Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2024 15:54 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virtist í dag staðfesta að hann ætlaði sér að lýsa yfir neyðarástandi og nota bandaríska herinn til að vísa farand- og flóttafólki, sem hefur ekki heimild til að vera í Bandaríkjunum, úr landi. Trump deildi níu daga gamalli færslu frá íhaldssömum aðgerðasinna á TruthSocial, hans eigin samfélagsmiðli, í morgun. Aðgerðasinninn, sem heitir Tom Fitton, sagðist þar hafa heyrt fregnir af því að Trump ætlaði sér að lýsa yfir neyðarástandi og binda enda á „innrás Bidens“ með umfangsmiklum brottvísunum og nota herinn til þessa. „Satt!!!“ skrifaði Trump. Skjáskot af færslu Trumps á TruthSocial. Í kosningabaráttunni talaði Trump ítrekað um að vísa öllum þeim sem eru í Bandaríkjunum ólöglega úr landi og hefur hann einnig ítrekað stungið upp á því að nota herinn til verksins. Þá hefur hann heitið því að einbeita sér fyrst að farand- og flóttafólki sem hefur komist í kast við lögin. Eins og fram kemur í frétt Forbes áætla starfsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna að um ellefu milljónir manna haldi þar til ólöglega. Þá stefnir Trump einnig að því að loka á aðgang fólks frá tilteknum löndum að Bandaríkjunum, stöðva fjármögnun til svokallaðra „skjólborga“ og meina farand- og flóttafólki að vera í Bandaríkjunum á meðan mál þeirra eru tekin fyrir. Ráðgjafar Trumps, eins og Stephen Miller, verðandi aðstoðarstarfsmannastjóri hans, hafa lagt til að mögulega verði reistar stórar búðir þar sem hýsa á fólk sem safnað verður saman, áður en það verður flutt úr landi. Fyrr í þessum mánuði tilkynnti Trump að hann ætlaði að gera Tom Homan, fyrrverandi yfirmann innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE), að svokölluðum „landamærakeisara“ sínum. Sem yfirmaður ICE stóð Homan meðal annars fyrir aðskilnaði barna frá foreldrum sínum. Á ársfundi landsnefndar Repúblikanaflokksins í sumar sagði Homan að hann hefði varið 34 árum í að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og að hann hefði skýr skilaboð til þeirra milljóna sem Joe Biden átti að hafa hleypt inn í landið. „Þið ættuð að byrja að pakka strax. Svo sannarlega. Því þið eruð á leiðinni heim.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Flóttamenn Tengdar fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi. 18. nóvember 2024 11:10 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33 Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Ákvörðun Donald Trump að tilnefna þingmanninn Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra hefur vakið mikla hneykslan og reiði vestanhafs. Gaetz sætti rannsókn siðanefndar þegar hann sagði af sér í gær í tengslum við tilnefninguna. 14. nóvember 2024 06:43 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Sjá meira
Trump deildi níu daga gamalli færslu frá íhaldssömum aðgerðasinna á TruthSocial, hans eigin samfélagsmiðli, í morgun. Aðgerðasinninn, sem heitir Tom Fitton, sagðist þar hafa heyrt fregnir af því að Trump ætlaði sér að lýsa yfir neyðarástandi og binda enda á „innrás Bidens“ með umfangsmiklum brottvísunum og nota herinn til þessa. „Satt!!!“ skrifaði Trump. Skjáskot af færslu Trumps á TruthSocial. Í kosningabaráttunni talaði Trump ítrekað um að vísa öllum þeim sem eru í Bandaríkjunum ólöglega úr landi og hefur hann einnig ítrekað stungið upp á því að nota herinn til verksins. Þá hefur hann heitið því að einbeita sér fyrst að farand- og flóttafólki sem hefur komist í kast við lögin. Eins og fram kemur í frétt Forbes áætla starfsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna að um ellefu milljónir manna haldi þar til ólöglega. Þá stefnir Trump einnig að því að loka á aðgang fólks frá tilteknum löndum að Bandaríkjunum, stöðva fjármögnun til svokallaðra „skjólborga“ og meina farand- og flóttafólki að vera í Bandaríkjunum á meðan mál þeirra eru tekin fyrir. Ráðgjafar Trumps, eins og Stephen Miller, verðandi aðstoðarstarfsmannastjóri hans, hafa lagt til að mögulega verði reistar stórar búðir þar sem hýsa á fólk sem safnað verður saman, áður en það verður flutt úr landi. Fyrr í þessum mánuði tilkynnti Trump að hann ætlaði að gera Tom Homan, fyrrverandi yfirmann innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE), að svokölluðum „landamærakeisara“ sínum. Sem yfirmaður ICE stóð Homan meðal annars fyrir aðskilnaði barna frá foreldrum sínum. Á ársfundi landsnefndar Repúblikanaflokksins í sumar sagði Homan að hann hefði varið 34 árum í að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og að hann hefði skýr skilaboð til þeirra milljóna sem Joe Biden átti að hafa hleypt inn í landið. „Þið ættuð að byrja að pakka strax. Svo sannarlega. Því þið eruð á leiðinni heim.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Flóttamenn Tengdar fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi. 18. nóvember 2024 11:10 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33 Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Ákvörðun Donald Trump að tilnefna þingmanninn Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra hefur vakið mikla hneykslan og reiði vestanhafs. Gaetz sætti rannsókn siðanefndar þegar hann sagði af sér í gær í tengslum við tilnefninguna. 14. nóvember 2024 06:43 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Sjá meira
Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi. 18. nóvember 2024 11:10
Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28
Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33
Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Ákvörðun Donald Trump að tilnefna þingmanninn Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra hefur vakið mikla hneykslan og reiði vestanhafs. Gaetz sætti rannsókn siðanefndar þegar hann sagði af sér í gær í tengslum við tilnefninguna. 14. nóvember 2024 06:43