„Greinilega persónulegur pirringur“ Snorri Másson skrifar 5. apríl 2022 09:15 Sérstök og breytt umræðuhefð á Alþingi var til umræðu í Íslandi í dag í gær. Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður sagði þar að hluti deilanna sem sést hafi á Alþingisrásinni nýlega séu augljóslega persónulegar. Dæmi þar um eru deilurnar á milli forystufólks í Viðreisn og Framsóknarflokknum, eins og þegar sauð upp úr í þingsal á milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Lilju Daggar Alfreðsdóttur á dögunum. Þátttakandi í þeirri umræðu var Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, sem sagði í samtali við Íslandi í dag: „Við höfum náð að einskorða þetta við málefnin. Það er breyting núna í vetur, það er þess vegna sem ég notaði orðið áhugavert [til að lýsa starfsandanum] af því að ég hef ekki náð að skilgreina hann, en það er kannski betra að nota orðið þrúgandi.” Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður segir ljóst að pirringurinn á milli Framsóknarmanna eins og Lilju Alfreðsdóttir og Viðreisnarkvennanna Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Hönnu Katrínar Friðriksson sé persónulegur. Brynjar Níelsson: „Ég er ekki sérfræðingur í þessum flokkum en það er greinilega persónulegur pirringur. Maður upplifir það alveg. En ég veit ekkert af hverju hann er. Þú átt að afgreiða það annars staðar. En þetta er kúnstin að kunna að takast á. Það má alveg vera harka í því en þetta er eitthvað allt annað í mínum huga.“ Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, sagði vandann á Alþingi felast í framferði stjórnarmeirihlutans við að halda minnihlutanum úti í kuldanum. Atli Þór Fanndal telur vandann á Alþingi á ábyrgð stjórnarmeirihlutans. „Mér finnst þingmenn stundum tala eins og þetta sé allt í lagi af því að það sé svo góð stemning þeirra á milli. Ég held að almenningi sé nákvæmlega sama um þetta. En það sem hefur breyst núna er að það er meiri harka og eins og ég sagði áðan þá hefur meirihlutinn lagt sig fram um að sýna þinginu að það eigi bara ekki að hafa neitt með málin að gera. Þetta er auðvitað vinsælt á þessum tíma að fara að tala um málþóf, en framkvæmdavaldið nýtir sér það að koma með mál mjög seint. Þá kemur tímapressa og hægt að tala um að það sé þá málþóf,“ segir Atli. Brynjar segir ljóst að umræðan eins og hún er núna muni ekki auka virðingu fyrir þinginu. „Alveg örugglega ekki. En mér finnst alveg lágmark í þessu að menn séu sæmilega skemmtilegir í þessu, en það er ekki,“ sagði Brynjar. Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ísland í dag Tengdar fréttir Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. 14. mars 2022 20:57 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Dæmi þar um eru deilurnar á milli forystufólks í Viðreisn og Framsóknarflokknum, eins og þegar sauð upp úr í þingsal á milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Lilju Daggar Alfreðsdóttur á dögunum. Þátttakandi í þeirri umræðu var Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, sem sagði í samtali við Íslandi í dag: „Við höfum náð að einskorða þetta við málefnin. Það er breyting núna í vetur, það er þess vegna sem ég notaði orðið áhugavert [til að lýsa starfsandanum] af því að ég hef ekki náð að skilgreina hann, en það er kannski betra að nota orðið þrúgandi.” Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður segir ljóst að pirringurinn á milli Framsóknarmanna eins og Lilju Alfreðsdóttir og Viðreisnarkvennanna Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Hönnu Katrínar Friðriksson sé persónulegur. Brynjar Níelsson: „Ég er ekki sérfræðingur í þessum flokkum en það er greinilega persónulegur pirringur. Maður upplifir það alveg. En ég veit ekkert af hverju hann er. Þú átt að afgreiða það annars staðar. En þetta er kúnstin að kunna að takast á. Það má alveg vera harka í því en þetta er eitthvað allt annað í mínum huga.“ Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, sagði vandann á Alþingi felast í framferði stjórnarmeirihlutans við að halda minnihlutanum úti í kuldanum. Atli Þór Fanndal telur vandann á Alþingi á ábyrgð stjórnarmeirihlutans. „Mér finnst þingmenn stundum tala eins og þetta sé allt í lagi af því að það sé svo góð stemning þeirra á milli. Ég held að almenningi sé nákvæmlega sama um þetta. En það sem hefur breyst núna er að það er meiri harka og eins og ég sagði áðan þá hefur meirihlutinn lagt sig fram um að sýna þinginu að það eigi bara ekki að hafa neitt með málin að gera. Þetta er auðvitað vinsælt á þessum tíma að fara að tala um málþóf, en framkvæmdavaldið nýtir sér það að koma með mál mjög seint. Þá kemur tímapressa og hægt að tala um að það sé þá málþóf,“ segir Atli. Brynjar segir ljóst að umræðan eins og hún er núna muni ekki auka virðingu fyrir þinginu. „Alveg örugglega ekki. En mér finnst alveg lágmark í þessu að menn séu sæmilega skemmtilegir í þessu, en það er ekki,“ sagði Brynjar.
Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ísland í dag Tengdar fréttir Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. 14. mars 2022 20:57 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. 14. mars 2022 20:57