Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2024 09:51 Skipagöngin yrðu þau fyrstu í heiminum. Framkvæmdir eiga að hefjast eftir rúmt ár. Kystverket Siglingastofnun Noregs, Kystverket, hefur tilkynnt að formlegt útboðsferli skipaganganna við Stað hefjist 1. desember næstkomandi. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir rúmt ár og að skipagöngin verði tilbúin í árslok 2030. Verkið verður í alútboði og byrjað á því að auglýsa forval. Áhugasömum verktökum býðst að mæta á ráðstefnu um útboðið á Gardermoen við Osló þann 17. desember. Þar verður verkefnið kynnt ítarlega. Þótt útboðið verði auglýst er gerð skipaganganna ekki í höfn. Norska Stórþingið setti það skilyrði að skipagöngin mættu ekki kosta meira en 5.060 milljarða norskra króna, andvirði 63 milljarða íslenskra króna. Tilboð sem berast þurfa að vera vel innan þess kostnaðarramma til að norska ríkisstjórnin gefi grænt ljós. Annars þarf að leggja málið aftur fyrir Stórþingið. Skipagöngin, sem yrðu þau fyrstu í heiminum, eru umdeild í Noregi. Af þeim sökum hafa þarlend stjórnvöld ítrekað frestað ákvörðun og sífellt beðið um nýjar úttektir og skýrslur. Margir telja framkvæmdina glórulausa sóun fjármuna og gagnrýna forgangsröðunina en hæpið þykir að siglingatollur muni standa undir kostnaði. Göngin verða 1,7 kílómetra löng, 37 metra breið og 50 metra há.Kystverket Helstu rökin með göngunum eru þau að auka öryggi sjófarenda um röstina og veðravítið við Stað, sem þykir einhver hættulegasta siglingaleið heims. Göngin njóta stuðnings sjávarútvegs og fiskeldis í Noregi sem og sveitarfélaga á nærsvæðinu. Ráðamenn þeirra sjá einnig þann kost að skipagöngin verði aðdráttarafl ferðamanna. Göngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há og 36 metra breið. Stærð þeirra miðast við að farþegaferjur Kystruten og Hurtigruten geti siglt með öryggi um göngin. Fyrstu skipin sigla í gegn eftir sex ár, gangi áætlanir eftir.Kystverket/Multiconsult/Link Arkitektur Samkvæmt tímaáætlun Kystverket hafa áhugasamir verktakar frest til 31. janúar til að gefa sig fram. Í marsmánuði verða þrír til fimm valdir til þátttöku í útboðinu. Þeir eiga síðan að skila inn fyrsta tilboði fyrir 1. júní og lokatilboði í október 2025. Ef allt gengur upp verður tilkynnt um val verktaka í nóvember og samningar þá undirritaðir. Verkið á að hefjast snemma árs 2026 og er framkvæmdatími áætlaður tæp fimm ár. Í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum má sjá hvernig verður að sigla um göngin: Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Ferðalög Tengdar fréttir Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20 Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Verkið verður í alútboði og byrjað á því að auglýsa forval. Áhugasömum verktökum býðst að mæta á ráðstefnu um útboðið á Gardermoen við Osló þann 17. desember. Þar verður verkefnið kynnt ítarlega. Þótt útboðið verði auglýst er gerð skipaganganna ekki í höfn. Norska Stórþingið setti það skilyrði að skipagöngin mættu ekki kosta meira en 5.060 milljarða norskra króna, andvirði 63 milljarða íslenskra króna. Tilboð sem berast þurfa að vera vel innan þess kostnaðarramma til að norska ríkisstjórnin gefi grænt ljós. Annars þarf að leggja málið aftur fyrir Stórþingið. Skipagöngin, sem yrðu þau fyrstu í heiminum, eru umdeild í Noregi. Af þeim sökum hafa þarlend stjórnvöld ítrekað frestað ákvörðun og sífellt beðið um nýjar úttektir og skýrslur. Margir telja framkvæmdina glórulausa sóun fjármuna og gagnrýna forgangsröðunina en hæpið þykir að siglingatollur muni standa undir kostnaði. Göngin verða 1,7 kílómetra löng, 37 metra breið og 50 metra há.Kystverket Helstu rökin með göngunum eru þau að auka öryggi sjófarenda um röstina og veðravítið við Stað, sem þykir einhver hættulegasta siglingaleið heims. Göngin njóta stuðnings sjávarútvegs og fiskeldis í Noregi sem og sveitarfélaga á nærsvæðinu. Ráðamenn þeirra sjá einnig þann kost að skipagöngin verði aðdráttarafl ferðamanna. Göngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há og 36 metra breið. Stærð þeirra miðast við að farþegaferjur Kystruten og Hurtigruten geti siglt með öryggi um göngin. Fyrstu skipin sigla í gegn eftir sex ár, gangi áætlanir eftir.Kystverket/Multiconsult/Link Arkitektur Samkvæmt tímaáætlun Kystverket hafa áhugasamir verktakar frest til 31. janúar til að gefa sig fram. Í marsmánuði verða þrír til fimm valdir til þátttöku í útboðinu. Þeir eiga síðan að skila inn fyrsta tilboði fyrir 1. júní og lokatilboði í október 2025. Ef allt gengur upp verður tilkynnt um val verktaka í nóvember og samningar þá undirritaðir. Verkið á að hefjast snemma árs 2026 og er framkvæmdatími áætlaður tæp fimm ár. Í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum má sjá hvernig verður að sigla um göngin:
Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Ferðalög Tengdar fréttir Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20 Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20
Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44
Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“