Erlent

Saka Rússa um að ráðast á viðbragðsaðila

Úkraínsk stjórnvöld sökuðu rússneska herinn um að beina spjótum sínum sérstaklega að björgunarfólki í flugskeytaárásum sem voru gerðar á borgina Pokrovsk í austanverðri Úkraínu í gærkvöldi. Fimm féllu í árásinni.

Erlent

Sakar Wagner-hópinn um að not­færa sér á­standið í Níger

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins.

Erlent

Öflugt jökul­hlaup skolaði burt heilu húsunum

Engan sakaði þegar jökulhlaup hreif með sér íbúðarhús við bakka Mendenhall-árinnar í Juneau í Alaska í Bandaríkjunum um helgina. Hlaupið var mun kröftugra en fyrri flóð sem hafa orðið á undanförnum árum.

Erlent

Ó­veðrið Hans veldur usla á Norður­löndum

Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum.

Erlent

Sést aftur í sand í fyrsta sinn í langan tíma

Tvær milljónir kílóa af rusli hafa undanfarið verið hreinsaðar af strönd í höfuðborg Sómalíu. Verkið er alfarið unnið í sjálfboðavinnu. Þar sem nú sést í rusl sást eitt sinn í fallega strönd. 

Erlent

Refsing Naval­nís þyngd um ní­tján ár

Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm.

Erlent

Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna.

Erlent

Báru kennsl á 27 ára gamlar líkams­leifar á Gil­go ströndinni

Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað.

Erlent

Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína

Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu.

Erlent

Andrew Tate laus úr stofufangelsi

Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda, Andrew Tate, hefur unnið áfrýjun vegna stofufangelsis sem hann og bróðir hans Tristan höfðu verið dæmdir í en þeir hafa verið ákærðir í Rúmeníu fyrir mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi.

Erlent