Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2024 16:19 Vladimír Pútín og Olaf Scholz. AP Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. Áður en hann talaði við Pútín hafði Scholz rætt við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði að Selenskí hafi sagt Scholz að það að tala við Pútín myndin eingöngu draga úr einangrun hans, í hans eigin augum, og hvetja hann til að halda stríðsrekstrinum áfram. „Pútín vill ekki frið. Hann vill pásu,“ sagði heimildarmaðurinn. Í samtali við Pútín fordæmdi Scholz enn og aftur innrás Rússa í Úkraínu og hvatti Pútín til að flytja hermenn sína á brott og að hefja viðræður um réttlátt og varandi friðarsamkomulag við Úkraínu. Samkvæmt heimildarmönnum DW sagði Scholz að innrás Rússa hefði leitt til mikilla hörmunga í Úkraínu og fordæmdi hann sérstaklega ítrekaðar loftárásir Rússa á borgaraleg skotmörk. Scholz mun einnig hafa gagnrýnt aðkomu Norður-kóreumanna að stríðinu og lýst því sem alvarlegri stigmögnun. Þá er Scholz, sem er mögulega á sínum síðustu dögum í embætti, einnig sagður hafa ítrekað við Pútín að Þjóðverjar myndu standa við bak Úkraínumanna eins lengi og þyrfti, samkvæmt tilkynningu á síðu kanslarans. Sagði hann Pútín að hann gæti því ekki talið sér trú um að tíminn væri með honum í liði. Kenndi NATO um innrásina Á vef Kreml má lesa hlið Pútíns frá símtalinu en þar er ítrekað að samtalið hafi komið til vegna beiðni frá Scholz. Þar segir enn fremur að samtal þeirra Pútíns og Scholz hafi verið ítarlegt og opinskátt. Pútín mun hafa tilkynnt Scholz að innrás Rússa í Úkraínu væri Atlantshafsbandalaginu að kenna. Leiðtogar NATO hefðu hunsað öryggishagsmuni Rússlands og stappað á réttindum rússneskumælandi íbúum Úkraínu. Forsetinn rússneski hefur á undanförnum árum gefið margar ástæður fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Sú algengasta er að Rússar hafi þurft að koma rússneskumælandi fólki í austurhluta Úkraínu til bjargar. Pútín hefur haldið því fram að Úkraínumenn hafi verið að fremja þjóðarmorð á þessu fólki. Þetta sagði hann meðal annars skömmu eftir innrásina í ávarpi til rússnesku þjóðarinnar og sagði hann að fjórtán þúsund óbreyttir borgarar hefðu fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu. Aðrir í Rússlandi og víðar hafa tekið undir þetta og haldið því fram að Úkraínumenn hafi fellt allt þetta fólk. Þessar ásakanir eru rangar, eins og farið hefur verið yfir áður. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Þá hafa Pútín, sem sakaður hefur verið fyrir stríðsglæpi vegna umfangsmikilla rána Rússa á úkraínskum börnum, og embættismenn hans krafist þess að öllum ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu, eða öllum ríkjum sem gengu í bandalagið eftir 1997. Saka rússneska hermenn um glæpi gegn mannkynin Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum. Þýskaland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Áður en hann talaði við Pútín hafði Scholz rætt við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði að Selenskí hafi sagt Scholz að það að tala við Pútín myndin eingöngu draga úr einangrun hans, í hans eigin augum, og hvetja hann til að halda stríðsrekstrinum áfram. „Pútín vill ekki frið. Hann vill pásu,“ sagði heimildarmaðurinn. Í samtali við Pútín fordæmdi Scholz enn og aftur innrás Rússa í Úkraínu og hvatti Pútín til að flytja hermenn sína á brott og að hefja viðræður um réttlátt og varandi friðarsamkomulag við Úkraínu. Samkvæmt heimildarmönnum DW sagði Scholz að innrás Rússa hefði leitt til mikilla hörmunga í Úkraínu og fordæmdi hann sérstaklega ítrekaðar loftárásir Rússa á borgaraleg skotmörk. Scholz mun einnig hafa gagnrýnt aðkomu Norður-kóreumanna að stríðinu og lýst því sem alvarlegri stigmögnun. Þá er Scholz, sem er mögulega á sínum síðustu dögum í embætti, einnig sagður hafa ítrekað við Pútín að Þjóðverjar myndu standa við bak Úkraínumanna eins lengi og þyrfti, samkvæmt tilkynningu á síðu kanslarans. Sagði hann Pútín að hann gæti því ekki talið sér trú um að tíminn væri með honum í liði. Kenndi NATO um innrásina Á vef Kreml má lesa hlið Pútíns frá símtalinu en þar er ítrekað að samtalið hafi komið til vegna beiðni frá Scholz. Þar segir enn fremur að samtal þeirra Pútíns og Scholz hafi verið ítarlegt og opinskátt. Pútín mun hafa tilkynnt Scholz að innrás Rússa í Úkraínu væri Atlantshafsbandalaginu að kenna. Leiðtogar NATO hefðu hunsað öryggishagsmuni Rússlands og stappað á réttindum rússneskumælandi íbúum Úkraínu. Forsetinn rússneski hefur á undanförnum árum gefið margar ástæður fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Sú algengasta er að Rússar hafi þurft að koma rússneskumælandi fólki í austurhluta Úkraínu til bjargar. Pútín hefur haldið því fram að Úkraínumenn hafi verið að fremja þjóðarmorð á þessu fólki. Þetta sagði hann meðal annars skömmu eftir innrásina í ávarpi til rússnesku þjóðarinnar og sagði hann að fjórtán þúsund óbreyttir borgarar hefðu fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu. Aðrir í Rússlandi og víðar hafa tekið undir þetta og haldið því fram að Úkraínumenn hafi fellt allt þetta fólk. Þessar ásakanir eru rangar, eins og farið hefur verið yfir áður. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Þá hafa Pútín, sem sakaður hefur verið fyrir stríðsglæpi vegna umfangsmikilla rána Rússa á úkraínskum börnum, og embættismenn hans krafist þess að öllum ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu, eða öllum ríkjum sem gengu í bandalagið eftir 1997. Saka rússneska hermenn um glæpi gegn mannkynin Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum.
Þýskaland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira