Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2024 09:51 Skipagöngin yrðu þau fyrstu í heiminum. Framkvæmdir eiga að hefjast eftir rúmt ár. Kystverket Siglingastofnun Noregs, Kystverket, hefur tilkynnt að formlegt útboðsferli skipaganganna við Stað hefjist 1. desember næstkomandi. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir rúmt ár og að skipagöngin verði tilbúin í árslok 2030. Verkið verður í alútboði og byrjað á því að auglýsa forval. Áhugasömum verktökum býðst að mæta á ráðstefnu um útboðið á Gardermoen við Osló þann 17. desember. Þar verður verkefnið kynnt ítarlega. Þótt útboðið verði auglýst er gerð skipaganganna ekki í höfn. Norska Stórþingið setti það skilyrði að skipagöngin mættu ekki kosta meira en 5.060 milljarða norskra króna, andvirði 63 milljarða íslenskra króna. Tilboð sem berast þurfa að vera vel innan þess kostnaðarramma til að norska ríkisstjórnin gefi grænt ljós. Annars þarf að leggja málið aftur fyrir Stórþingið. Skipagöngin, sem yrðu þau fyrstu í heiminum, eru umdeild í Noregi. Af þeim sökum hafa þarlend stjórnvöld ítrekað frestað ákvörðun og sífellt beðið um nýjar úttektir og skýrslur. Margir telja framkvæmdina glórulausa sóun fjármuna og gagnrýna forgangsröðunina en hæpið þykir að siglingatollur muni standa undir kostnaði. Göngin verða 1,7 kílómetra löng, 37 metra breið og 50 metra há.Kystverket Helstu rökin með göngunum eru þau að auka öryggi sjófarenda um röstina og veðravítið við Stað, sem þykir einhver hættulegasta siglingaleið heims. Göngin njóta stuðnings sjávarútvegs og fiskeldis í Noregi sem og sveitarfélaga á nærsvæðinu. Ráðamenn þeirra sjá einnig þann kost að skipagöngin verði aðdráttarafl ferðamanna. Göngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há og 36 metra breið. Stærð þeirra miðast við að farþegaferjur Kystruten og Hurtigruten geti siglt með öryggi um göngin. Fyrstu skipin sigla í gegn eftir sex ár, gangi áætlanir eftir.Kystverket/Multiconsult/Link Arkitektur Samkvæmt tímaáætlun Kystverket hafa áhugasamir verktakar frest til 31. janúar til að gefa sig fram. Í marsmánuði verða þrír til fimm valdir til þátttöku í útboðinu. Þeir eiga síðan að skila inn fyrsta tilboði fyrir 1. júní og lokatilboði í október 2025. Ef allt gengur upp verður tilkynnt um val verktaka í nóvember og samningar þá undirritaðir. Verkið á að hefjast snemma árs 2026 og er framkvæmdatími áætlaður tæp fimm ár. Í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum má sjá hvernig verður að sigla um göngin: Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Ferðalög Tengdar fréttir Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20 Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Verkið verður í alútboði og byrjað á því að auglýsa forval. Áhugasömum verktökum býðst að mæta á ráðstefnu um útboðið á Gardermoen við Osló þann 17. desember. Þar verður verkefnið kynnt ítarlega. Þótt útboðið verði auglýst er gerð skipaganganna ekki í höfn. Norska Stórþingið setti það skilyrði að skipagöngin mættu ekki kosta meira en 5.060 milljarða norskra króna, andvirði 63 milljarða íslenskra króna. Tilboð sem berast þurfa að vera vel innan þess kostnaðarramma til að norska ríkisstjórnin gefi grænt ljós. Annars þarf að leggja málið aftur fyrir Stórþingið. Skipagöngin, sem yrðu þau fyrstu í heiminum, eru umdeild í Noregi. Af þeim sökum hafa þarlend stjórnvöld ítrekað frestað ákvörðun og sífellt beðið um nýjar úttektir og skýrslur. Margir telja framkvæmdina glórulausa sóun fjármuna og gagnrýna forgangsröðunina en hæpið þykir að siglingatollur muni standa undir kostnaði. Göngin verða 1,7 kílómetra löng, 37 metra breið og 50 metra há.Kystverket Helstu rökin með göngunum eru þau að auka öryggi sjófarenda um röstina og veðravítið við Stað, sem þykir einhver hættulegasta siglingaleið heims. Göngin njóta stuðnings sjávarútvegs og fiskeldis í Noregi sem og sveitarfélaga á nærsvæðinu. Ráðamenn þeirra sjá einnig þann kost að skipagöngin verði aðdráttarafl ferðamanna. Göngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há og 36 metra breið. Stærð þeirra miðast við að farþegaferjur Kystruten og Hurtigruten geti siglt með öryggi um göngin. Fyrstu skipin sigla í gegn eftir sex ár, gangi áætlanir eftir.Kystverket/Multiconsult/Link Arkitektur Samkvæmt tímaáætlun Kystverket hafa áhugasamir verktakar frest til 31. janúar til að gefa sig fram. Í marsmánuði verða þrír til fimm valdir til þátttöku í útboðinu. Þeir eiga síðan að skila inn fyrsta tilboði fyrir 1. júní og lokatilboði í október 2025. Ef allt gengur upp verður tilkynnt um val verktaka í nóvember og samningar þá undirritaðir. Verkið á að hefjast snemma árs 2026 og er framkvæmdatími áætlaður tæp fimm ár. Í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum má sjá hvernig verður að sigla um göngin:
Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Ferðalög Tengdar fréttir Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20 Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20
Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44
Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00