Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar 22. október 2025 07:01 Fyrir helgi fór Arctic circle ráðstefnan fram í Reykjavík. Þar kom ýmislegt áhugavert fram en það sem heltók mig voru nýjustu niðurstöður varðandi veltihringrásina. Það eru blikur á lofti yfir Norður-Atlantshafi. Nýjustu rannsóknir sýna að Golfstraumurinn (veltihringrásin eða AMOC), eitt af hafstraumakerfum jarðar sé í hættu. Það er þessu kerfi að þakka að Ísland er byggilegt því það flytur hlýjan sjó norður á bóginn og kaldan suður. Ef þetta kerfi stöðvast mun kólna allverulega á Íslandi. Þróunin í rannsóknum hefur verið hröð undanfarið en nú eru töluvert hærri líkur en áður voru taldar að þetta verði að veruleika. Ef við drögum verulega úr losun eru nú taldar 25% líkur á að kerfið stöðvist en ef losun heldur áfram að aukast eru 70% líkur á því. Ef við pælum aðeins í þessum líkum, þá eru þær svakalegar. Flest tryggingarfélög myndu líklega ekki tryggja mig ef 25% líkur væru á því að ég myndi lenda í lífshættulegu slysi. Ekki fjarlæg ógn Helstu vísindamenn heims í loftslagsmálum vara nú eindregið við þessari hættu og því er augljóslega þörf á hraðari minnkun útblásturs koltvísýrings í andrúmsloftið. Hrun þessa kerfis mun hafa alvarleg áhrif á loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi og á Norðurslóðum og í raun víðar. Ískaldir vetur á Norðurslóðum auk hækkaðs sjávarborðs og breytinga í regnskógum eru dæmi um þau áhrif sem við munum sjá. Og það er málið, við munum mögulega lifa til að sjá þessar breytingar, ef ekki þá að minnsta kosti börnin okkar. Nú þegar hefur hamfarahlýnunin haft mælanleg áhrif en straumurinn hefur ekki verið minni í 1600 ár. Misheppnaður Parísarsamningur Frá því að skrifað var undir Parísarsamninginn 2015 hefur Ísland, þvert á markmið samningsins, aukið útblástur gróðurhúsalofttegunda. Við erum langt á eftir þessum markmiðum og nýlega voru sett ný, raunhæfari markmið. Þetta þurfti að gera því stjórnvöld höfðu ekki fylgt eftir þeim metnaðarfullu markmiðum sem þau höfðu sett sér. Mörg lönd hafa reyndar ekki staðið sig, sum eru talin hafa skilað of metnaðarlitlum markmiðum og nýlega drógu Bandaríkin sig út úr samningnum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Síðustu tíu ár hafa verið þau heitustu frá því að mælingar hófust. Síðustu átta ár hafa verið slegin met árlega í sjávarhita. Aldrei hefur verið minni ís á Norðurskautinu. Aldrei hefur verið minni ís á Suðurskautinu. Aukning fellibylja hefur haft gríðarleg áhrif. Nú þarf að setja loftlagsmálin aftur á oddinn. Ísland þarf að standa fyrir sameiginlegu átaki þjóða á norðurslóðum og draga verulega úr losun á næstu árum með raunverulegum aðgerðum. Einhvern veginn er eins og í öllum hörmungunum sem eiga sér stað í heiminum í dag, þá hafi fólk alveg gleymt umhverfinu. Það væri skynsamlegt að endurvekja loftslagskvíðann. Hann er líklega einn af fáum kvíðum sem væri rökrétt að þjást af í dag. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir helgi fór Arctic circle ráðstefnan fram í Reykjavík. Þar kom ýmislegt áhugavert fram en það sem heltók mig voru nýjustu niðurstöður varðandi veltihringrásina. Það eru blikur á lofti yfir Norður-Atlantshafi. Nýjustu rannsóknir sýna að Golfstraumurinn (veltihringrásin eða AMOC), eitt af hafstraumakerfum jarðar sé í hættu. Það er þessu kerfi að þakka að Ísland er byggilegt því það flytur hlýjan sjó norður á bóginn og kaldan suður. Ef þetta kerfi stöðvast mun kólna allverulega á Íslandi. Þróunin í rannsóknum hefur verið hröð undanfarið en nú eru töluvert hærri líkur en áður voru taldar að þetta verði að veruleika. Ef við drögum verulega úr losun eru nú taldar 25% líkur á að kerfið stöðvist en ef losun heldur áfram að aukast eru 70% líkur á því. Ef við pælum aðeins í þessum líkum, þá eru þær svakalegar. Flest tryggingarfélög myndu líklega ekki tryggja mig ef 25% líkur væru á því að ég myndi lenda í lífshættulegu slysi. Ekki fjarlæg ógn Helstu vísindamenn heims í loftslagsmálum vara nú eindregið við þessari hættu og því er augljóslega þörf á hraðari minnkun útblásturs koltvísýrings í andrúmsloftið. Hrun þessa kerfis mun hafa alvarleg áhrif á loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi og á Norðurslóðum og í raun víðar. Ískaldir vetur á Norðurslóðum auk hækkaðs sjávarborðs og breytinga í regnskógum eru dæmi um þau áhrif sem við munum sjá. Og það er málið, við munum mögulega lifa til að sjá þessar breytingar, ef ekki þá að minnsta kosti börnin okkar. Nú þegar hefur hamfarahlýnunin haft mælanleg áhrif en straumurinn hefur ekki verið minni í 1600 ár. Misheppnaður Parísarsamningur Frá því að skrifað var undir Parísarsamninginn 2015 hefur Ísland, þvert á markmið samningsins, aukið útblástur gróðurhúsalofttegunda. Við erum langt á eftir þessum markmiðum og nýlega voru sett ný, raunhæfari markmið. Þetta þurfti að gera því stjórnvöld höfðu ekki fylgt eftir þeim metnaðarfullu markmiðum sem þau höfðu sett sér. Mörg lönd hafa reyndar ekki staðið sig, sum eru talin hafa skilað of metnaðarlitlum markmiðum og nýlega drógu Bandaríkin sig út úr samningnum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Síðustu tíu ár hafa verið þau heitustu frá því að mælingar hófust. Síðustu átta ár hafa verið slegin met árlega í sjávarhita. Aldrei hefur verið minni ís á Norðurskautinu. Aldrei hefur verið minni ís á Suðurskautinu. Aukning fellibylja hefur haft gríðarleg áhrif. Nú þarf að setja loftlagsmálin aftur á oddinn. Ísland þarf að standa fyrir sameiginlegu átaki þjóða á norðurslóðum og draga verulega úr losun á næstu árum með raunverulegum aðgerðum. Einhvern veginn er eins og í öllum hörmungunum sem eiga sér stað í heiminum í dag, þá hafi fólk alveg gleymt umhverfinu. Það væri skynsamlegt að endurvekja loftslagskvíðann. Hann er líklega einn af fáum kvíðum sem væri rökrétt að þjást af í dag. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun