Ísland í dag

Fréttamynd

„Héldu að við værum bara litlar stelpur með engan sjálfstæðan vilja“

„Ég hélt fyrst að hann væri bara algjör fáviti. Ég horfði á hann og bara; Hvað er hann að gera? Svo fékk ég að kynnast honum og stelpunum og fannst þetta geggjað. Ef hann hefði aldrei byrjað að þjálfa okkur þá væri ég ekki í körfubolta.“ Þetta segir Eybjört Torfadóttir liðsmaður körfuboltaliðsins Aþenu í viðtali við Ísland í dag.

Lífið
Fréttamynd

„Maður hefði óskað þess að geta kvatt hann“

Sveinn Albert Sigfússon missti átján ára gamlan son sinn í slysi í skemmtigarðinum Terra Mitica á Spáni árið 2014. Sonur Sveins, Andri Freyr, losnaði úr rússíbana á fullri ferð með þeim afleiðingum að hann féll átján metra niður á steinsteypta jörð. Hann segir son sinn hafa verið bjartan strák sem átti framtíðina fyrir sér.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er allavega ég en ekki börnin mín“

Stella Hallsdóttir er 33 ára gift tveggja barna móðir. Hún er lögfræðingur að mennt og vinnur hjá umboðsmanni barna. Fyrra barnið eignaðist hún fyrir rúmum fjórum árum en seinna barnið kom í heiminn í nóvember 2019.

Lífið
Fréttamynd

Byssan Cobra algjör bylting í slökkvistarfi

Hvers vegna í ósköpunum ætti nokkur að vilja hlaupa inn í brennandi byggingu? Slökkviliðsmennirnir í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hlakka til hvers dags og eru spenntir fyrir nýrri byssu sem þeir nota til að slökkva elda.

Lífið
Fréttamynd

„Hef aldrei á ævinni tárast jafn mikið og síðustu daga“

„Ég er svo þakklát. Eftir viðtalið við mig í Ísland í dag hef ég fengið ótrúlega góð viðbrögð frá fólki. Ég er svo þakklát fyrir allt þetta góða fólk sem hefur hjálpað mér á gríðarlega fallegan hátt,“ skrifar María Ósk Jónsdóttir sem kom fram í Íslandi í dag í síðustu viku en hún greindist með geðhvarfasýki fyrir nokkrum árum og er í dag öryrki.

Lífið
Fréttamynd

„Vildi óska að ég gæti veitt þeim miklu meira“

Í síðustu viku skrifaði María Ósk Jónsdóttir færslu á Facebook þar sem hún biður um hjálp. Hún hefur þurft á tannviðgerð í lengri tíma, finnur fyrir gríðarlegum verkjum næstum daglega en getur ekki stöðu sinnar vegna leyft sér að fara til tannlæknis.

Lífið
Fréttamynd

„Gjörsamlega breytti mínu lífi“

Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur sagði frá því í Íslandi í dag fyrir ári síðan hvernig hún náði sér eftir alvarlegan taugasjúkdóm og lömun og náði að stíga upp úr hjólastólnum og ná fullri heilsu, meðal annars með breyttu mataræði og lífsstíl og með því að huga að andlegri heilsu.

Lífið
Fréttamynd

Saga bíókóngsins á Íslandi

Hann hefur verið bíókóngur Íslands í 40 ár og er í stjórn næst stærsta kvikmyndafyrirtækis heims enda vel þekktur í geiranum í Hollywood.

Lífið