María bjargaði geðheilsunni með kuldagalla um miðja nótt Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2022 10:31 María fékk mjög erfitt kvíðakast eina nótt í Danmörku. Hönnuðurinn María Ericsdóttir Panduro varð hrædd um líf sitt þegar hún fékk heiftarlegt kvíðakast um miðja nótt eftir erfið sambandsslit og gríðarlega erfitt tímabil og hún hreinlega óttaðist að hún væri að fá hjartaáfall. María fékk lánaðan kuldagalla og fór út í góðan göngutúr og kom til baka öll léttari og endurnærð og tilbúin að takast á við lífið. Í dag hefur hún hannað kuldagalla fyrir konur sem þurfa að fara út í náttúruna til að ná áttum eða bara hreinlega nota á gleðistundum því gallann er hægt að nota við ýmis tækifæri bæði úti og inni. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og fékk að heyra þessa mögnuðu reynslusögu og skoðaði þennan snilldar galla sem breytti hennar Maríu. Áhorfendur fá einnig að sjá skemmtilegt heimili Maríu þar sem hún fer ótroðnar slóðir við innréttingar og endurhönnun. „Ég og vinkonur mínar og konur á þessum aldri gerum oft svo lítið úr því að fá taugaáfall. Við vitum hvað við eigum að segja og hvernig hlutirnir eru en samt viljum við alltaf draga úr. Þetta var ömurlegt, alveg hræðilegt. Ég vissi að þetta væri líklega taugaáfall, en samt varð ég hrædd,“ segir María og heldur áfram. „Ég var hrædd um að fá hjartaáfall af því að það var svo mikill þungi. Líkaminn var að segja að það væri eitthvað mikið að og ég réði ekkert við það. Þetta lýsir sér þannig að ég hef átt erfitt með að sofa í langan tíma fyrir þetta atvik. Ég hef fengið svona lítil kvíðaköst þar sem ég finn að ég hef ekki stjórn á því hvernig mér líður en þetta var kvíðakast. Þetta gerðist þegar ég var í heimsókn hjá frænku minni í Danmörku og gerðist fimm um morguninn. Mér fannst ég ekki geta vakið fólkið, en eitthvað verð ég að gera. Það eina sem mér datt í hug, var að fara út.“ María segist hafa fundið kuldagalla sem frænka hennar átti og lagði af stað út úr íbúðinni. „Ég upplifði þarna frið og lækningu í náttúrunni. Ég sleppti mér algjörlega úti í náttúrunni og í dag er ég algjörlega háð því. Ég verð að komast nálægt trjám og Öskuhlíðinni hérna er algjörlega einstök,“ segir María sem eins og áður segir hannaði sérstakan galla fyrir kvenmenn sem hægt er að fara mjög auðveldlega í og skella sér í göngutúr í náttúrunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
María fékk lánaðan kuldagalla og fór út í góðan göngutúr og kom til baka öll léttari og endurnærð og tilbúin að takast á við lífið. Í dag hefur hún hannað kuldagalla fyrir konur sem þurfa að fara út í náttúruna til að ná áttum eða bara hreinlega nota á gleðistundum því gallann er hægt að nota við ýmis tækifæri bæði úti og inni. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og fékk að heyra þessa mögnuðu reynslusögu og skoðaði þennan snilldar galla sem breytti hennar Maríu. Áhorfendur fá einnig að sjá skemmtilegt heimili Maríu þar sem hún fer ótroðnar slóðir við innréttingar og endurhönnun. „Ég og vinkonur mínar og konur á þessum aldri gerum oft svo lítið úr því að fá taugaáfall. Við vitum hvað við eigum að segja og hvernig hlutirnir eru en samt viljum við alltaf draga úr. Þetta var ömurlegt, alveg hræðilegt. Ég vissi að þetta væri líklega taugaáfall, en samt varð ég hrædd,“ segir María og heldur áfram. „Ég var hrædd um að fá hjartaáfall af því að það var svo mikill þungi. Líkaminn var að segja að það væri eitthvað mikið að og ég réði ekkert við það. Þetta lýsir sér þannig að ég hef átt erfitt með að sofa í langan tíma fyrir þetta atvik. Ég hef fengið svona lítil kvíðaköst þar sem ég finn að ég hef ekki stjórn á því hvernig mér líður en þetta var kvíðakast. Þetta gerðist þegar ég var í heimsókn hjá frænku minni í Danmörku og gerðist fimm um morguninn. Mér fannst ég ekki geta vakið fólkið, en eitthvað verð ég að gera. Það eina sem mér datt í hug, var að fara út.“ María segist hafa fundið kuldagalla sem frænka hennar átti og lagði af stað út úr íbúðinni. „Ég upplifði þarna frið og lækningu í náttúrunni. Ég sleppti mér algjörlega úti í náttúrunni og í dag er ég algjörlega háð því. Ég verð að komast nálægt trjám og Öskuhlíðinni hérna er algjörlega einstök,“ segir María sem eins og áður segir hannaði sérstakan galla fyrir kvenmenn sem hægt er að fara mjög auðveldlega í og skella sér í göngutúr í náttúrunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira