Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2024 19:22 Rússar gerðu öflugustu árásir sínar á Úkraínu í fyrrinótt þegar þeir skutu samanlagt rúmlega tvö hundruð eldflaugum og drónum á borgir og bæi víðs vegar um landið. AP/Efrem Lukatsky Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. Volodomyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þing Evrópusambandsins í dag í tilefni þess að þúsund dagar eru liðnir frá allherjar innrás Rússa hinn 22. febrúar 2022. Hann hvatti bandamenn til að hætta að hika í stuðningi þeirra við Úkraínu. Volodomyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þing Evrópusambandsins í gegnum fjarfundabúnað í dag.AP/Dursun Aydemir „Sameignlega höfum við áorkað mjög miklu en við megum ekki óttast að gera jafnvel enn meira,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Valdimir Putin forseti Rússlands hefði nú þegar fengið liðsauka upp á tíu þúsund hermenn við landamærin að Úkraínu frá norður Kóreu. Þeim gæti auðveldlega fjölgað í hundrað þúsund. „Á meðan sumir leiðtogar Evrópu eru með hugann við kosningar og annað þess háttar á kostnað Úkraínu er Putin einbeittur í að vinna stríðið. Hann mun ekki láta staðar numið að sjálfsdáðun. Því meiri tíma sem honum er gefinn versna aðstæðurnar,“ sagði forseti Úkraínu. Án tiltekinna lykilþátta í stuðningi Vestulanda væri dregið úr vilja Putins til raunverulegra friðarviðræðna. Skref í þessa átt var stigið í gær þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti heimilaði Úkraínumönnum loksins að beita langdrægum bandarískum ATACAMS eldflaugum innan landamæra Rússlands. En þó aðeins til að verjast árásum Rússa á herlið Úkraínumanna í Kurskhéraði í Rússlandi. Vladimir Putin forseti Rússlands staðfest uppfærða kjarnorkuvopnaáætlun Rússlands í dag.AP Rússlandsforseti undirritaði í dag uppfærða kjarnorkuvopnaáætlun sem heimilar notkun kjarnorkuvopna ef ríki án slíkra vopna ógnaði öryggi Rússlands. Mark Rutte aðalframkvæmdastjóri NATO sagði í dag að bandalgsríkin ræddu nú enn frekari stuðning við Úkraínu. „Sérstaklega núna eftir að norður Kórea hefur blandað sér í stríðið. Við vitum að Kínverjar veita Rússum aðstoð við stríðsreksturinn og við vitum að Íranir gera það einnig,“ sagði Rutte. Mark Rutte aðalframkvæmdastjóri NATO segir bandalagsríkin nú ræða aukinn stuðning við Úkraínu.AP/Nicolas Tuca Rússar greiddu greiddu meðal annars fyrir þessa aðstoð með tæknilegum upplýsingum um eldflaugasmíði. „Sem er bein ógn. Ekki aðeins við okkur heldur einnig við suður Kóreu, Japan og jafvel meginland Bandaríkjanna,” sagði Mark Rutte í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. 19. nóvember 2024 11:51 Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. 18. nóvember 2024 13:48 Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01 Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17. nóvember 2024 20:13 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Volodomyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þing Evrópusambandsins í dag í tilefni þess að þúsund dagar eru liðnir frá allherjar innrás Rússa hinn 22. febrúar 2022. Hann hvatti bandamenn til að hætta að hika í stuðningi þeirra við Úkraínu. Volodomyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þing Evrópusambandsins í gegnum fjarfundabúnað í dag.AP/Dursun Aydemir „Sameignlega höfum við áorkað mjög miklu en við megum ekki óttast að gera jafnvel enn meira,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Valdimir Putin forseti Rússlands hefði nú þegar fengið liðsauka upp á tíu þúsund hermenn við landamærin að Úkraínu frá norður Kóreu. Þeim gæti auðveldlega fjölgað í hundrað þúsund. „Á meðan sumir leiðtogar Evrópu eru með hugann við kosningar og annað þess háttar á kostnað Úkraínu er Putin einbeittur í að vinna stríðið. Hann mun ekki láta staðar numið að sjálfsdáðun. Því meiri tíma sem honum er gefinn versna aðstæðurnar,“ sagði forseti Úkraínu. Án tiltekinna lykilþátta í stuðningi Vestulanda væri dregið úr vilja Putins til raunverulegra friðarviðræðna. Skref í þessa átt var stigið í gær þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti heimilaði Úkraínumönnum loksins að beita langdrægum bandarískum ATACAMS eldflaugum innan landamæra Rússlands. En þó aðeins til að verjast árásum Rússa á herlið Úkraínumanna í Kurskhéraði í Rússlandi. Vladimir Putin forseti Rússlands staðfest uppfærða kjarnorkuvopnaáætlun Rússlands í dag.AP Rússlandsforseti undirritaði í dag uppfærða kjarnorkuvopnaáætlun sem heimilar notkun kjarnorkuvopna ef ríki án slíkra vopna ógnaði öryggi Rússlands. Mark Rutte aðalframkvæmdastjóri NATO sagði í dag að bandalgsríkin ræddu nú enn frekari stuðning við Úkraínu. „Sérstaklega núna eftir að norður Kórea hefur blandað sér í stríðið. Við vitum að Kínverjar veita Rússum aðstoð við stríðsreksturinn og við vitum að Íranir gera það einnig,“ sagði Rutte. Mark Rutte aðalframkvæmdastjóri NATO segir bandalagsríkin nú ræða aukinn stuðning við Úkraínu.AP/Nicolas Tuca Rússar greiddu greiddu meðal annars fyrir þessa aðstoð með tæknilegum upplýsingum um eldflaugasmíði. „Sem er bein ógn. Ekki aðeins við okkur heldur einnig við suður Kóreu, Japan og jafvel meginland Bandaríkjanna,” sagði Mark Rutte í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. 19. nóvember 2024 11:51 Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. 18. nóvember 2024 13:48 Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01 Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17. nóvember 2024 20:13 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. 19. nóvember 2024 11:51
Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. 18. nóvember 2024 13:48
Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. 18. nóvember 2024 09:01
Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17. nóvember 2024 20:13