst réttindi kvenna sem verða fyrir barðinu. Alþjóðleg ráðstefna til að staðfesta sameiginlega baráttu Í alþjóðlegu samhengi þar sem fjármögnun jafnréttismála dregst saman og hreyfingar í andstöðu jafnréttis ná fótfestu, mun þessi fjórði ráðherrafundur femínískra utanríkisstefna endurnýja sameiginlega ákvörðun okkar um að verja og efla réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna – án þess að sætta okkur við neina afturför.Saman munum við halda áfram baráttunni. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frakkland Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Sjá meira
Hvernig getum við sameinast, brugðist við og staðið saman í baráttunni fyrir réttindum kvenna og stúlkna og jafnrétti kynjanna? Þetta er meginspurning fjórða ráðherrafundar femínískrar utanríkisstefnu, sem Frakkland stendur fyrir dagana 22.–23. október 2025. Á ráðstefnunni koma saman utanríkisráðherrar frá öllum heimshlutum, fulltrúar alþjóðastofnana, opinberra þróunar- og fjárfestingarbanka, auk fulltrúa borgaralegs samfélags, vísindaheimsins og góðgerðarsjóða. Frá árinu 2019 hefur Frakkland fylgt femínískri utanríkisstefnu, þar sem jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna eru sett í forgang í allri utanríkisstefnu landsins: á sviði friðar og öryggis, þróunar, lýðræðislegrar stjórnarhátta og mannúðaraðstoðar. Þetta eru ekki einungis markmið í orði heldur endurspeglast þau í raunhæfri stefnumótun og traustu samstarfi við alþjóðlega aðila. Frakkland og samstarfsaðilar þess starfa nú þegar að vernd réttinda kvenna og stúlkna Frakkland hefur gert jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna og stúlkna að stefnumarkandi þjóðaröryggismáli, til að byggja upp réttlát, friðsæl og sjálfbær samfélög.Rannsóknir sýna að þátttaka kvenna í friðarviðræðum eykur líkur á varanlegum samningum um 35%. Á sama hátt stuðla stefnumótandi aðgerðir sem taka jafnrétti alvarlega að betri árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, auknum hagvexti og meiri seiglu samfélaga. Þann 7. mars 2025 kynnti Frakkland sína alþjóðlegu femínísku utanríkisstefnu. Þar er áhersla lögð á vernd kynheilbrigðis og kynfrelsis. Frakkland hefur skilgreint ný forgangsverkefni þar sem jafnrétti kynjanna er í forgrunni við viðbrögð landsins við áskorunum samtímans — átökum og kreppum, loftslagsbreytingum, heilbrigðismálum, alþjóðlegum fjármálum, tækni og gervigreind. Frakkland leiðir nýstárleg verkefni Femínísk utanríkisstefna Frakklands hefur leitt til fjölda framúrskarandi verkefna. Þar má nefna FSOF – styrktarsjóð fyrir kvennasamtök, sem var stofnaður árið 2020 og hefur stutt yfir 1.400 samtök í 75 löndum.Annað dæmi er vettvangur fyrir réttindi kvenna á netinu, stofnaður árið 2024 – fyrsti alþjóðlegi vettvangurinn fyrir samstarf og nýsköpun gegn kynbundnu ofbeldi í stafrænu umhverfi. Enn langt í mark Þrátt fyrir þessar framfarir er enn langt í mark. Samkvæmt UN Women mun það taka, á núverandi hraða, nærri 300 ár að ná fullu jafnrétti á heimsvísu.Kynbundið ofbeldi er að aukast : kynferðisofbeldi í tengslum við átök jókst um 50% á milli áranna 2022 og 2023. Enn í dag eru milljónir kvenna sviptar grundvallarrétti sínum til að ráða yfir eigin líkama: 193 milljónir hafa einungis aðgang að þungunarrofi ef líf þeirra er í hættu, og 142 milljónir hafa engan aðgang að slíku, við neinar aðstæður.Í löndum þar sem átök og kreppur hafa rofið samfélagsgerðina – eins og í Afganistan, Íran, Gaza, Úkraínu og Súdan – eru það fyrst og fremst réttindi kvenna sem verða fyrir barðinu. Alþjóðleg ráðstefna til að staðfesta sameiginlega baráttu Í alþjóðlegu samhengi þar sem fjármögnun jafnréttismála dregst saman og hreyfingar í andstöðu jafnréttis ná fótfestu, mun þessi fjórði ráðherrafundur femínískra utanríkisstefna endurnýja sameiginlega ákvörðun okkar um að verja og efla réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna – án þess að sætta okkur við neina afturför.Saman munum við halda áfram baráttunni. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun