„Endalaust að fá athugasemdir að það væri ekki hægt að taka mark á mér, ég væri svo ljót“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2022 10:31 Ólöf Tara, Ninna Karla, Helga Benediktsdóttir, Hulda Hrund og Þórhildur Gyða erum saman í baráttuhópnum Öfgar. Það hafa eflaust margir heyrt um hópinn Öfga sem heyrt hefur hátt í á undanförnu ári en markmið hópsins er að standa með þolendum og berjast gegn kynferðislegu ofbeldi. Þessar konur liggja svo sannarlega ekki á skoðununum sínum. Sindri Sindrason hitti hópinn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og fékk að kynnast þessum konum betur. „Við erum ekkert alltaf brjálaðar og erum líka mjög fyndnar og skemmtilegar sko. Ég held að samfélagið sjái þetta út frá einhverjum æsifréttastíl og athugasemdakerfunum,“ segir Ninna Karla meðlimur í Öfgum. „Mér finnst miklu meira gaman hjá okkur heldur en við séum reiðar. Það er ekkert neikvætt að vera reiður stundum, bara nota reiðina í eitthvað gott,“ segir Ólöf Tara Harðardóttir í Öfgum. „Ef karlmenn eru reiðir eru þeir fullir af eldmóði en ef við erum reiðar erum við bara ógeðslega brjálaðar og á túr eða eitthvað,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir í Öfgum. Ekki er um að ræða hóp af æskuvinkonum heldur kynntust þær í gegnum baráttuna á einn eða annan hátt. Þau treysta okkur „Við viljum gera allt fyrir þolendur og trúum þeim og við finnum að þau treysta okkur,“ segir Helga Benediktsdóttir í Öfgum. Konurnar í hópnum eru í raun nokkuð ólíkar þegar kemur að menntun og starfi en um er að ræða einkaþjálfara, förðunarfræðing, leikara, nema í iðjuþjálfun og meistaranema í félagsráðgjöf. „Að vera með þetta bakland í þessari baráttu breytir öllu. Eldri aktívistar brenna bara út því þær eru bara einar. Það er erfiðara ef við erum hópur,“ segir Helga. , Konurnar byrjuðu að vinna saman fyrir aðeins tíu mánuðum og finna þær mikinn mun á samfélaginu á þessum stutta tíma. Fleiri taki mark á þeim og er stuðningurinn oft úr óvæntum áttum. „Við erum að fá ofboðslega mikinn stuðning frá eldri karlmönnum sem eru að bakka okkur upp og hafa samband við okkur og þakka okkur fyrir. Það er virkilega gefandi að fá stuðning úr þeirri átt,“ segir Hulda Hrund. „Á tímabili var baráttan svolítið þung og róðurinn svolítið þungur en stemningin er miklu léttari núna. Ég held að það sé út af því að við erum orðnar meira óheflaðar að nota húmorinn okkar og erum allar að verða miklu léttari á okkur,“ segir Ólöf Tara. Þær segjast vissulega finna fyrir fordómum. „Fordómarnir sem ég upplifi var að þegar við byrjuðum baráttuna var ég tuttugu kílóum þyngri og var í lyfjameðferð og þetta var ekki auðvelt. Þá var ég endalaust að fá athugasemdir að það væri ekki hægt að taka mark á mér, ég væri svo ljót og það myndi enginn vilja ríða mér. Svo hætti ég á þessari lyfjameðferð og þyngdin fór og þá er hægt að taka meira mark á mér,“ segir Hulda Hrund. Kynferðisofbeldi Ísland í dag MeToo Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Sindri Sindrason hitti hópinn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og fékk að kynnast þessum konum betur. „Við erum ekkert alltaf brjálaðar og erum líka mjög fyndnar og skemmtilegar sko. Ég held að samfélagið sjái þetta út frá einhverjum æsifréttastíl og athugasemdakerfunum,“ segir Ninna Karla meðlimur í Öfgum. „Mér finnst miklu meira gaman hjá okkur heldur en við séum reiðar. Það er ekkert neikvætt að vera reiður stundum, bara nota reiðina í eitthvað gott,“ segir Ólöf Tara Harðardóttir í Öfgum. „Ef karlmenn eru reiðir eru þeir fullir af eldmóði en ef við erum reiðar erum við bara ógeðslega brjálaðar og á túr eða eitthvað,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir í Öfgum. Ekki er um að ræða hóp af æskuvinkonum heldur kynntust þær í gegnum baráttuna á einn eða annan hátt. Þau treysta okkur „Við viljum gera allt fyrir þolendur og trúum þeim og við finnum að þau treysta okkur,“ segir Helga Benediktsdóttir í Öfgum. Konurnar í hópnum eru í raun nokkuð ólíkar þegar kemur að menntun og starfi en um er að ræða einkaþjálfara, förðunarfræðing, leikara, nema í iðjuþjálfun og meistaranema í félagsráðgjöf. „Að vera með þetta bakland í þessari baráttu breytir öllu. Eldri aktívistar brenna bara út því þær eru bara einar. Það er erfiðara ef við erum hópur,“ segir Helga. , Konurnar byrjuðu að vinna saman fyrir aðeins tíu mánuðum og finna þær mikinn mun á samfélaginu á þessum stutta tíma. Fleiri taki mark á þeim og er stuðningurinn oft úr óvæntum áttum. „Við erum að fá ofboðslega mikinn stuðning frá eldri karlmönnum sem eru að bakka okkur upp og hafa samband við okkur og þakka okkur fyrir. Það er virkilega gefandi að fá stuðning úr þeirri átt,“ segir Hulda Hrund. „Á tímabili var baráttan svolítið þung og róðurinn svolítið þungur en stemningin er miklu léttari núna. Ég held að það sé út af því að við erum orðnar meira óheflaðar að nota húmorinn okkar og erum allar að verða miklu léttari á okkur,“ segir Ólöf Tara. Þær segjast vissulega finna fyrir fordómum. „Fordómarnir sem ég upplifi var að þegar við byrjuðum baráttuna var ég tuttugu kílóum þyngri og var í lyfjameðferð og þetta var ekki auðvelt. Þá var ég endalaust að fá athugasemdir að það væri ekki hægt að taka mark á mér, ég væri svo ljót og það myndi enginn vilja ríða mér. Svo hætti ég á þessari lyfjameðferð og þyngdin fór og þá er hægt að taka meira mark á mér,“ segir Hulda Hrund.
Kynferðisofbeldi Ísland í dag MeToo Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira