Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar 22. október 2025 11:02 Síðan ég flutti til Íslands hef ég séð (Halloween) Hrekkjavöku festa rætur hér á landi, eflast með hverju árinu sem líður -sem mér finnst ánægjulegt. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Hrekkjavöku. Sumir telja hana fyrst og fremst vera viðskiptalegt fyrirbæri, enn eitt tækifærið til að eyða peningum, en ég sé hana öðruvísi. Hrekkjavaka snýst um samfélagið. Hugsið ykkur: nágrannar verja tíma sínum og peningum í að breyta heimilum sínum í draugaleg sýningarsvæði - ekki fyrir sjálfa sig, heldur til að gleðja börnin. Þetta eina kvöld á ári opnum við bókstaflega dyr okkar fyrir ókunnugum, brosum til litlu prinsessanna, uppvakninganna, geimfaranna og risaeðlanna. Foreldrar ganga um göturnar, heilsa kunningjum og vinum á meðan börnin hlaupa á undan í leit að sælgæti. Á venjulegu októberkvöldi værum við flest heima með ljósin dempuð og dyrnar lokaðar, föst í okkar daglegu rútínu. En á Hrekkjavöku lifna göturnar við. Fjölskyldur eru úti saman, þrátt fyrir veðrið sem Ísland hefur upp á að bjóða þennan dag. Þeir sem ekki eiga ung tröllabörn til að leiða um hverfið, standa samt við dyrnar með sælgæti og bros á vör. Það er það sem ég elska við Hrekkjavökuna - samkenndin og þátttakan. Þetta snýst ekki um sælgætið, heldur tengslin. Það breytir venjulegu kvöldi í eitthvað sérstakt, eitthvað mannlegt. Það sést að þessi hefð er í vexti - horfið bara á graskerin.Fyrir örfáum árum var það eins og að finna sjaldgæfan fjársjóð að sjá grasker í verslun í Reykjavík. Núna eru heilu tunnurnar af appelsínugulum graskerum í flestum matvöruverslunum sem ég tel skýr merki um að Ísland sé smám saman að taka upp þessa skemmtilegu hefð. (Smá áminning varðandi graskerin: nú þegar þau eru orðin svona algeng getur verið freistandi að brjóta eitt eða tvö. En þessi logandi grasker eru merki til krakkanna sem ganga í hús; smá ljósker samfélagsins okkar sem vert er að vernda. Svo takið börnin með ykkur, bæði ung og eldri, og hjálpumst að við að passa upp á graskerin.) Nokkur ráð til að gera kvöldið sem ánægjulegast fyrir alla: Börnin byrja venjulega að ganga í hús um klukkan 17. Í Norður-Ameríku myndi það halda áfram langt fram á kvöld, en hér virðist ró færast yfir um klukkan 20. Notið endurskinsmerki ef þið eruð úti eftir myrkur sérstaklega ef þið eruð dökkklædd sem Batman,norn eða þessháttar. Ef þið ætlið að taka á móti krökkum, kveikið á útiljósinu eða ljósinu í stofunni – það er alþjóðlegt merki um að húsið taki þátt. Ef sælgætið klárast eða viljið ekki taka þátt, slökkvið einfaldlega á ljósunum og blásið á kertin í graskerunum. Bjóðið aðeins upp á innpakkað sælgæti af öryggisástæðum. Í mörgum hverfum deilir fólk kortum sem sýna hvaða hús taka þátt. Ég vona að eftir nokkur ár þurfum við kannski ekki lengur kortin – við munum einfaldlega ganga út þann 31. október, og láta ljósin og logandi grasker leiða okkur um hverfin. Ég hef komist að því að vaxandi tilvist Hrekkjavaka hér segir margt um Ísland sjálft. Íslendingar eru mjög tengdir sínum samfélögum, en hringirnir eru oft þéttir og einkennast af friðhelgi. Að opna dyr sínar fyrir ókunnugum þykir ekki sjálfsagt hér, sem gerir Hrekkjavöku enn sérstæðari í mínum huga. Þetta eina kvöld á ári stíga Íslendingar út fyrir þægindarammann sinn til að fagna gleði, ímyndunarafli og tengslum - og það finnst mér eitthvað sem vert er að varðveita. Fyrir okkur öllog sérstaka börnin. Höfundur leiðir B2B teymið hjá Digido markaðsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrekkjavaka Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Síðan ég flutti til Íslands hef ég séð (Halloween) Hrekkjavöku festa rætur hér á landi, eflast með hverju árinu sem líður -sem mér finnst ánægjulegt. