Erlent

Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvate­mala

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fjölmargir hafa verið fluttir aftur til Guatemala síðustu vikur frá Bandaríkjunum. Á myndinni sést fólk bíða eftir ættingjum sínum á flugvellinum í höfuðborg landsins. 
Fjölmargir hafa verið fluttir aftur til Guatemala síðustu vikur frá Bandaríkjunum. Á myndinni sést fólk bíða eftir ættingjum sínum á flugvellinum í höfuðborg landsins.  AP Photo/Moises Castillo

Dómari í Bandaríkjunum stöðvaði á síðustu stundu flutning tuga fylgdarlausra barna sem stóð til að fljúga með til Gvatemala.

Málið tengist þeirri herferð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að losna við ólöglega innflytjendur úr landinu en börnin sem um ræðir komu einsömul til Bandaríkjanna og hafa verið í umsjá stjórnvalda á meðan farið er yfir beiðnir þeirra um landvistarleyfi.

Á dögunum var hinsvegar ákveðið, í samráði við yfirvöld í Guatemala, að senda hópinn, sem telur nokkra tugi barna, aftur til síns heima í Gvatemala. Lögfræðingar þeirra segja að þar séu þau í hættu á að lenda í misnotkun og verða fyrir ofbeldi og féllst dómarinn á að fresta brottfluningi þeirra, tímabundið hið minnsta.

Forseti Gvatemala segist ósáttur við þá niðurstöðu, enda hafi alltaf staiðið til að koma börnunum aftur til ættmenna sinna í landinu. Lögfræðingarnir draga þær fullyrðingar í efa, í sumum tilfellum í það minnsta. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×