Scholz ver símtal sitt við Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2024 09:01 Scholz í opinberri heimsókn í Moskvu í febrúar árið 2022, rétt rúmri viku áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Vísir/EPA Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. Scholz og Pútín höfðu ekki ræðst við í að verða tvö ár þegar þeir töluðu loks saman í síma í um klukkustund á föstudag. Símtalið fór ekki vel í úkraínska ráðamenn, þar á meðal Volodýmýr Selenskíj forseta, sem sögðu það rjúfa samstöðu vestrænna ríkja í þágu pólitískra hagsmuna Scholz. Þýski kanslarinn býr sig nú undir að takast á við flokka af bæði hægri og vinstri vængnum sem eru mótfallnir því að Þýskaland styðji Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa í kosningum sem eiga að fara fram í febrúar. Scholz reyndi að verja símtalið við Pútín í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það var mikilvægt að segja honum að hann gæti ekki treyst á að stuðningur Þýskalands, Evrópu og margra annarra í heiminum færi þverrandi,“ sagði Scholz við fréttamenn. Samtalið hefði verið ítarlegt en það hefði ekki bent til þess að nokkur breyting hefði orðið á afstöðu Pútín til stríðsins. „Og það eru ekki góðar fréttir,“ sagði fráfarandi kanslarinn. Hvað sem orðum Scholz líður má fastlega reikna með því að stuðningur vestrænna ríkja við Úkraínu minnki þegar Donald Trump tekur aftur við sem forseti Bandaríkjanna í janúar. Scholz sagði að það hefði afleiðingar fyrir Evrópu. „Að mínu mati væri það ekki góð hugmynd ef það færu fram viðræður á milli bandaríska og rússneska forsetans og leiðtogi mikilvægs evrópsks lands gerði það ekki líka,“ sagði Scholz. Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. 17. nóvember 2024 09:12 Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. 15. nóvember 2024 16:19 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Scholz og Pútín höfðu ekki ræðst við í að verða tvö ár þegar þeir töluðu loks saman í síma í um klukkustund á föstudag. Símtalið fór ekki vel í úkraínska ráðamenn, þar á meðal Volodýmýr Selenskíj forseta, sem sögðu það rjúfa samstöðu vestrænna ríkja í þágu pólitískra hagsmuna Scholz. Þýski kanslarinn býr sig nú undir að takast á við flokka af bæði hægri og vinstri vængnum sem eru mótfallnir því að Þýskaland styðji Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa í kosningum sem eiga að fara fram í febrúar. Scholz reyndi að verja símtalið við Pútín í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það var mikilvægt að segja honum að hann gæti ekki treyst á að stuðningur Þýskalands, Evrópu og margra annarra í heiminum færi þverrandi,“ sagði Scholz við fréttamenn. Samtalið hefði verið ítarlegt en það hefði ekki bent til þess að nokkur breyting hefði orðið á afstöðu Pútín til stríðsins. „Og það eru ekki góðar fréttir,“ sagði fráfarandi kanslarinn. Hvað sem orðum Scholz líður má fastlega reikna með því að stuðningur vestrænna ríkja við Úkraínu minnki þegar Donald Trump tekur aftur við sem forseti Bandaríkjanna í janúar. Scholz sagði að það hefði afleiðingar fyrir Evrópu. „Að mínu mati væri það ekki góð hugmynd ef það færu fram viðræður á milli bandaríska og rússneska forsetans og leiðtogi mikilvægs evrópsks lands gerði það ekki líka,“ sagði Scholz.
Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. 17. nóvember 2024 09:12 Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. 15. nóvember 2024 16:19 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. 17. nóvember 2024 09:12
Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. 15. nóvember 2024 16:19