Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2024 07:56 Horft verður til þriggja tegunda krabbameins, þar á meðal lungnakrabbameins. Getty Krabbameinssérfræðingar í 40 löndum hyggjast taka höndum saman og rannsaka einstaklinga sem hafa greinst með alvarleg krabbamein og lifað lengur en vonir stóðu til. Stefnt er að því að finna um það bil þúsund slíka einstaklinga og safna ítarlegum gögnum um þá, í þeirri von um að finna nýjar leiðir til að berjast gegn alvarlegum krabbameinum. Leitað verður að einstaklingum sem hafa lifað afar lengi eftir að hafa greinst með eitt af þrenns konar krabbameinum; langt gengið lungnakrabbamein (e. extensive-stage small cell lung cancer), ákveðna tegund krabbameins í brisi (e. metastatic pancreatic ductal adenocarcinoma) og ákveðin heilaæxli (e. glioblastoma). Guardian hefur eftir Thankamma Ajithkumar, krabbameinssérfræðingi við Cambridge University sjúkrahúsið að venjulega sé ekki gert ráð fyrir að einstaklingar sem greinast með ofangreind mein lifi lengur en tvö eða þrjú ár. Hins vegar sé um þrjú til fimm prósent sem geri það og gott betur. Því sé vert að skoða hvort það er eitthvað við erfðir eða æxlisgerð viðkomandi einstaklinga sem spili þarna inn í. Ætlunin sé að reyna að finna leiðir til að berjast við meinin og hjálpa fleirum að lifa lengur. Vísindamennirnir gera ráð fyrir að í einhverjum tilvikum sé það eitthvað í ónæmiskerfinu sem hjálpar í baráttunni við krabbameinið og í einhverjum tilvikum séu það erfðafræðileg sérkennilegheit í meininu sjálfu sem gerir það viðkvæmara fyrir meðferð. Öllum gögnum verður safnað í gagnagrunn franska nýsköpunarfyrirtækisins Cure51 en Nicolas Wolikow, framkvæmdastjóri og einn stofnanda Cure51, segist vonast til þess að með átakinu verði vísindasamfélagið nær því að útrýma krabbameini. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Stefnt er að því að finna um það bil þúsund slíka einstaklinga og safna ítarlegum gögnum um þá, í þeirri von um að finna nýjar leiðir til að berjast gegn alvarlegum krabbameinum. Leitað verður að einstaklingum sem hafa lifað afar lengi eftir að hafa greinst með eitt af þrenns konar krabbameinum; langt gengið lungnakrabbamein (e. extensive-stage small cell lung cancer), ákveðna tegund krabbameins í brisi (e. metastatic pancreatic ductal adenocarcinoma) og ákveðin heilaæxli (e. glioblastoma). Guardian hefur eftir Thankamma Ajithkumar, krabbameinssérfræðingi við Cambridge University sjúkrahúsið að venjulega sé ekki gert ráð fyrir að einstaklingar sem greinast með ofangreind mein lifi lengur en tvö eða þrjú ár. Hins vegar sé um þrjú til fimm prósent sem geri það og gott betur. Því sé vert að skoða hvort það er eitthvað við erfðir eða æxlisgerð viðkomandi einstaklinga sem spili þarna inn í. Ætlunin sé að reyna að finna leiðir til að berjast við meinin og hjálpa fleirum að lifa lengur. Vísindamennirnir gera ráð fyrir að í einhverjum tilvikum sé það eitthvað í ónæmiskerfinu sem hjálpar í baráttunni við krabbameinið og í einhverjum tilvikum séu það erfðafræðileg sérkennilegheit í meininu sjálfu sem gerir það viðkvæmara fyrir meðferð. Öllum gögnum verður safnað í gagnagrunn franska nýsköpunarfyrirtækisins Cure51 en Nicolas Wolikow, framkvæmdastjóri og einn stofnanda Cure51, segist vonast til þess að með átakinu verði vísindasamfélagið nær því að útrýma krabbameini. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira