Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Mbappé kemur ekki til Ís­lands

Kylian Mbappé mun ekki ferðast með félögum sínum til Reykjavíkur á morgun, laugardag, og missir af leiknum við Ísland í undankeppni HM í fótbolta á mánudagskvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég held að hann verði að skoða þetta“

Í uppgjörinu á Sýn Sport eftir 5-3 tap Íslands gegn Úkraínu í kvöld fór Lárus Orri Sigurðsson yfir þá ákvörðun Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara að tefla aftur þeim Ísaki Bergmanni Jóhannessyni og Hákoni Arnari Haraldssyni tveimur saman á miðju íslenska liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“

Hákon Arnar Haraldsson, sem var fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í leiknum gegn Úkraínu, segir niðurstöðu kvöldsins svekkjandi. Ísland tapaði 3-5 í miklum markaleik í D-riðli undankeppni HM 2026. Hákon segir að íslenska liðið hefði átt að sýna meiri skynsemi í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Svekkjandi að missa af næsta leik“

„Maður á eiginlega ekki til eitt aukatekið orð, þeir skora bara úr hverju einasta skoti“ sagði landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. Hann verður í banni í leiknum gegn Frakklandi á mánudag, eftir að hafa rifið kjaft við dómarann í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Virki­lega galið tap“

„Við leyfum okkur að vera fúlir í kvöld og svo byrjar undirbúningur fyrir Frakkana á morgun,“ segir reynsluboltinn Guðlaugur Victor Pálsson. Hann segir sjokkerandi að Úkraína hafi náð að skora fimm mörk í kvöld, í 5-3 sigri sínum gegn Íslandi í undankeppni HM í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Bjarni með tólf og KA vann meistarana

KA-menn gerðu góða ferð til Reykjavíkur og unnu Íslandsmeistara Fram í Úlfarsárdal, 32-28, í Olís-deild karla í handbolta, 32-28. HK vann ÍR í Kórnum, 30-28, í slag tveggja neðstu liðanna.

Handbolti
Fréttamynd

Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk

Það vantaði ekkert upp á stemninguna hjá íslenskum stuðningsmönnum á Ölveri í Glæsibæ í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Úkraínu í kvöld í undankeppni HM í fótbolta. Ágúst Orri Arnarson var á svæðinu og ræddi við bjartsýna Íslendinga.

Fótbolti
Fréttamynd

Kraftur Sæ­vars muni smita stuðnings­menn

„Það verður mikið barist í þessum leik enda mikið í húfi. Það er draumur allra leikmanna að fara á HM,“ sagði Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari rétt fyrir stórleikinn við Úkraínu, á Laugardalsvelli í kvöld.

Fótbolti