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Hrekkjavöku. Sumir telja hana fyrst og fremst vera viðskiptalegt fyrirbæri, enn eitt tækifærið til að eyða peningum, en ég sé hana öðruvísi. Hrekkjavaka snýst um samfélagið. Hugsið ykkur: nágrannar verja tíma sínum og peningum í að breyta heimilum sínum í draugaleg sýningarsvæði - ekki fyrir sjálfa sig, heldur til að gleðja börnin. Þetta eina kvöld á ári opnum við bókstaflega dyr okkar fyrir ókunnugum, brosum til litlu prinsessanna, uppvakninganna, geimfaranna og risaeðlanna. Foreldrar ganga um göturnar, heilsa kunningjum og vinum á meðan börnin hlaupa á undan í leit að sælgæti. Á venjulegu októberkvöldi værum við flest heima með ljósin dempuð og dyrnar lokaðar, föst í okkar daglegu rútínu. En á Hrekkjavöku lifna göturnar við. Fjölskyldur eru úti saman, þrátt fyrir veðrið sem Ísland hefur upp á að bjóða þennan dag. Þeir sem ekki eiga ung tröllabörn til að leiða um hverfið, standa samt við dyrnar með sælgæti og bros á vör. Það er það sem ég elska við Hrekkjavökuna - samkenndin og þátttakan. Þetta snýst ekki um sælgætið, heldur tengslin. Það breytir venjulegu kvöldi í eitthvað sérstakt, eitthvað mannlegt. Það sést að þessi hefð er í vexti - horfið bara á graskerin.Fyrir örfáum árum var það eins og að finna sjaldgæfan fjársjóð að sjá grasker í verslun í Reykjavík. Núna eru heilu tunnurnar af appelsínugulum graskerum í flestum matvöruverslunum sem ég tel skýr merki um að Ísland sé smám saman að taka upp þessa skemmtilegu hefð. (Smá áminning varðandi graskerin: nú þegar þau eru orðin svona algeng getur verið freistandi að brjóta eitt eða tvö. En þessi logandi grasker eru merki til krakkanna sem ganga í hús; smá ljósker samfélagsins okkar sem vert er að vernda. Svo takið börnin með ykkur, bæði ung og eldri, og hjálpumst að við að passa upp á graskerin.) Nokkur ráð til að gera kvöldið sem ánægjulegast fyrir alla: Börnin byrja venjulega að ganga í hús um klukkan 17. Í Norður-Ameríku myndi það halda áfram langt fram á kvöld, en hér virðist ró færast yfir um klukkan 20. Notið endurskinsmerki ef þið eruð úti eftir myrkur sérstaklega ef þið eruð dökkklædd sem Batman,norn eða þessháttar. Ef þið ætlið að taka á móti krökkum, kveikið á útiljósinu eða ljósinu í stofunni – það er alþjóðlegt merki um að húsið taki þátt. Ef sælgætið klárast eða viljið ekki taka þátt, slökkvið einfaldlega á ljósunum og blásið á kertin í graskerunum. Bjóðið aðeins upp á innpakkað sælgæti af öryggisástæðum. Í mörgum hverfum deilir fólk kortum sem sýna hvaða hús taka þátt. Ég vona að eftir nokkur ár þurfum við kannski ekki lengur kortin – við munum einfaldlega ganga út þann 31. október, og láta ljósin og logandi grasker leiða okkur um hverfin. Ég hef komist að því að vaxandi tilvist Hrekkjavaka hér segir margt um Ísland sjálft. Íslendingar eru mjög tengdir sínum samfélögum, en hringirnir eru oft þéttir og einkennast af friðhelgi. Að opna dyr sínar fyrir ókunnugum þykir ekki sjálfsagt hér, sem gerir Hrekkjavöku enn sérstæðari í mínum huga. Þetta eina kvöld á ári stíga Íslendingar út fyrir þægindarammann sinn til að fagna gleði, ímyndunarafli og tengslum - og það finnst mér eitthvað sem vert er að varðveita. Fyrir okkur öllog sérstaka börnin. Höfundur leiðir B2B teymið hjá Digido markaðsstofu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun