Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2025 11:29 Donald Trump og þeir Narendra Modi og Xi Jinping. EPA og AP Leiðtogar Kína og Indlands, tveggja fjölmennustu ríkja heims, hétu því í morgun að verða félagar en ekki andstæðingar. Bæði ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum tollum af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna en ráðamenn í Kína hafa einnig áhuga á því að draga úr áhrifum Bandaríkjanna í Asíu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu á hliðarlínum ráðstefnu sem stendur nú yfir í Tianjin í Kína. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er einnig á ráðstefnunni auk rúmlega tuttugu annarra þjóðarleiðtoga sem eru flestir frá Mið-Asíu. Eftir fund þeirra sögðu Modi og Xi að samband ríkjanna færi batnandi, eftir langvarandi deilur sem snúið hafa meðal annars um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Indland og Kína búa yfir tveimur af stærstu hagkerfum heims og nái ráðamenn ríkjanna að leysa deilurnar þeirra á milli gæti það reynst báðum ríkjum mjög hagstætt. Tollar Trumps á Indland hafa aukið á áhyggjur þar að Indverjar hafi sett of mörg af sínum eggjum í körfu Bandaríkjanna, ef svo má segja, og Xi sér tækifæri til að víkka gjánna milli Indlands og Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt BBC lýsti Xi ríkjunum sem félögum og sagði að réttast væri fyrir bæði ríkin að vera vinir. Það yrði hagstæðast til lengri tíma. Modi sagði andrúmsloft friðar og stöðugleika ríkja milli þeirra. Vináttan sem endaði Modi og Trump hafa á undanförnum árum átt í mjög góðu sambandi þeirra á milli en það hefur breyst verulega á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega eftir að Trump setti samtals fimmtíu prósenta toll á vörur frá Indlandi. Þá sagði Trump að það væri vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi. Trump er þó sagður reiður út í Modi af persónulegri ástæðum. Eftir að til átaka kom milli Indlands og Pakistan í sumar hefur Trump margsinnis lýst því yfir að hann hafi bundið enda á átökin, sem voru þau nýjustu í áratugalöngum og oft blóðugum deilum ríkjanna. New York Times segir að þegar Trump og Modi töluðu saman í síma þann 17. júní hafi Trump enn einu sinni minnst á það hve stoltur hann væri að hafa bundið enda á átökin. Þá nefndi hann að Pakistanar ætluðu að tilnefna hann til friðarverðlauna Nóbels og gaf þannig í skyn að Modi ætti einnig að gera það. Því mótmælti Modi og sagði að aðkoma Bandaríkjanna hefði haft lítil áhrif á átökin. Þau hefðu verið stöðvuð með beinum viðræðum Indverja og Pakistana. Sjá einnig: „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Samkvæmt heimildum NYT mótmælti Trump því ekki en tók ummælin nærri sér og hefur sambandið þeirra á milli súrnað verulega síðan, samhliða viðræðum um viðskipti milli ríkjanna. Trump hætti nýverið við ferðalag til Indlands og beitti umfangsmiklum tollum gegn Indlandi, eins og áður hefur komið fram, en Bandaríkin eru stærsta viðskiptafyrirtæki Indlands. Mörg bandarísk fyrirtæki hafa fært útibú sín frá Kína til Indlands á undanförnum árum. Þetta hefur leitt til mikillar reiði í garð Trumps Indlandi. Kína Indland Bandaríkin Rússland Donald Trump Nóbelsverðlaun Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu á hliðarlínum ráðstefnu sem stendur nú yfir í Tianjin í Kína. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er einnig á ráðstefnunni auk rúmlega tuttugu annarra þjóðarleiðtoga sem eru flestir frá Mið-Asíu. Eftir fund þeirra sögðu Modi og Xi að samband ríkjanna færi batnandi, eftir langvarandi deilur sem snúið hafa meðal annars um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Indland og Kína búa yfir tveimur af stærstu hagkerfum heims og nái ráðamenn ríkjanna að leysa deilurnar þeirra á milli gæti það reynst báðum ríkjum mjög hagstætt. Tollar Trumps á Indland hafa aukið á áhyggjur þar að Indverjar hafi sett of mörg af sínum eggjum í körfu Bandaríkjanna, ef svo má segja, og Xi sér tækifæri til að víkka gjánna milli Indlands og Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt BBC lýsti Xi ríkjunum sem félögum og sagði að réttast væri fyrir bæði ríkin að vera vinir. Það yrði hagstæðast til lengri tíma. Modi sagði andrúmsloft friðar og stöðugleika ríkja milli þeirra. Vináttan sem endaði Modi og Trump hafa á undanförnum árum átt í mjög góðu sambandi þeirra á milli en það hefur breyst verulega á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega eftir að Trump setti samtals fimmtíu prósenta toll á vörur frá Indlandi. Þá sagði Trump að það væri vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi. Trump er þó sagður reiður út í Modi af persónulegri ástæðum. Eftir að til átaka kom milli Indlands og Pakistan í sumar hefur Trump margsinnis lýst því yfir að hann hafi bundið enda á átökin, sem voru þau nýjustu í áratugalöngum og oft blóðugum deilum ríkjanna. New York Times segir að þegar Trump og Modi töluðu saman í síma þann 17. júní hafi Trump enn einu sinni minnst á það hve stoltur hann væri að hafa bundið enda á átökin. Þá nefndi hann að Pakistanar ætluðu að tilnefna hann til friðarverðlauna Nóbels og gaf þannig í skyn að Modi ætti einnig að gera það. Því mótmælti Modi og sagði að aðkoma Bandaríkjanna hefði haft lítil áhrif á átökin. Þau hefðu verið stöðvuð með beinum viðræðum Indverja og Pakistana. Sjá einnig: „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Samkvæmt heimildum NYT mótmælti Trump því ekki en tók ummælin nærri sér og hefur sambandið þeirra á milli súrnað verulega síðan, samhliða viðræðum um viðskipti milli ríkjanna. Trump hætti nýverið við ferðalag til Indlands og beitti umfangsmiklum tollum gegn Indlandi, eins og áður hefur komið fram, en Bandaríkin eru stærsta viðskiptafyrirtæki Indlands. Mörg bandarísk fyrirtæki hafa fært útibú sín frá Kína til Indlands á undanförnum árum. Þetta hefur leitt til mikillar reiði í garð Trumps Indlandi.
Kína Indland Bandaríkin Rússland Donald Trump Nóbelsverðlaun Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira