Erlent

Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu

Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu.

Erlent

Særði minnst fimm með sverði í Lundúnum

Maður vopnaður sverði af japönskum stíl særði minnst fimm manns í Lundúnum í morgun. Maðurinn réðst á fólk í við Hainault lestarstöðina í úthverfi í norðausturhluta Lundúna, og var hann handtekinn í kjölfarið. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Erlent

Sánchez hættir við að segja af sér

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni.

Erlent

Vopna­hlé í sjón­máli?

Háttsettur embættismaður innan Hamas hefur sagt við AFP að samtökin geri engar meiriháttar athugasemdir við nýjar tillögur Ísraelsmanna um vopnahlé á Gasa.

Erlent

Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér

Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. 

Erlent

Harvey Weinstein lagður inn á spítala

Harvey Weinstein, kynferðisbrotamaður og fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var í dag lagður inn á spítala í New York til að undirgangast fjölda rannsókna. Lögmaður Weinstein segir heilsu hans vera afar slæma. 

Erlent

Trump lík­legur til að græða á úr­skurði Hæsta­réttar

Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á.

Erlent

Dómi Harvey Weinstein snúið við

Áfrýjunardómstóll í New York-ríki hefur snúið við nauðgunardómi kvikmyndaframleiðandans alræmda Harvey Weinstein frá árinu 2020. Hann hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð.

Erlent

Tekur fyrir að hafa verið „her­maður Hitlers“

Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Erlent

Sánchez í­hugar að segja af sér vegna meintrar spillingar

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. 

Erlent

Skipu­lögðu á­rásir í Þýska­landi og víðar í nafni ISKP

Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært sjö menn sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverkaárásir á vegum Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) þar í landi og annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Mennirnir eru sagðir hafa virt fyrir sér nokkur möguleg skotmörk og munu þeir hafa reynt að safna peningum og vopnum fyrir árásir. 

Erlent