Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2025 15:19 Frá Linnanmaan-sundlauginni í Oulu þar sem talið var að kúkur hefði fundist sex sinnum í sumar. Málið virðist þó ekki hafa verið svo einfalt. Oulu-borg Stjórnendur sundlaugar í Oulu í Finnlandi fullyrða að enginn „raðsundlaugakúkari“ hafi vísvitandi og ítrekað kúkað í laugina í sumar. Bæjaryfirvöld kærðu athæfið til lögreglu en nú er talið að í nokkrum tilfellum hafi ekki verið um kúk að ræða heldur blautan pappa. Fréttir af meintum sundlaugarníðingi í finnsku borginni hafa farið víða, sérstaklega eftir kæru bæjaryfirvalda. Hún var lögð fram eftir að loka þurfti lauginni sex sinnum í júlí eftir að saur fannst í lauginni og á bakka hennar. Nú segir finnska blaðið Helsingin Sanomat að enginn „raðsundlaugarkúkari“, eins og hann var nefndur í fjölmiðlum, hafi gengið laus í raun og veru. Í tveimur tilfellum af sex telji starfsmenn laugarinnar að það hafi verið blautur pappi sem fannst á bakkanum. Pappinn hafi líklega komið aftan af spjaldi sem sundþjálfarar nota til þess að tússa á þegar æfingar eru stundaðar í keppnislaug. Endar hans hafi dottið af og lent á bakkanum. Starfsmennirnir staðfestu að pappinn líktist verulega skít eftir að hann var geymdur í vatnsglasi. Blaðamaður finnska dagblaðsins segir líkindin óneitanleg. Vonast til þess að fólk láti strax vita af óhöppum Hin fjögur skiptin eru enn óupplýst en þar er talið að um raunverulegan kúk hafi verið að ræða. Erkko Korpela, yfirmaður sundlauga Oulu-borgar, segir ekkert benda til þess að einhver hafi kúkað viljandi í laugina. Það gerist um það bil mánaðarlega að kúkur finnist í vaðlaugum barna og í æfingalaugum fyrir aldraða og fatlaða. Foreldrar ungra barna láti yfirleitt vita af börn þeirra kúki í laugina. Öðru máli gegni um börn á skólaaldri. Þau vilji ekki endilega viðurkenna ef þau lendi í slíku slysi enda þyki það vandræðalegt. Vitað er að skólabörn voru í lauginni fyrir þau skipti sem kúkur fannst í henni. Antti Janesaro, sundkennari hjá Oulu-borg, segist vonast til þess að þeir sem lendi í slíkum óhöppum láti strax vita. Laugarstarfsmenn dæmi engan, þeir vilji aðeins tryggja öryggi og hreinlæti. „Það er enginn þörf á því að skella skuldinni á einhvern,“ segir hann. Í fréttafárinu í kringum meinta raðkúkarinn nú var rifjað upp að viðlíka ógn vomaði yfir borginni árið 2018. Þá lék grunur á því að einhver hefði ítrekað gert þarfir sínar í Raksila-sundlaugina. Eigandi þeirrar laugar segir að sökudólgurinn þá hafi verið ungmenni með meltingarvandamál. Finnland Sundlaugar og baðlón Erlend sakamál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Fréttir af meintum sundlaugarníðingi í finnsku borginni hafa farið víða, sérstaklega eftir kæru bæjaryfirvalda. Hún var lögð fram eftir að loka þurfti lauginni sex sinnum í júlí eftir að saur fannst í lauginni og á bakka hennar. Nú segir finnska blaðið Helsingin Sanomat að enginn „raðsundlaugarkúkari“, eins og hann var nefndur í fjölmiðlum, hafi gengið laus í raun og veru. Í tveimur tilfellum af sex telji starfsmenn laugarinnar að það hafi verið blautur pappi sem fannst á bakkanum. Pappinn hafi líklega komið aftan af spjaldi sem sundþjálfarar nota til þess að tússa á þegar æfingar eru stundaðar í keppnislaug. Endar hans hafi dottið af og lent á bakkanum. Starfsmennirnir staðfestu að pappinn líktist verulega skít eftir að hann var geymdur í vatnsglasi. Blaðamaður finnska dagblaðsins segir líkindin óneitanleg. Vonast til þess að fólk láti strax vita af óhöppum Hin fjögur skiptin eru enn óupplýst en þar er talið að um raunverulegan kúk hafi verið að ræða. Erkko Korpela, yfirmaður sundlauga Oulu-borgar, segir ekkert benda til þess að einhver hafi kúkað viljandi í laugina. Það gerist um það bil mánaðarlega að kúkur finnist í vaðlaugum barna og í æfingalaugum fyrir aldraða og fatlaða. Foreldrar ungra barna láti yfirleitt vita af börn þeirra kúki í laugina. Öðru máli gegni um börn á skólaaldri. Þau vilji ekki endilega viðurkenna ef þau lendi í slíku slysi enda þyki það vandræðalegt. Vitað er að skólabörn voru í lauginni fyrir þau skipti sem kúkur fannst í henni. Antti Janesaro, sundkennari hjá Oulu-borg, segist vonast til þess að þeir sem lendi í slíkum óhöppum láti strax vita. Laugarstarfsmenn dæmi engan, þeir vilji aðeins tryggja öryggi og hreinlæti. „Það er enginn þörf á því að skella skuldinni á einhvern,“ segir hann. Í fréttafárinu í kringum meinta raðkúkarinn nú var rifjað upp að viðlíka ógn vomaði yfir borginni árið 2018. Þá lék grunur á því að einhver hefði ítrekað gert þarfir sínar í Raksila-sundlaugina. Eigandi þeirrar laugar segir að sökudólgurinn þá hafi verið ungmenni með meltingarvandamál.
Finnland Sundlaugar og baðlón Erlend sakamál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira