Ellefu ára fjárfestir: „Ef ég geri það ekki þá græði ég meiri pening og ég væri bara að svíkja sjálfan mig“ Elísabet Hanna skrifar 18. mars 2022 14:31 Arnaldur Kjárr Arnþórsson á framtíðina fyrir sér í viðskiptalífinu. Skjáskot Arnaldur Kjárr Arnþórsson er ellefu ára fjárfestir í stórfyrirtækjum sem byrjaði í viðskiptum aðeins sjö ára gamall en hann er meðal annars að safna sér fyrir íbúð í framtíðinni. Einnig fjárfesti Arnaldur í smá landi í Skotlandi sem að hans sögn gefur honum titilinn lávarður. Byrjaði í bransanum sjö ára Hann byrjaði sjö ára að selja sælgæti í hverfinu sínu því hann langaði í vasapeninga og fékk fljótt hagnað sem hann safnaði og hefur svo síðustu ár fjárfest og aukið fjármuni sína á ótrúlegan hátt. „Sumum fannst þetta mjög flott, það voru líka sumir sem sögðu að þau styrktu bara íþróttafélög en já þetta gekk samt vel.“ Sagði Arnaldur um upphafið á sælgætisferlinum þar sem hann labbaði á milli húsa að selja góðgæti. Hann segist hafa sagt fólki sem spurði að hann væri ekki að safna fyrir félag heldur fyrir sjálfan sig í framtíðinni til að geta keypt íbúð. Í dag hefur hann nýtt hagnaðinn meðal annars í að fjárfesta í stórfyrirtækjum á borð við Google, Netflix, Tesla og fleiri risa fyrirtækjum. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Ólafsdóttir (@beddarinn) Langar stundum í nammið en vill ekki svíkja sig Eins og aðrir frumkvöðlar þurfti Arnaldur fjárfesti í sælgætisstarfsemina til að koma henni í gang og var það pabbi hans sem tók áhættuna með frumkvöðlinum. Aðspurður hvort að honum finnist aldrei freistandi að borða allt nammið sem hann er að selja segir Arnaldur: „Mig hefur oft langað til að gera það, eins og þegar ég fæ mikinn bónus þá langar mig oft til að gera það en ég veit að ef ég geri það ekki þá græði ég meiri pening og ég væri bara að svíkja sjálfan mig.“ Arnaldur er lávarður Þegar Arnaldur var að horfa á Youtube myndband fékk hann innblástur til þess að kaupa smá skoskt land og sendi á foreldra sína að það ætlaði hann að gera og fjárfesti í landinu fyrir nafnbótina sem því fylgir. Elísabet Ólafsdóttir mamma hans segir hann strax hafa sent eftirfarandi skilaboð á fjölskylduspjallið eftir þáttinn: „Ég á pening, ég vil kaupa þetta, you shall call me lord.“ Ungi viðskipta mógullinn ræddi við Völu Matt í Ísland í dag og má sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan þar sem hann fer meðal annars yfir markaðinn með Völu. Ísland í dag Krakkar Tengdar fréttir „Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Byrjaði í bransanum sjö ára Hann byrjaði sjö ára að selja sælgæti í hverfinu sínu því hann langaði í vasapeninga og fékk fljótt hagnað sem hann safnaði og hefur svo síðustu ár fjárfest og aukið fjármuni sína á ótrúlegan hátt. „Sumum fannst þetta mjög flott, það voru líka sumir sem sögðu að þau styrktu bara íþróttafélög en já þetta gekk samt vel.“ Sagði Arnaldur um upphafið á sælgætisferlinum þar sem hann labbaði á milli húsa að selja góðgæti. Hann segist hafa sagt fólki sem spurði að hann væri ekki að safna fyrir félag heldur fyrir sjálfan sig í framtíðinni til að geta keypt íbúð. Í dag hefur hann nýtt hagnaðinn meðal annars í að fjárfesta í stórfyrirtækjum á borð við Google, Netflix, Tesla og fleiri risa fyrirtækjum. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Ólafsdóttir (@beddarinn) Langar stundum í nammið en vill ekki svíkja sig Eins og aðrir frumkvöðlar þurfti Arnaldur fjárfesti í sælgætisstarfsemina til að koma henni í gang og var það pabbi hans sem tók áhættuna með frumkvöðlinum. Aðspurður hvort að honum finnist aldrei freistandi að borða allt nammið sem hann er að selja segir Arnaldur: „Mig hefur oft langað til að gera það, eins og þegar ég fæ mikinn bónus þá langar mig oft til að gera það en ég veit að ef ég geri það ekki þá græði ég meiri pening og ég væri bara að svíkja sjálfan mig.“ Arnaldur er lávarður Þegar Arnaldur var að horfa á Youtube myndband fékk hann innblástur til þess að kaupa smá skoskt land og sendi á foreldra sína að það ætlaði hann að gera og fjárfesti í landinu fyrir nafnbótina sem því fylgir. Elísabet Ólafsdóttir mamma hans segir hann strax hafa sent eftirfarandi skilaboð á fjölskylduspjallið eftir þáttinn: „Ég á pening, ég vil kaupa þetta, you shall call me lord.“ Ungi viðskipta mógullinn ræddi við Völu Matt í Ísland í dag og má sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan þar sem hann fer meðal annars yfir markaðinn með Völu.
Ísland í dag Krakkar Tengdar fréttir „Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
„Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31