„Mér leið illa og þeir gátu hlustað á mig röfla“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2022 11:01 Örn greindist fyrir tveimur árum en er í dag lyfjalaus. Það er kominn mars sem þýðir að mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum, er hafið. Karlar eru ekki eins duglegir að sinna þessum málum og konur. Örn Sævar Rósinkransson er 63 ára tveggja barna faðir og afi, en í gær fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra söguna hans í Íslandi í dag. Örn er fráskilin og bæði börnin hans búa erlendis og stóð hann því nokkuð einn þegar hann greindist með krabbamein fyrir tveimur árum en fyrst fór hann að finna fyrir verkjum í bak. „Ég held að þetta sé tognun því ég dansa ofboðslega mikið. Ég meðhöndla hana og losna því við bólguna þar í kring. Svo þegar ég fer að ýta á þetta og þetta var það aumt að ég gat varla komið við þetta, fór ég strax til læknis,“ segir Örn sem var í framhaldinu sendur í sneiðmyndatöku, blóðsýni tekið og innan fjögurra daga var komin greining. Um var að ræða mergæxli. „Ég hélt að þetta væri dauðadómur og fór að hugsa út í líf mitt. Ég er sáttur með krakkana og sáttur með það sem ég er búinn að gera í lífinu og alveg tilbúinn að fara.“ Þarna vissi hann ekki að lífslíkur væru mun betri en flesta grunar. Þegar Örn fór síðan til læknis fékk hann að vita að hægt væri að halda meininu niðri með lyfjagjöf en meinið væri samt sem áður ólæknandi. Þurfti að dreifa orkunni „Eftir að ég fór svona niður andlega fékk maður í raun bara góðar fréttir eftir það. Ég átti að fara í fjóra til sex mánuði í meðferð. Á þessum tíma var líðan mjög mismunandi, ég var veikur, ég varð hress og sterarnir ná manni upp úr öllu valdi. Síðan dettur maður niður. Þetta er orkuflæði sem maður þarf að hugsa mikið um til að hafa orku út alla vikuna. Ég fékk stera á mánudögum og það var frábær dagur, svo var þriðjudagurinn allt í lagi en svo á föstudeginum ertu kominn niður. Þú þarft að deila orkunni þinni,“ segir Örn sem reyndi alltaf að fara í ræktina þegar honum leið sem best í gegnum ferlið. Hann segir að karlmenn á hans aldri séu of lélegir í því að opna sig um svona mál. Hann fór alveg þveröfuga leið og vildi ræða málin við alla og sérstaklega við vini sína. „Staðan mín í dag er að ég er alveg lyfjalaus en ég þarf að vera í stöðugu tékki. Ég fer mánaðarlega í skoðun og svo stjórnar læknirinn minn hversu oft hann skoðar mig í framhaldinu.“ Örn segist eiga alveg einstakan vinahóp. „Þeir voru alltaf að bjóðast til að fara út í búð fyrir mig og hvað eina. En það mesta sem þeir gerðu fyrir mig var að vera í símanum. Mér leið illa og þeir gátu hlustað á mig röfla. Þetta var mesta hjálpin sem ég fékk,“ segir Örn en börnin hann voru bæði stödd erlendis og hann í meðferð í miðjum heimsfaraldri. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
Örn Sævar Rósinkransson er 63 ára tveggja barna faðir og afi, en í gær fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra söguna hans í Íslandi í dag. Örn er fráskilin og bæði börnin hans búa erlendis og stóð hann því nokkuð einn þegar hann greindist með krabbamein fyrir tveimur árum en fyrst fór hann að finna fyrir verkjum í bak. „Ég held að þetta sé tognun því ég dansa ofboðslega mikið. Ég meðhöndla hana og losna því við bólguna þar í kring. Svo þegar ég fer að ýta á þetta og þetta var það aumt að ég gat varla komið við þetta, fór ég strax til læknis,“ segir Örn sem var í framhaldinu sendur í sneiðmyndatöku, blóðsýni tekið og innan fjögurra daga var komin greining. Um var að ræða mergæxli. „Ég hélt að þetta væri dauðadómur og fór að hugsa út í líf mitt. Ég er sáttur með krakkana og sáttur með það sem ég er búinn að gera í lífinu og alveg tilbúinn að fara.“ Þarna vissi hann ekki að lífslíkur væru mun betri en flesta grunar. Þegar Örn fór síðan til læknis fékk hann að vita að hægt væri að halda meininu niðri með lyfjagjöf en meinið væri samt sem áður ólæknandi. Þurfti að dreifa orkunni „Eftir að ég fór svona niður andlega fékk maður í raun bara góðar fréttir eftir það. Ég átti að fara í fjóra til sex mánuði í meðferð. Á þessum tíma var líðan mjög mismunandi, ég var veikur, ég varð hress og sterarnir ná manni upp úr öllu valdi. Síðan dettur maður niður. Þetta er orkuflæði sem maður þarf að hugsa mikið um til að hafa orku út alla vikuna. Ég fékk stera á mánudögum og það var frábær dagur, svo var þriðjudagurinn allt í lagi en svo á föstudeginum ertu kominn niður. Þú þarft að deila orkunni þinni,“ segir Örn sem reyndi alltaf að fara í ræktina þegar honum leið sem best í gegnum ferlið. Hann segir að karlmenn á hans aldri séu of lélegir í því að opna sig um svona mál. Hann fór alveg þveröfuga leið og vildi ræða málin við alla og sérstaklega við vini sína. „Staðan mín í dag er að ég er alveg lyfjalaus en ég þarf að vera í stöðugu tékki. Ég fer mánaðarlega í skoðun og svo stjórnar læknirinn minn hversu oft hann skoðar mig í framhaldinu.“ Örn segist eiga alveg einstakan vinahóp. „Þeir voru alltaf að bjóðast til að fara út í búð fyrir mig og hvað eina. En það mesta sem þeir gerðu fyrir mig var að vera í símanum. Mér leið illa og þeir gátu hlustað á mig röfla. Þetta var mesta hjálpin sem ég fékk,“ segir Örn en börnin hann voru bæði stödd erlendis og hann í meðferð í miðjum heimsfaraldri. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira